Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Page 6
6 5. júlí 2019FRÉTTIR N ítján ára gamalli íslenskri stúlku var nauðgað af tveimur þýskum karlmönn- um í bænum Hersonissos á Krít í síðasta mánuði. Málið er til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum. Samfélag- ið í bænum er harmi slegið vegna málsins. Árásin er sögð hafa verið afar hrottaleg. Grískir fjölmiðlar greina frá málinu og lýsa því meðal annars sem „grimmdarverki“, „hryllingi“, „hörmung“ og „ódæðisverki“. Er málið sagt vefjast fyrir yfirvöld- um og þá sé allt bæjarfélagið í áfalli vegna þess. Á vef Cretalive og Cretapost er stúlkan sögð hafa verið í „hræðilegu ástandi“. Menntaskólanemar í út- skriftarferðum Síðustu ár hafa sífellt fleiri Ís- lendingar lagt leið sína til Herson- issos, sem er orðinn einn stærsti og vinsælasti ferðamannabærinn á Krítareyju. Þúsundir íslenskra menntaskólanema voru staddir í útskriftarferð í bænum í síðasta mánuði. Fram kemur að íslenska stúlk- an hafi verið í fríi á Hersonissos þann 13. júní síðastliðinn. Var hún að skemmta sér á bar í bænum og hitti þar mennina tvo frá Þýska- landi. Á fréttavefnum Oparlapip- as kemur fram að mennirnir tveir hafi einnig verið staddir í fríi á Krít. Annar þeirra er sagður vera 34 ára gamall en hinn 38 ára. Árásin í dimmu húsasundi Samkvæmt málsgögnum drógu mennirnir tveir stúlkuna út af barnum seinna um kvöldið. Á fréttavef Matrix kemur fram að árásin hafi átt sér stað í dimmu húsasundi og að mennirnir tve- ir hafi nauðgað stúlkunni „marg- sinnis“. Þeir flúðu því næst af vett- vangi. Stúlkan komst við illan leik til baka á hótelið þar sem hún dvaldi. Hún leitaði á lögreglustöð í kjölfarið og tilkynnti brotið. Er hún sögð hafa verið „í miklu áfalli“. Lögreglan er sögð hafa brugð- ist afar skjótt við og leiddi það til þess að mennirnir tveir fundust og voru handteknir aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Stuttu eft- ir að mennirnir voru handteknir bar stúlkan kennsl á þá á lögreglu- stöðinni „með tár í augum“. Erfitt að finna lífsýni Stúlkan gekkst undir læknisskoðun og kemur fram að læknir hafi meðal annars fundið smápeninga og pen- ingaseðil í leggöngum hennar. Þá kemur fram að erfitt hafi reynst að finna lífsýni á líkama stúlkunnar. Ekkert sæði fannst við skoðun- ina en að sögn stúlkunnar notuðu árásarmennirnir smokk. Mennirnir neita báðir sök í mál- inu. Við yfirheyrslur sögðust þeir aldrei hafa hitt stúlkuna áður. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald og er málið til rannsóknar hjá lögreglu samkvæmt frétt á vef Cretalive. Þá er málið komið inn á borð saksóknaraembættisins í Her- aklion. DV hafði samband við blaðafull- trúa utanríkisráðuneytið við vinnslu fréttarinnar sem gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Íslenskri stúlku nauðgað á Krít n Stúlkan er nítján ára og var í fríi n Tveir Þjóðverjar í gæsluvarðhaldi n Árásin sögð vera afar hrottaleg„Bar stúlkan kennsl á þá á lögreglustöð- inni „með tár í augum“ Hersonissos Vinsæll áfangastaður á Krít. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Vinsæll sumarleyfisstaður H ersonissos er einn af vin- sælustu ferðamannastöð- unum á Krít, en bærinn er 28 kílómetra austur af Heraklíón. Áður en bærinn vakti lukku meðal ferðamanna var þar lítið annað að finna en litla höfn sem þjónaði veiðimönn- um í bænum. Nú er staðnum lýst sem grískri paradís þar sem ferðamenn finna fjölbreytta af- þreyingu, allt frá ströndum og sundlaugagörðum til sögulegra minja og fjörugs næturlífs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.