Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Qupperneq 32
32 5. júlí 2019FRÉTTIR
Á
dögunum stofnuðu þær
Anna Lotta Michaelsdóttir,
Elísabet Ýr Atladóttir, Helga
Þórey Jónsdóttir og Sóley
Tómasdóttir málfrelsissjóð með
það að markmiði að geta staðið við
bakið á þeim konum sem dæmdar
verða fyrir ærumeiðingar vegna
baráttu sinnar gegn kynbundnu
ofbeldi. Tímasetning sjóðsins er
ekki handahófskennd og stofn-
uðu þær hann í kjölfar dóms sem
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og
Oddný Arnardóttir hlutu vegna
ummæla sem þær létu falla um
tvo menn í Hlíðamálinu.
Augljóst að verið er að þagga
niður í þolendum
Blaðakona hafði samband við þær
Önnu, Elísabetu og Sóleyju og
ræddi við þær um ástæðu sjóðs-
ins, baráttu þeirra í femínískum
málefnum, þöggun þolenda og
aktívista og hvaða breytingu þær
vilja sjá í samfélaginu.
„Mér misbauð og mis-
býður enn svo hrapal-
lega hvernig þessi
dómur fór. Maður
hefur bæði fylgst
með þessu lengi
og alist upp sem
kona á þessu
landi, vaxað hér
og þroskast.
Maður hef-
ur alveg séð
hversu lítið
vægi við erum
að fá og ef það
er dæmt í of-
beldismálum, sem er aðeins gert í
brotabroti af málum, þá er það yf-
irleitt skilorðsbundið eða fangelsi
í einhverja örfáa mánuði og svo
að borga einhverja örfáa þúsund-
kalla. Þetta er svo rosalega stórt
dæmi og svo fordæmisgefandi.
Ég túlka þetta þannig að
ég megi ekki tjá mig og tek því
sem algjörri þöggun. Það gefur
augaleið að verið er að þagga nið-
ur í þolendum og tók ég þessu tví-
mælalaust þannig af því að hingað
til hefur ekki verið svona borð-
leggjandi fordæmi fyrir því að
réttarkerfið ætlaði að refsa ein-
hverjum fyrir það eitt að trúa
því sem fram kemur. Og
í þessu máli er ekki
einu sinni verið að
reyna á það að
trúa því sem fram
kemur þegar ein-
hver sakar ein-
hvern annan um
ofbeldi á netinu
heldur bókstaf-
lega bannað að
hafa það eft-
ir fréttaflutn-
ingi um atvik-
ið. Hvernig er
hægt að túlka
það öðruvísi en þöggun? Hvar má
maður þá tala um þetta? Ef það er
einungis á bak við lokaðar dyr við
sína allra nánustu og yfirvaldið má
aldrei heyra þig tala um þetta þá
fáum við ekki neinu breytt. Þetta
er eina almennilega andsvarið við
því sem gerðist,“ segir Anna Lotta,
aðspurð um ástæðu þess að hún
ákvað að taka málefnið að sér.
Kom ekki annað til greina en að
taka skýra afstöðu
Elísabet Ýr tekur undir orð Önnu
og segir hún að á meðan kon-
ur megi ekki tala um það ofbeldi
sem þær séu beittar þá sé það eitt
mikilvægasta málefnið til þess að
tækla.
„Málefni þolenda eru ein
stærsta hagsmuna- og réttinda-
barátta kvenna. Fyrir mér segir
það sig sjálft að svo lengi sem kon-
ur hafa ekki frelsi til þess að lifa
án ofbeldis og fá ekki einu sinni
að tala um ofbeldið sem þær eru
beittar, þá hlýtur það að vera eitt-
hvert mikilvægasta málefnið sem
við þurfum að tækla. Svo lengi
sem samfélagið telur það í lagi að
beita konur ofbeldi, sama hvernig
ofbeldið er afsakað eða „útskýrt“,
þá eru konur ekki frjálsar. Dóm-
arnir í málum Hildar og Oddnýjar
staðfestu enn frekar hvað við erum
í raun komin stutt þrátt fyrir allt.
Það kom ekki annað til greina en
að taka skýra afstöðu og gera eitt-
hvað í málunum,“ segir Elísabet.
„Eftir að dómarnir féllu gegn
Hildi og Oddnýju þá spratt þessi
hugmynd einu sinni sem oftar
upp. Auðvitað eru konur og jaðar-
sett fólk orðið langþreytt á því að
vera þaggað niður og að tilraun-
ir fólks til þess að beita sér fyrir
aukinni sanngirni í samfélaginu
séu þaggaðar niður með öllum
tilteknum ráðum. Núna undan-
farið hefur það færst í aukana að
réttarkerfinu sjálfu sé beitt sem
kúgunartæki gegn fólki sem er að
reyna að breyta. Það á ekki bara
við um kynferðisofbeldi. Við sjá-
um þetta líka í máli Þórhildar
Sunnu og Báru. Við sjáum þetta
aftur og aftur. Þetta er kerfislæg
aðför að fólki sem gagnrýnir kerf-
ið. Við vildum stofna þennan sjóð
þar sem það er nóg álag á konum
sem eru að beita sér gegn kyn-
bundnu ofbeldi í samfélaginu
án þess að við bætist fjárhagsleg
kúgun. Upphæðin sem konurn-
ar þurfa að borga eru þannig að
fæst fólk ræður við að borga þær.
Við reynum því að taka þá pressu
af konum að þær geti talað frjáls-
ar án þess að eiga á hættu að þurfa
að verða gjaldþrota,“ segir Sóley og
augljóst er að konurnar eru allar
komnar með nóg af þeirri þöggun
sem þær telja þolendur verða fyrir.
Vilja að þolendur njóti sama
málfrelsis og aðrir
Þær segja miklar breytingar þurfa
að eiga sér stað og að málfrelsis-
sjóðurinn sé aðeins hluti af stærri
byltingu. Segist Elísabet vonast til
þess að þolendur geti notið sama
málfrelsis og aðrir svo að þær þurfi
ekki að lifa lífi sínu í þögn vegna
þeirra brota sem þær hafi lent í.
„ Að fólk hafi frelsi til að tala um
ofbeldið sem það var beitt, og að
almenningur allur hafi þann rétt
að ræða þessi málefni án þess að
eiga á hættu á að vera hótað mál-
sóknum. Við vonumst til þess að
æra gerenda hætti að teljast dýr-
mætari en málfrelsi þolenda. Það
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is
„VERSTI ÓVINUR ÞOLENDA ER ÞÖGNIN“
n Nýstofnaður Málfrelsissjóður hluti af stærri byltingu n Stofnendur mótmæla því að réttarkerfi sem var sett á fót fyrir forréttindakarla af forréttindakörlum viðhaldi sér
„Svo lengi sem sam-
félagið telur það í
lagi að beita konur ofbeldi,
sama hvernig ofbeldið er
afsakað eða „útskýrt“, þá
eru konur ekki frjálsar
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is
Sóley Tómasdóttir / Mynd: DV