Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Qupperneq 38
38 5. júlí 2019 Kvennadrápstal (The Femicide Census) er gagnabanki sem heldur utan um upplýsingar yfir fleiri en þúsund konur sem myrtar hafa verið af karlmönnum á Englandi og í Wales frá árinu 2009. Um er að ræða nýstárlegt verkefni sem miðar að því að sýna skýrari mynd af banvænu ofbeldi karla gegn konum með nákvæm- um mælingum og greiningu. SAKAMÁL Þ rátt fyrir langar og ítarlegar rannsóknir lögreglunnar, þá eru þessi óhugnanlegu morðmál, sum sem ná allt aftur til áttunda áratugarins, enn að valda lögreglunni heilabrot- um. Aðstandendur eru enn í sár- um og vita ekki hver er ábyrgur fyrir morðinu á ástvinum þeirra og möguleiki er á að morðingjarnir gangi enn frjálsir sinna ferða. MailOnline á vefsíðunni DailyMail fór yfir 15 óleyst morð- mál í Bretlandi með það að mark- miði að reyna að finna og koma lögum yfir morðingjana. Hér er fyrsti hluti af þremur. Jill Dando Eitt þekktasta óleysta málið er morðið á Jill Dando. Dando var kynnir þáttanna Crimewatch og var hún skotin árið 1999 fyrir utan íbúð sína í Fulham í Vestur- -London. Hún var 37 ára. Dando var skotin einu skoti í höfuðið. Nágrannar fundu hana sitjandi við útidyrahurð sína í blóðpolli. Á öryggismyndavélum sást bláum Range Rover keyrt í burtu á miklum hraða, en bílnum hafði verið lagt í götunni þar sem Dando bjó. Morðið var rannsakað af Scotland Yard og Barry George, atvinnulaus einfari, var handtek- inn fyrir morðið í júlí árið 2001. Hann áfrýjaði og málið var endur- upptekið og hann var sýknaður af kviðdómi í ágúst 2008. Grunur hefur alltaf leikið á að Dando hafi verið myrt af leigu- morðingja. Lögreglunni hefur ekki enn tekist að leysa málið, áratug eftir að George var látinn laus. Í nýlegri yfirlýsingu frá lög- reglunni segir: „Lögreglan hefur rannsakað til fulls aðstæðurnar í morðinu á Jill Dando. Tvö rétt- arhöld hafa farið fram og rann- sóknin hefur verið yfirfarin innan lögreglunnar. Ef nýjar upplýsingar munu koma fram í málinu, þá verða þær rannsakaðar.“ Suzy Lamplugh Suzy Lamplugh var 25 ára þegar hún hvarf. Hún yfirgaf skrifstofu sína árið 1986 til að sýna manni, sem gekk undir nafninu Herra Kipper, hús í Fulham í Vestur- -London. Daginn eftir hvarf hennar fannst Ford Fiesta-bifreið hennar tæpum tveimur kílómetrum frá. Lamplugh var lýst látin, líklega myrt, átta árum seinna, árið 1994. Síðast sást til hennar þar sem hún reifst við karlmann á Shurrold- -vegi í Fulham, en síðan fór hún burtu í bifreið með manninum. John Cannan, sem er með fyrri dóma fyrir kynferðisbrot og morð, var yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og er hann efstur á lista yfir grunaða í máli Lamplugh. Þremur dögum áður en hún hvarf var Cannan látinn laus úr Wormwood Scrubs-fangelsinu, þar sem hann hafði afplánað sex ára fangelsi fyrir nauðgun. Árið 1989 hlaut hann lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð á hinni nýgiftu Shirley Banks í Bristol. Cannan komst aftur efst á lista yfir grunaða vegna máls Lampl- ugh í október á síðasta ári þegar rannsóknarlögregla reif upp ver- önd á fyrrum heimili Sheilu, móð- ur hans, í Sutton Coldfield. Núver- andi eigandi lýsti því yfir að fyrir 15 árum síðan hefði teymi á vegum lögreglunnar eytt sex mánuðum í að rannsaka verönd í hinum enda sama bakgarðs. Þrátt fyrir að leit- að hafi verið í seinna skiptið í tvær vikur eftir sönnunargögnum fund- ust engin slík. Cannan situr sem fyrr segir í fangelsi fyrir nauðgun og morð, en ekki er hægt að ákæra hann vegna morðsins á Lamplugh þar sem lík hennar hefur ekki fundist. Eve Stratford Eve Stratford vann sem kan- ína í Playboy-klúbbi í Park Lane í London. Kvöldið 18. mars árið 1975 var henni nauðgað og hún myrt á heimili sínu. Kær- asti hennar, Tony Priest, söngvari poppsveitarinnar Onyx, fann hana skorna á háls, en hún hafði verið stungin átta til tólf sinnum. Rann- sóknarlögreglumenn telja að hún hafi þekkt morðingja sinn og því boðið honum inn á heimili henn- ar og Priest. Að kvöldi til, sex mánuðum seinna, þann 2. september, var Lynne Weedon, 16 ára, nauðgað á hrottalegan hátt í húsasundi ná- lægt heimili sínu í Hounslow. Hún fannst næsta dag við nálæga lest- arstöð, en lést stuttu seinna af sár- um sínum. Colin Sutton, fyrrverandi lög- reglumaður, telur að þriðja kon- an, Lynda Farrow, sem var stungin til bana með hnífi á heimili sínu fjórum árum seinna, árið 1979, sé fórnarlamb sama morðingja. Morðin á Stratford og Weedon voru tengd saman árið 2007 eft- ir að sama DNA fannst á báð- um fórnarlömbum, en konurn- ar þekktu ekki hvor aðra og engin tengsl voru á milli þeirra. Lögreglan hefur upplýst að það Við mælum rafgeyma og skiptum um H ra ðþjónusta Allir út að hjóla Eitt mesta úrval landsins í allar gerðir faratækja TUDORmeð Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515 „ÓLEYSTUM MORÐMÁLUM ER ALDREI LOKAГ n Morðmál sem enn valda lögreglunni í Englandi heilabrotum Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Barry George, atvinnulaus einfari, var handtekinn fyrir morðiðí júlí 2001. Hann var seinna sýknaður. Tony Priest, kærasti Eve Stratford, fann hana skorna á háls að kvöldi 18. mars 1975.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.