Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Side 11
FÓKUS - VIÐTAL 115. júlí 2019
þegar það eru búningar frá öðrum
tímabilum,“ segir María Birta og
bætir við að hún hafi ekki vitað að
um væri að ræða Tarantino-mynd
þegar hún sótti um hlutverkið.
Nokkrar vikur liðu og María
Birta hafði ekkert heyrt frá fram-
leiðendum myndarinnar. Hún
reiknaði með að hafa ekki fengið
hlutverkið.
„Svo kemur í ljós að ein stelp-
an sem fékk hlutverkið, en þetta
eru tólf kanínur, held ég, laug svo-
lítið mikið til um stærðina sína.
Hún mætti og passaði ekki í bún-
inginn. Þá var hringt í mig og ég
spurð hvort ég væri viss um að
mittið á mér væri nákvæmlega
einhver ákveðin stærð. Ég sagðist
halda það en hafi fengið mér risa-
stórt vatnsglas þegar ég vaknaði
og kannski væri það einum sentí-
metra stærra. Konan sem ég talaði
við fór að skellihlæja í símann og
sagði að það skipti engu, bara að
ég væri um það bil í þessari stærð.
Ég svaraði því játandi og var beðin
um að mæta klukkustund síðar í
mátun,“ segir hún.
Hjartað á Maríu Birtu fór á fullt
og ætlaði hún ekki að trúa því að
þetta væri að gerast. „Ég fór og
mátaði búninginn sem smellpass-
aði og hann er geggjaður. Hann er
alveg sérsniðinn að mér og saum-
aður eftir gamla stílnum. Það er
geggjað að fá minn eigin búning
sem er alveg saumaður á mig,“
segir María Birta. „Ég fór svo í
tökur viku seinna og var á setti í
tvo daga. Þetta var alveg ótrúlega
gaman.“
Segir Tarantino snilling
María Birta hafði mjög gaman af því
að vinna með Quentin Tarantino.
„Hann er náttúrlega algjör snilling-
ur og er algjör snillingur í að skapa
geggjaðan móral á setti. Það er ótrú-
lega gaman að vinna á setti með hon-
um því hann fær alla til þess að öskra
í byrjun atriða frasa eins og: „Við
erum hér því við elskum að gera kvik-
myndir.“ Hann er svona einn af okk-
ur, svo allir hafi gaman. Því það sést
svo ef allir eru stressaðir. Tarantino er
svo vingjarnlegur og skemmtilegur
að þetta var svo afslappað einhvern
veginn,“ segir María Birta.
Hún mun því miður ekki mæta á
forsýningu myndarinnar hér á landi
því hún verður í Skotlandi.
Fríköfun
María Birta er að æfa fríköfun sem
snýst um að kafa án súrefnisbún-
aðar. Hún sá færslu frá vinkonu
sinni á Facebook um fríköfun.
„Ég elska köfun og ég elska vatn.
Ég var einu sinni í eina sundballett
landsins. Mér líður mjög vel í vatni
og stressast ekkert upp. Mér hefur
líka alltaf fundist gaman að halda
niðri í mér andanum og kafa,“ segir
María Birta. „Ég skellti mér á nám-
skeið og það gekk svona glimrandi
vel, mikið betur en ég bjóst við. En
það er vegna þess að ég á mjög auð-
velt með að þrýstijafna eyrun á mér.
Margir eiga erfitt með að fara svona
djúpt niður og losa spennuna í eyr-
unum,“ segir María Birta og varð
strax ástfangin af sportinu.
„Þetta er eitthvað sem allir ættu
að læra. Þetta er magnað. Ég vissi
ekki að líkami minn gæti gert það
sem hann gerir þegar ég er í vatni.
Það er bara erfitt að lýsa þessu,
hvað maður lærir mikið á sinn eig-
in líkama í þessu sporti.“
Hélt hún myndi deyja
Dýpsta sem María Birta hefur far-
ið eru 42 metrar. „Ég þori nú alveg
að viðurkenna það, en kennar-
inn minn sagði mér það ekki fyrr
en deginum eftir, að ég mátti ekk-
ert fara neðar en tuttugu metra, en
ég vissi það ekki. Ég hélt ég mætti
bara prufa mig áfram. Ég var áður
búin að fara niður á 36 metra,“ seg-
ir María Birta og lýsir köfuninni.
„Ég fór niður og mér leið alveg
rosalega vel, köfunin var búin að
ganga mjög vel,“ segir María Birta
og heldur áfram: „Ég var ekkert að
pæla í hvaða dýpt ég væri að fara.
Ég var með lokuð augun og toga
mig niður. Síðan sneri ég mér við
og sá töluna 38 við hliðina á mér.
Ég trúði þessu ekki og vissi að það
væri stutt í botninn. Það voru tíu
mínútur í lokun á sundlauginni og
ég ákvað að skella mér niður. Ég
togaði mig niður, snerti botninn
og spyrnti mér síðan upp. Um leið
og ég spyrnti mér upp hugsaði ég:
„Vá, þetta voru mikil mistök, þú ert
að fara að drukkna,““ segir María
Birta og hlær.
„Þetta var það fyrsta sem ég
hugsaði. „Þetta var aðeins of langt,
María mín.“ En svo var ég bara
„jæja, ekki hugsa um þetta. Þú
varst að æfa björgun og það eru
allir þarna uppi að horfa á þig og
voru líka að æfa björgun. Þannig
þegar þú drukknar, vertu komin
eins nálægt toppnum og þú get-
ur.“ Ég hélt áfram að synda í ró-
legheitunum og alla leiðina upp
var ég að segja mér sjálfri að hætta
að panika og hugsa það versta. Því
maður notar loftið þegar maður er
að hugsa svona mikið. Svo allt í María Birta um lífið og leiklistina í Hollywood - Bregður sér í glænýtt hlutverk glímukappa -
Sér ekki eftir neinu - „Það var algjört djók og þannig er allt líf mitt og hefur alltaf verið“
María Birta á setti FLOW – Fabulous Ladies Of
Wrestling. Mynd: Instagram/@mariabirta
María Birta elskar að vera í vatni og segir
fríköfun skemmtilegt sport.
Mynd: Instagram/@mariabirtaMaría Birta í Óróa.
Hamingjusöm hjón. Mynd: Instagram/@mariabirta