Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 22
Sumar og sól 2. ágúst 2019KYNNINGARBLAÐ Óprúttnir aðilar sóðuðu út pottasvæðið í skjóli nætur Baccalá Bar á Hauganesi er auðþekkjanlegt kennileiti í bænum enda er staðurinn prýddur fallegu útisvæði eða verönd sem lítur út eins og forláta víkinga­ skip. „Það hefur verið dásamlegt að sóla sig úti á veröndinni í sumar og horfa yfir Eyjafjörð, þegar sólin hefur látið sjá sig. En á sólardögum er veröndin þéttsetin af bæði innlendum víkingum og heimamönnum sem og erlendum ferðamönnum. Í ná­ grenninu er svo elsta starfandi hvala­ skoðun á landinu og fáum við fjölda fólks til okkar eftir hverja siglingu á hvalamiðin,“ segir Elvar Reykjalín hjá Baccalá Bar. Elvar er reynslumikill kokkur og hefur tekið á móti fólki í kynningar og mat í yfir tuttugu ár. „Oft á tíðum hef ég eldað við frekar frumstæðar aðstæður en þegar fjölgun gesta var orðin slík að ég hafði ekki undan, þá var ekki annað hægt en að koma sér upp almennilegri aðstöðu. Ég byrjaði fyrir fjórum árum að byggja upp veitingahúsið Baccalá Bar. Síðan þá hefur verið stöðugur stígandi í rekstrinum hjá okkur, þá sérstaklega á þessu ári. Við erum að sjá um 70– 80% aukningu frá sömu mánuðum á síðasta ári og erum við mjög spennt fyrir framhaldinu.“ Dýrindis saltfiskpizza og nýveiddur fiskur Á veitingastaðnum Baccalá Bar starfa fjórir Spánverjar við matreiðslu og þjónustu ásamt tveimur íslensk­ um stúlkum úr þorpinu. „Þetta er jú Baccalá Bar og baccalá á spænsku þýðir þorskur. Einnig merkir orðið saltfiskur en við gerum út á bæði fiskinn og saltfiskinn hér á Baccalá Bar. Við erum þó með eitthvað fyrir alla á matseðlinum, allt frá salati, hamborgurum og fiski upp í dýrindis nautasteikur. Vinsælasti rétturinn er án efa fiskur og franskar, en við notum alltaf glænýjan fisk sem veiddur er á handfæri af honum Ragga bróður. Pizzurnar okkar þykja einnig mjög góðar og eru gríðarlega vinsælar. Þá er saltfiskpizzan sérstaklega vinsæl, enda þykir saltfiskurinn frekar óvenju­ legt og spennandi pizzuálegg.“ Líklega besta verðið á kokteilum „Einn af Spánverjunum okkar er alger sérfræðingur í kokteilum. Sennilega erum við með lengsta kokteillista landsins og alveg örugglega besta verðið á þeim. Þeir eru líka geysi­ vinsælir. Ég mæli sérstaklega með Brælu á Baccalá Bar og Ödda Verk­ stjóra.“ Ískaldir pottar til að sporna við sóðaliði Staðsetning heitu pottanna er vægast sagt frábær í Sandvíkurfjör­ unni. „Þetta er grunn og löng sand­ fjara sem snýr á móti suðri, alveg dásamlegt svæði. Einnig sjáum við um tjaldstæði fyrir ferðamenn. Ég byrjaði á einum potti fyrir fjórum árum þegar uppbygging veitinga­ hússins og tjaldsvæðisins hófst og hef ég fjölgað pottunum á hverju ári. Nýjasti potturinn er skip með rá og reiða og er mjög vinsæll. Bað­ aðstaðan er undir bakka þannig að þótt það sé norðanhafgola er algert skjól undir bakkanum og frábært að sóla sig í logninu. Verðinu í pottana er stillt í hóf enda kostar ekki nema 500 krónur ofan í þá. Ætlunin var að hafa pottana opna allan sólarhringinn en í vor neyddist ég til að hleypa úr þeim um tíma vegna sóða sem komu seint á kvöldin, gengu um eins og svín og skemmdu og brutu upp peninga­ kassann nokkrum sinnum. Nú er reyndar vatn í pottunum allan sólarhringinn og ég leyfi fólki að vera lengur en til klukkan 22.00 ef það hefur samband og einhver tekur ábyrgð á hópnum. Allt gott fólk er vel­ komið og sem betur fer eru 99% fólks frábærir gestir sem ganga vel um og eru til fyrirmyndar og vil ég þakka þeim öllum kærlega fyrir komuna.“ Það er heldur betur gott að skella sér í pottinn eftir sjósundið. Hafnargata 6, Hauganesi, 621 Dalvíkurbyggð. Nánari upplýsingar má nálgast á ektafiskur.is/veitingahus/ Sími: 620-1035 Netfang: elvar@ektafiskur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.