Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Síða 34
34 PRESSAN 5. júlí 2019 S amsæriskenningar hafa í gegnum tíðina vakið mik- inn áhuga hjá fólki um allan heim, flestir hafa til dæm- is heyrt kenningar um að John F. Kennedy hafi verið myrtur af bandarísku ríkisstjórninni og að menn hafi aldrei lent á tung- linu. Í áranna rás hafa komið fram margar samsæriskenningar um bresku konungsfjölskylduna, illa hefur gengið að sanna þess- ar kenningar, eins og oft vill vera með samsæriskenningar. Þrátt fyr- ir skort á sönnunum vekja kenn- ingar þessar mikla athygli og það þarf ekki meira til en snögga leit á netinu til að finna flóknustu og undarlegustu kenningarnar um elstu kóngafjölskyldu í heimi. Við höfum tekið saman nokkrar af þessum samsæriskenningum. Karlkyns staðgengill Samsæriskenningarnar um bresku kóngafjölskylduna ná langt aftur. Ein þeirra fjallar um Elísabetu 1, sem var drottning á árunum 1558 til 1603. Hún er meðal annars þekkt fyrir langa valdatíð sína og var oft kölluð meydrottingin, þar sem hún gifti sig aldrei. Hún átti marga biðla á meðan hún var við völd, en neitaði alltaf að giftast. Hún sagðist þegar vera gift, hún væri gift konungsríkinu. Margir töldu um tíma að ástæða þess að hún giftist aldrei hafi verið líffræðileg, hún hafi nefnilega ver- ið karlmaður. Kenningin gekk út á það að Elísabet hafi látist í barn- æsku og að barnfóstrur hennar hafi fundið dreng sem settur var í hlutverk Elísabetar. Enginn á að hafa fengið að vita af þessu ráða- bruggi, ekki einu sinni konungur- inn. Síðar hefur komið í ljós að ástæðan fyrir þessari kenningu var að vegna leiðtogahæfileika hennar og gáfnafars hlyti hún að hafa ver- ið karlmaður. Með yfirgnæfandi magni sannana hefur verið sýnt fram á að kenning þessi átti ekki við rök að styðjast og að hún hafi mismunað konum. Brúðkaup með leyndum tilgangi Núlifandi meðlimir kóngafjöl- skyldunnar hafa fengið sinn skerf af samsæriskenningum. Heimurinn fylgdist með þegar Harry prins gekk að eiga Meghan hertogaynju í maí árið 2018. Prinsinn, sem vakti oft mikla hneyklsan fólks á ungdóms- árum sínum, var nú loksins að ró- ast og var tilbúinn til að stofna fjöl- skyldu. Parið eignaðist í maí á þessu ári sitt fyrsta barn, þegar sonur þeirra, Archie Harrison, kom í heiminn. Það lítur semsagt allt út fyrir að hjónin séu búin að ná tökum á hinu nýja lífi. En þó eru einhverjir sem velta því fyrir sér hvort hjónabandið sé byggt á lygum. Það eru nefnilega einhverjir sem halda því fram að hjónabandið sé hluti af stærra sam- særi. Þeir sem aðhyllast þessa kenn- ingu segja að þetta sé hluti af áætl- unum Breta til að ná aftur völdum í Bandaríkjunum. Þar sem sonur Harry og Meghan er bandarískur ríkisborgari getur hann orðið for- seti Bandaríkjanna og verið á sama tíma í bresku erfðaröðinni. Þetta sé snilldarbragð Breta til að ná fram vilja sínum. Sá galli er þó á þessari kenningu að það dugir ekki að vera bandarískur ríkisborgari til að verða forseti, viðkomandi þarf að vera fædd/ur í Bandaríkjunum. Óskilgetið barn Kenningin um hjónaband Harry og Meghan er ein þeirra vægustu sem fram hafa komið, í gegnum tíðina hafa komið fram margar flóknari samæriskenningar um bresku konungsfjölskylduna. Maður að nafni Robert Brown hefur áratugum saman haldið því fram að hann sé óskilgetinn sonur Margrétar prinsessu. Prinsessan, sem var yngri syst- ir Elísabetar drottningar, átti að hafa átt í leynilegu ástarsambandi við starfsmann kongungsfjöl- skyldunnar. Robert Brown heldur því fram að hann hafi fæðst inn í konungsfjölskylduna árið 1955 og hafi verið sendur í burtu eftir að ástarsambandinu lauk. Brown er sagður hafa eytt mikl- um fjármunum í að sanna mál sitt, árið 2015 á hann að hafa reynt að fá málið tekið upp í hæstarétti. Það hefur ekki tekist enn og margir ef- ast um mál hans. Konungleg vampíra Karl Bretaprins hefur líka feng- ið sinn skerf af samsæriskenning- um. Ein kenninganna um Karl pr- ins af Wales er afar sérstök. Þar er því haldið fram að hann sé vamp- íra, eða að minnsta kosti afkomandi vampíru. Samkvæmt kenningu þessari er hinn rúmlega sjötugi pr- ins fjarskyldur ættingi Vlad III, hers- höfðingja og fursta í furstadæminu Valakia, í núverandi Rúmeníu. Þegar Bram Stoker skrifaði bók sína um vampíruna Dracula var fyrrnefndur fursti innblástur hans og þar með hafa samsæriskenn- ingasmiðir fundið tengingu á milli prinsins og þessa fjarskylda ætt- ingja. Vampírur eiga að vera við- kvæmar fyrir sólarljósi, en það er eitthvað sem tengt hefur verið við Karl Bretaprins og konungsfjöl- skylduna. Purpuraveiki (e. porp- hyria) er nefnilega arfgengur sjúk- dómur sem herjað hefur á bresku konungsfjölskylduna. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi eru haldnir ljósfælni og fá útbrot af völdum sólarljóss. Vangaveltur um stað- göngumæðrun Vangaveltur hafa verið uppi um það hvort Kate hertogaynja hafi í raun gengið með sitt annað barn. Margir hafa haldið því fram að hertogaynjan hafi notast við staðgöngumóður. Ástæðan fyr- ir þessari tilteknu samæriskenn- ingu er sú að hún hafi litið of vel út eftir fæðinguna til að hafa get- að fætt sjálf. Er því einnig haldið fram að hertogaynjan hafi notað falskan óléttumaga meðan á með- göngunni stóð. Falskur afturendi Yngri systir hertogaynjunnar, Pippa Middelton, hefur einnig fengið að kenna á samsæriskenningunum. Hún stal senunni við brúðkaup systur sinnar og Vilhjálms prins og beindist athyglin aðallega að aftur- enda hennar. Hin 34 ára gamla Pippa leit nefnilega svo vel út í þröngum hvít- um kjól þegar hún var á leið inn í kirkjuna. Því hefur verið haldið fram að bakhluti hennar hafi ekki verið ekta, þetta hafi verið sjónhverfing og að hún hafi nýtt tækifærið til að sýna heimsbyggðinni bakhlutann. Umdeilt ástarsamband Það gekk lengi orðrómur um það að Díana prinsessa hafi í raun átt Harry með elskhuga sínum, James Hewitt. Díana viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við Hewitt og að sambandið hafi varað í fimm ár. Breska þjóðin reiknaði það út að sambandið hafi hafist um það bil sem Díana varð ólétt að Harry. Einnig hafa margir bent á það að Harry prins og James Hewitt séu sláandi líkir. Hewitt hefur alltaf neitað því að hann sé faðir Harry, hann neitar því ekki að þeir séu lík- ir en heldur því fram að Harry hafi verið farinn að ganga þegar ásta- samband Hewitt og Díönu hófst. Samkvæmt Hewitt hitti hann prinsessuna ekki fyrr en árið 1986, þegar Harry var tveggja ára gam- all. Því hefur einnig verið haldið fram að gerð hafi verið DNA-rann- sókn til að skera úr um hvort Karl Bretaprins sé í raun faðir hins rauð- hærða Harry. n VÖRUR Í BOÐI TIL MERKINGA STUTTERMABOLIR POLOBOLIR HETTUPEYSUR PEYSUR HÚFUR HANSKAR BARNAPEYSUR BARNABOLIR Malarhöfða 2 5813330 EIGUM ALLAR TEGUNDIR OG LITI AF FYRIRTÆKJAFATNAÐI SAUMASTOFA.ISLANDS@GMAIL.COM Klikkaðar samsæriskenningar um bresku konungsfjölskylduna n Konunglega vampíran Karl n Hjónaband Meghan og Harry hluti af valdatafli Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Meghan, Harry og Archie litli. Karl Bretaprins. MYND:WIKIMEDIA COMMONS Kate og Vilhjálmur ásamt börnunum sínum þremur. Díana og Karl á brúðkaups- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.