Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 46
FÓKUS 2. ágúst 201946
„Það kitlar eldri borgarana að rifja upp gamlar minningar“
Berglind Alda í hlutverki Stínu
n Ðe Lónlí Blú Bojs í Bæjarbíói n Leikararnir eru flestir nýskriðnir úr framhaldsskóla
L
eikrit byggt á lögum hljóm
sveitarinnar Ðe Lónlí Blú
Bojs var frumsýnt fyrir troð
fullum sal í Bæjarbíói í síð
ustu viku. Sýningin fjallar um þá
Sörla, Pál og Njál, þrjá vini sem
dreymir um að verða tónlistar
menn. Þeir ákveða að leita til úr
elts umboðsmanns og ná að landa
samningi hjá honum. Umboðs
maðurinn bætir síðan töffaran
um Valdimari við hópinn og úr því
verður hljómsveitin Ðe Lónlí blú
bojs til. Í sýningunni er stiklað yfir
þá drauma og bresti sem eiga það
til að fylgja nýkominni frægð.
Meðalaldur leikara og list
rænna stjórnenda í sýningunni
er mun lægri en gengur og gerist.
Leikstjóri sýningarinnar, Höskuld
ur Þór Jónsson, er rúmlega tvítug
ur og leikararnir eru flestir ný
skriðnir úr framhaldsskóla.
Höskuldur skrifaði handrit sýn
ingarinnar ásamt því að leikstýra
henni. Þetta er fyrsta verkið sem
Höskuldur skrifar frá grunni, en
önnur sýningin sem hann leik
stýrir. Hann segir þetta vera tvær
hliðar á sama peningnum, það að
skrifa verkið og síðan að leikstýra
því.
„Þegar maður skrifar verkið
hefur maður ákveðna sýn, þannig
að það hjálpar að leikstýra þessu
líka. Þetta er þó vissulega sitt hvort
dæmið, að skrifa er eitt og að
leikstýra er annað.“
Aðspurður hvernig það sé að
setja upp heilt leikrit ásamt svo
ungum hóp segir Höskuldur að
traustið sé mikilvægt og að hann
sé heppinn með hópinn.
„Það þarf bara að vera ákveðið
traust og drifkraftur til staðar. Það
er nauðsynlegt að vera með gott
fólk í kringum sig, sem er tilbúið
að leggja allt að veði. Þetta hefði
aldrei getað gerst án þess að hafa
með sér svona frábæran hóp.“
Sýningin er byggð í kringum
vinsælustu lög Ðe Lónlí Blú Bojs
en sagan í sýningunni fylgir þó
ekki raunverulegri sögu hljóm
sveitarinnar. Þegar hljómsveitin
fór af stað notuðu meðlimir
hennar dulnefnin Sörli, Njáll, Páll
og Valdimar en leikritið er byggt á
þeim dulnefnum.
„Við notum í rauninni dulnefni
þeirra sem karaktera í sýningunni
af því við erum ekki að setja upp
söguna þeirra, við erum að setja
upp okkar eigin sögu.“
Höskuldur segir sýninguna ná
til allra aldurshópa þar sem eldra
fólk þekkir hljómsveitina frá sín
um yngri árum á meðan leikararn
ir eru ungir að aldri.
„Það er málið með þessa
sýningu, það kitlar eldri borgarana
að fá að rifja upp gamlar minningar
og fara aftur í tímann. Svo hefur
unga fólkið líka gaman af þessu
þannig þetta fer alveg hringinn.“
Blaðamaður fór á sýninguna og
getur staðfest að hún er hreint út
sagt mögnuð. Leikararnir eru svo
náttúrulegir og trúverðugir í hlut
verkum sínum að það er líkt og
þeir hafi alist upp á þessu sviði.
Sýningin er fyndin, hress og nær
að draga allan salinn með sér aft
ur í tímann til að upplifa sveita
poppið. Þetta er frábært leikrit
sem enginn má missa af.
Máni Snær Þorláksson
mani@dv.is