Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 42
42 2. ágúst 2019 Lesið í tarotspilin stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnar T ónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason gekk í það heilaga síðustu helgi og á jafnframt von á frumburðinum, stúlkubarni. DV fannst því tilvalið að kíkja á hvernig þau Salka og Arnar eiga saman. Salka er hrútur og því fæddur leiðtogi. Arnar er fiskur og mun hæglátari. Hrúturinn vill vernda fiskinn en það fyndna er að fisk- urinn tekur oft að sér hlutverk verndara í þessu sambandi þar sem hann er rólegri, gæddur betra innsæi og skilur fullkomlega þarfir hrútsins, sem er alltaf með nóg á prjónunum. Hrútur og fiskur geta verið góðir fyrir hvor annan. Bæði merkin eru hvatvís og fylgja sínum draumum án þess að hugsa sig tvisvar um. Hins vegar gæti það virst svo á yfirborðinu að þessi tvö merki passi alls ekki saman, en þau geta svo sannarlega uppfyllt þarfir hvort annars. Fiskurinn er blíður, bæði sem manneskja og elskhugi, og hrúturinn þarf að gæta þess að gefa mikið til baka svo fiskurinn telji hann ekki eigingjarnan og nískan. n S igmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur yfir miklu að gleðjast þessa dagana enda hefur fylgi flokks hans aukist mikið síðustu mánuði. DV ákvað því að spá í tarotspil fyrir formanninn og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Öflugar orkustöðvar Fyrsta spilið sem kemur upp er Sólin. Sólin táknar mikla sköpun og gleði, sem og mann- eskju sem á stóra drauma og er jákvæð með eindæmum. Sigmundur þarf að huga að jafn- væginu innra með sér og muna að það er kær- leikur sem skiptir mestu máli í samskiptum í samfélagi manna. Orkustöðvar Sigmundar eru öflugar og óskir hans um áframhaldandi upp- gang Miðflokksins eru raunhæfar. Draumar hans verða að veruleika fyrr en hann grunar og hann mun öðlast það vald sem hann þráir inn- an skamms. Þjáningar í æsku Næsta spil er 9 stafir, en talan níu sýnir Sigmundi svart á hvítu að gleðin þarf að vera viðvarandi í hans lífi og störfum því of mikil alvara þjónar ekki neinum tilgangi. Spilið táknar einnig ein- hvers konar þjáningar í æsku eða vandamál sem efla Sigmund í leit hans að árangri og velgengni. 9 stafir tákna einnig að Sigmundur þarf að læra af mistökunum til að ná þeim árangri sem hann dreymir um. Aðgangur að auðæfum Síðasta spilið sem kemur upp fyrir Sigmund er 7 mynt. Þar er enn farið yfir fortíðina og ítrekað að Sigmundur megi ekki láta for- tíðina koma í veg fyrir velgengni framtíðarinnar. Honum finnst eins og allir séu á móti honum og sér oft ekki hversu góðir tímar eru framundan. Heppnin leikur við Sig- mund og óskir hans rætast en talan sjö staðfestir velferð hans. Alsæla birt- ist og leggst bókstaflega að fótum hans og mun Sigmundur fá aðgang að auðæfum fyrr en síðar. n Öðlast valdið sem hann þráir fyrr en síðar Salka Sól Fædd: 18. apríl 1988 hrútur n hugrökk n ákveðin n örugg n hreinskilin n hvatvís n óþolinmóð Arnar Freyr Fæddur: 29. febrúar, 1988 fiskur n hjartagóður n listrænn n blíður n vitur n treystir of mikið n kvíðinn Naut- 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja- 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir vikuna 5. –11. ágúst Þú þarft aðeins að gæta orða þinna í þessari viku. Þú gætir komið einhverjum í uppnám ef þú veður áfram án þess að setja þig í spor annarra. Svo skaltu muna eitt, elsku hrútur; þú ert ofboðslega góður í að sjá það góða í öðrum en í þessari viku skaltu einbeita þér að því að sjá hverjir þínir kostir eru. Manneskja sem þú þekkir lítillega reynir að troða þér um tær í þessari viku og þú þarft að standa afar fast á þínu. Svo er eitthvert uppnám í fjöl- skyldu þinni sem þú þarft að einbeita þér að. Þú þarft að standa sterk/ur og setja þig í hlutverk málamiðlara sem reynir að lægja öldurnar, eins fljótt og hægt er. Það er eitthvað mikið að gerjast innra með þér og það kemur að því að þú spr- ingur með allt sem þú hefur látið ósagt. Þú þarft að vanda þig í samskiptatækni þinni því það er erfitt að tala við mann- eskju sem hefur látið öll vandamál malla í alltof langan tíma. Hættu síðan að velta þér upp úr fortíðinni og horfðu fram á við. Krabbinn er gæddur mögnuðum persónuleika. Þú ert fyndin/n, sjarmer- andi og lífsglöð/glaður en hins vegar áttu það til að vera langrækin/n ef einhver brýtur trúnað þinn. Það er nákvæmlega það sem gerist í þessari viku og er gott tækifæri fyrir þig að fara yfir þá sem standa þér nærri og hverjir eiga skilið tíma þinn. Þú stendur frammi fyrir erfiðu vali í þessari viku – hvort þú eigir að láta eins og ekkert sé og halda áfram eða hlusta á hjartað og breyta til. Þessi ákvörðun tengist fjölskyldu þinni og/eða vinum. Hún er erfið og ekki tekin án umhugsunar, en þú verður að taka hana. Stundum er gott að viðurkenna vanmátt sinn og það er eitthvað sem meyjan má tileinka sér. Þú veist ekki allt og þú þarft ekki að vita allt. Í vinnunni skaltu umkringja þig fólki sem þú treystir og sem er þér fróðara. Það á eftir að koma þér langt. Einkalífið hins vegar blómstrar og þú skalt ávallt muna að veita maka þínum þá athygli sem hann á skilið. Þér líður svo vel núna og það geislar af þér. Einhleypar vogir mega eiga von á því að kikna í hnjáliðunum yfir vissri mann- eskju sem gæti leitt af sér meira en bara einnar nætur gaman. Í svefnherberginu er vogin til í alls kyns tilraunir og gjörsam- lega fer á kostum í alls kyns leikjum og gátum. Það er komið að því að þú setjist niður með maka þínum og þið ræðið af alvöru hvernig þig sjáið framtíðina fyrir ykkur. Þið eruð búin að eyða of miklum tíma í að reyna að giska á hvað þið viljið frá hvort öðru en nú verðið þið að ákveða veginn fram á við. Þetta er alls ekki íþyngjandi eða erfitt verkefni, heldur fyrst og fremst nauðsynlegt. Þú ert á miklu flugi í vinnunni þessa dagana og sköpunargáfa þín er í botni. Þú virðist svífa um á skýi metnaðar og dugnaðar svo tekið er eftir. Vissulega reyna þá einhverjir vinnufélagar að ná þér niður af þessu skýi en þú lætur ekki segjast. Þú veist hvert þú ert að fara og þú sannfærir fólkið í kringum þig með húmorinn að vopni. Það er mikið að gerast í fjölskyldu þinni og þú hefur áhyggjur af manneskju sem stendur þér mjög nærri. Þú ert skipulögð/ lagður og skynsöm/samur í eðli þínu en því miður geta ekki allir verið eins og þú. Nú er mikilvægt fyrir þig að vera til staðar þegar að eitthvað kemur upp á og sýna stuðning í verki. Þú ert friðarsinni og á það reynir í vikunni. Manneskjur sem standa þér nærri eru afbrýðisamar út í aðra manneskju í ykkar innsta hring. Ef það er eitthvað sem þú þolir ekki þá er það afbrýðisemi og öfund og þú þarft að taka á honum stóra þínum til að reyna að koma öllu í samt horf. Þú hefur tekið aðeins of mikið á þig, og inn á þig, upp á síðkastið og nú er komið að slökunartíma. Það er skemmtilegt ferðalag í vændum þar sem þú getur núllstillt þig og forgangsraðað betur, þannig að þú setjir þig sjálfa/n ekki alltaf í seinasta sæti. Hrútur - 21. mars–19. apríl n 4. ágúst: Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður, 64 ára n 5. ágúst: Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpsstjarna, 72 ára n 7. ágúst: Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður, 34 ára n 8. ágúst: Mikael Torfason, skáld, 45 ára n 9. ágúst: Inga Björk Andrésdóttir, listakona, 37 ára n 10. ágúst: Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona, 28 ára og Salka og Arnar orðin hjón Svona eiga þau saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.