Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Síða 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 5. júlí 2019
einu tek ég eftir því að ég er komin
á fjórtán, fimmtán metrana, þá eru
lungun orðin aftur nógu stór til að
vinna með mér eins og loftblaðra
og toga mig upp. Þegar ég finn að
ég er farin að lyftast upp þá finn ég
að ég næ á toppinn. En það var al-
veg smá panik þarna neðst niðri. Ó
mæ god, þetta var klikkað.“
Athyglin eftir Óróa
María Birta vakti mikla athygli eft-
ir leik sinn í Óróa og skaust upp á
stjörnuhimininn á Íslandi eftir að
hafa leikið í Svartur á leik. Hún
segir athyglina sem hún fékk eftir
Óróa hafa verið óþægilegri en sú
sem hún fékk eftir Svartur á leik.
„Mun óþægilegri. En það var
kannski að ég bjóst ekki við þessari
athygli eftir Óróa, engan veginn. Ég
vaknaði bara einn daginn, þetta er
það sem er svo fyndið við að vera í
blöðunum, að þú veist ekkert fyrr
en þú sérð blaðið til sölu í Bónus.
Ég vakna einn daginn og á forsíðu
Séð og heyrt stóð „Kynþokkafyllsti
Íslendingurinn“ og svo stór mynd
af mér. Það var svona: Guð minn
almáttugur, hvað er í gangi hérna?
Vinir mínir voru mjög duglegir að
gera bilað grín að mér,“ segir Mar-
ía Birta.
„En öll sú athygli, því ég var
svo engan veginn undirbúin fyr-
ir hana, fannst mér mjög óþægi-
leg. Ég var kannski aðeins meira
tilbúin þegar Svartur á leik kom
út en ég fór samt til Bretlands í
þrjá mánuði daginn eftir frumsýn-
ingu.“
Nektaratriðið
María Birta lék í nektaratriði í
Svartur á leik. Hún segist ekki hafa
fengið neikvæð viðbrögð nema frá
einni manneskju.
„Það var ein stelpa sem fannst
atriðið vera niðurlægjandi. Og ég
er engan veginn sammála,“ segir
María Birta. „Þetta var gróft atriði
og ég geri mér grein fyrir því, en
það var ástæðan fyrir því að ég fíla
atriðið. Af því að ég var alveg sam-
mála Óskari leikstjóra þegar hann
sagði að hann vildi að þetta væri
alveg eins og þetta er. Því þetta er
ekki fallegur heimur.“
Henni fannst ekki erfitt að vera
nánast nakin allan tímann. „Þetta
er bara eins og hver önnur vinna
fyrir mér. Ég kippi mér ekki upp
við það að ég sé nakin eða aðrir
séu naktir, enda erum við fyrir mér
ekki mjög nakin. Það að ég sé ber-
brjósta þýðir ekki að ég sé nakin.“
Í kókópöffs-baði með Ólafi
Darra
Aðspurð hvað sé það undarleg-
asta sem hún hefur lent í eða gert
á leiklistarferlinum á María Birta
erfitt með að ákveða.
„Jii … ég þarf aðeins að hugsa
þetta. Það er mjög margt sem hef-
ur verið mjög skrýtið. Ætli það
skringilegasta sé ekki þegar ég og
Ólafur Darri fórum í mjólkurbað
með kókópöffs. Og sú sena var
klippt út úr myndinni, hún hefur
örugglega verið aðeins of skrýt-
in. En við vorum með skeiðar að
borða kókópöffs í baði. Mjög spes,“
segir María Birta og vísar í kvik-
myndina XL.
Dr. Phil reiður náungi
Við báðum Maríu Birtu um að
segja okkur hvaða stjarna hafi
komið henni á óvart fyrir að vera
vingjarnleg og óvingjarnleg.
„Dwayne Johnsson er einn
vingjarnlegasti náungi í heimin-
um. Hann er þekktur fyrir að vera
mjög indæll og maður sá það. Ég
spjallaði ekkert við hann en að
sjá hann á setti, hann er ógeðs-
lega fyndinn og yndislegur. Það er
ástæðan fyrir því að honum geng-
ur svona vel líka, hann er nátt-
úrulega sjarmerandi,“ segir María
Birta.
„Ég trúi ekki að ég sé að fara
að segja þetta en Dr. Phil er ekk-
ert ofboðslega næs gaur,“ segir
María Birta og hlær. „Ég hef hitt
hann nokkrum sinnum. Við búum
við hliðina á Paramount Studios
og ég hef yfir þrjátíu sinnum hitt
hann. Konan hans er yndisleg og
allir aðrir í fjölskyldunni hans en
ekki hann. Hann er kominn með
ógeð, vinnur hrikalega mikið og
svo stingur hann af til Frakklands.
Hann er alltaf þar á sumrin,“ seg-
ir María Birta. Hún segir hann
ekki vera dónalegan heldur reið-
an mann.
„Hann er kominn með ógeð
af þessu, held ég. Svo er hann
kannski bara rosalega næs heima
hjá sér, en að sjá hann á setti. Um
leið og það er öskrað CUT þá verð-
ur hann alveg brjálaður.“
Pankynhneigð í hjónabandi
María Birta tilgreinir sig sem
pankynhneigða og hefur verið gift
listamanninum Ella Egilssyni síðan
árið 2014.
„Ég hef alltaf laðast að
persónuleikum en hafði aldrei heyrt
um pankynhneigð fyrr en ég var 21
árs,“ segir María Birta. Þegar María
Birta giftist Ella héldu margir að hún
væri „orðin gagnkynhneigð“.
„Það fór rosalega í taugarnar á
mér. Ég á ofboðslega marga vini í
samkynhneigðum samböndum
og skilgreina sig sem alls konar.
Að sjá að um leið og ég var ekki
sýnilega með hinu liðinu þá bara
allt í einu hegða sér allir öðru-
vísi við mig. Mér finnst ég njóta
allra þeirra forréttinda í lífinu sem
ég fékk ekki þegar ég var að hitta
kvenmann. Það var bara pirrandi
að taka eftir því. Fólk sættir sig bet-
ur við mig eftir að ég giftist Ella,“
segir María Birta.
„Mér finnst fyndið þegar fólk
segir við mig að það hafi grun-
að að ég væri gagnkynhneigð og
þetta hafi bara verið tímabil áður
en ég giftist Ella. Þá segi ég oft:
„Já, þegar þú byrjaðir með mann-
inum þínum, var það þá þegar þú
varðst gagnkynhneigð? Ég hef oft
sagt þetta, mér er alveg sama þó
ég móðgi einhvern. Þetta er svo
þröngsýnt að halda að ég breyti
um kynhneigð við það að kynn-
ast einhverjum þegar þú gerir það
ekki. Þetta er svo heimskulegt,
ætla að leyfa mér að segja það.“
María Birta og Elli kynntu-
st á Facebook. María Birta sendi
á hann fyrirspurn um málverk og
aðeins tíu dögum seinna voru þau
byrjuð saman. „Við vorum ekki
einu sinni búin að hitta hvort ann-
að en við urðum strax svo brjálæð-
islega ástfangin,“ segir María Birta.
Engin eftirsjá
Við spurðum Maríu Birtu hvort
hún sjái eftir einhverju og hún
svarar neitandi.
„Nei. Ég myndi ekki segja það,“
segir María Birta og segir að allt
sem hafi gerst hafi leitt hana þang-
að sem hún er í dag.
„Sú hugmynd að ég sé orðin at-
vinnuglímukappi er sprenghlægi-
leg. Elli er stundum bara: „Hvað
er að gerast?“ En það var algjört
djók og þannig er allt líf mitt og
hefur alltaf verið. Það kemur ein-
hver upp að mér og spyr hvort ég
vilji prufa eitthvað, og svo allt í
einu er ég í því alla daga. Þannig
kom fyrsta hlutverkið. Baldvin Z
og Ingibjörg Reynis báðu mig að
koma í einhverja prufu. Ég fór í
prufu upp á djókið og fékk hlut-
verkið,“ segir María Birta og vísar
í Óróa.
„Svo er ég bara orðin leikkona.
Svona hefur allt líf mitt verið. Það
er ekki hægt að sjá eftir neinu.
Þetta átti allt saman að gerast.“ n
Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum
SVEFNSÓFI PIU YARIS SVEFNSÓFI
Verð nú 369.900 kr. Verð nú 154.900 kr.
„Sú hugmynd
að ég sé orðin
atvinnuglímu-
kappi er
sprenghlægileg“
María Birta fyrir Svartur á leik.
María Birta og Elli
Egilsson. Mynd:
Instagram/@
mariabirta
María Birta í
sólinni í Los
Angeles. Mynd:
Instagram/@
mariabirta