Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Qupperneq 44
44 FÓKUS 5. júlí 2019
„ÉG SEGI JÁ VIÐ NÝJUM TÆKIFÆRUM OG SÍÐAN GERAST HLUTIRNIR“
Tvær hliðar Victors Guðmundssonar læknanema og plötusnúðs
T
ónlistin hefur verið rauði
þráðurinn í lífi læknanem-
ans Victors Guðmundsson-
ar, sem dvelur núna heima
á Íslandi þar sem hann starfar á
bráðamóttöku Landspítalans og
semur tónlist þess á milli. Hann
á vinsælasta lag Íslands um þess-
ar mundir, Sumargleðin, sem jafn-
framt er fyrsta lagið sem hann
gefur út í samstarfi við aðra. Vict-
or segir að mikilvægast sé að taka
fagnandi á móti nýjum tækifær-
um.
„Ég var að klára fimmta árið,“
segir Victor, sem er 28 ára gam-
all og stundar nám við læknaskól-
ann Jessenius Faculty of Med-
icine í Slóvakíu. Sjötta árið getur
hann tekið að hluta til hér heima
og mun hann ljúka lyflækningum
og skurðlækningum á Akureyri, en
síðan tekur hann kven- og barna-
lækningar í Slóvakíu. „Svo er það
ein ritgerð, kandídatsárið og að
lokum sérhæfing.“
Hann er fæddur í Stuttgart í
Þýskalandi þar sem foreldrar hans
voru að læra, en flutti heim eins
árs gamall og fyrir átta árum síð-
an flutti fjölskyldan til Noregs, þar
sem faðir hans starfar sem verk-
fræðingur og móðir hans vinnur á
leikskóla. Systir Victors, Eva Mey,
var að ljúka fyrsta ári í læknisfræði
við sama skóla og hann.
„Mig langaði bara að prófa eitt-
hvað nýtt,“ segir Victor aðspurður
um af hverju hann valdi Slóvakíu.
„Ég er kannski öðruvísi en flestir
því að fjölskylda mín býr erlendis
og ég var svolítið rótlaus hér á Ís-
landi þannig að ég hugsaði með
mér af hverju ekki að prófa eitt-
hvað annað. Ég bjó í Noregi í eitt
ár, lærði norsku og hóf að undir-
búa mig fyrir inntökupróf í lækn-
isfræði, sem mig langaði alltaf í, en
ég var mjög opinn fyrir því að læra
erlendis. Fyrsta inntökuprófið var
í Slóvakíu, en ég náði því og sló
bara til, var búinn að lesa mér til
um landið og námið og leist vel á.“
Námið er á ensku og því skipti
ekki máli í fyrstu að Victor talaði
ekki tungumálið. „Við eigum hins
vegar að læra tungumálið jafnt og
þétt því á þriðja ári förum við inn
á spítala og þar eigum við að geta
talað við sjúklinga á slóvakísku,“
segir Victor og bætir við að honum
finnist gaman að hjálpa og vera
umkringdur fólki og því hafi lækn-
isfræðin legið vel við.
„Mín helsta fyrirmynd í lækn-
isfræðinni er afi minn, Frosti
Sigurjónsson, sem var þekktur
skurðlæknir hér heima. Við vor-
um miklir mátar, töluðum mikið
um læknisfræði og fleira. Ég fékk
stundum að vera með honum upp
á stofu og bara féll fyrir læknis-
fræðinni.“
Ætlar að sérhæfa sig í bráða-
lækningum
Victor starfar í sumar á bráðamót-
töku Landspítalans á Fossvogi og
er það í þriðja sinn sem hann er
þar. Deildin skiptist í G2 og G3,
og er Victor meira á þeirri síðar-
nefndu, á 2. hæð, þar sem bein-
brot, skurðir og fleira er með-
höndlað.
„Mér finnst fjölbreytnin
skemmtilegust. Á fjórða árinu í
náminu fékk ég að fara á bráða-
móttökuna í verknám og féll fyrir
þeirri deild, en þar er nóg um að
vera og frábær starfsandi. Ég er
ekkert stressaður að eðlisfari og
mér líður betur undir pressu held-
ur en þegar lítið er að gera. Í sumar
fæ ég að starfa sem aðstoðarlækn-
ir þar sem ég tek á móti sjúkling-
um og meðhöndla þá, en ber allar
mínar ákvarðanir undir vakthaf-
andi sérfræðing. Þetta er mikill
skóli og ég er alltaf að læra eitt-
hvað nýtt,“ segir Victor og bætir við
að draumasérhæfingin sé bráða-
lækningar, en heimilislækningar
komi líka sterklega til greina. „Þar
ertu að hitta fólk með allskonar
vandamál. Þú átt líka kost á að fara
út á land og ég sé það alveg fyrir
mér, vera á nýjum stað.“
Nýtur fulls stuðnings
kærustunnar
Dagbjört Guðjohnsen Guð-
brandsdóttir, kærasta Victors,
var að útskrifast úr læknisfræði
í Ungverjalandi núna í vor, en
þau kynntust fyrir þremur árum í
skíðaferð í Slovakíu sem skólarnir
héldu sameiginlega. „Hún er líka
með listræna hlið og hefur verið
að taka ljósmyndir og mála.
Við erum búin að vera í fjarsam-
bandi síðan við byrjuðum saman,
en við höfum keyrt í um fimm
klukkustundir á milli til að hitt-
ast. Núna verðum við saman á Ak-
ureyri, en hún tekur kandídatsár-
ið sitt þar. Hún hefur líka áhuga á
að sérhæfa sig í heimilislækning-
um þannig að við erum samstíga
og við erum dugleg að hvetja hvort
annað áfram,“ segir Victor og bæt-
ir við að þau sjái alveg fyrir sér að
vinna erlendis líka.
„Við ætlum að vera heima en
þar sem við höfum bæði búið er-
lendis sjáum við það alveg fyr-
ir okkur líka, við erum einhvern
veginn tilbúin í allt. Maður finn-
ur samt alltaf að rætur manns eru
heima á Íslandi og okkur líður vel
hérna.“
Íslendingum alltaf að fjölga í
Martin
Bærinn sem Victor býr í í Slovakíu
heitir Martin, lítill og vinalegur 60
þúsund manna bær að hans sögn,
þar sem allt er til alls í stuttu göngu-
eða hjólafæri. „Ég hjóla eða labba
hvert sem ég þarf, þetta er svona
radíus; skólinn, spítalinn, búðin,
miðbærinn. Fyrst var maður pínu
óviss og varð að bjarga sér, en um
leið og maður fer að læra inn á bæ-
inn og tungumálið þá byrjar þetta
að rúlla. Bæjarbúar taka manni
mjög vel og sérstaklega þegar mað-
ur lærir slóvakískuna.“
Martin er sannkallað-
ur stúdentabær og er íslensk-
um læknanemum alltaf að fjölga.
„Þetta hefur aukist verulega og í
dag eru yfir 100 læknanemar þar,
en meirihluti þeirra skilar sér heim
þegar þeir eru búnir að sérhæfa sig.
Mér finnst gaman að sjá að fólk er
farið að sækja erlendis í nám sem
það langar í – það er ekkert að láta
neitt stoppa sig.“
Leitar í tónlistina þegar mikil
pressa er
Tónlistaráhuginn hefur alltaf verið
til staðar hjá Victori. „Pabbi minn
er lærður píanóleikari og hann
smitaði mig svo rækilega að hann
kom mér í Tónlistarskóla Kópa-
vogs þegar ég var 10 ára hjá Kristni
Gestssyni, sem kenndi pabba líka,“
segir Victor sem lauk burtfarar-
prófi í júní árið 2011, þegar hann
var tvítugur, „sama ár og ég lauk
stúdentsprófi frá Verzló og foreldr-
ar mínir fluttu til Noregs, þannig
að það var mikið að gera þetta ár.
Píanónámið var rosalega góð-
ur skóli, ég var alltaf að æfa og tón-
leikar voru reglulega 1-2 sinni í
mánuði. Þannig að ég var orðinn
vanur því að koma fram og leið
vel. Þetta hefur hjálpað mér við
að koma fram og vera ekkert að
stressa mig á því,“ segir Victor sem
fékk rautt NORD-píanó í ferm-
ingargjöf frá foreldrum sem hann
er enn að nota og segist kunna
betur á í dag en þá.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Veðurguðinn Victor
og Ingó að hittast í fyrsta
skipti eftir útgáfu.
Sumargleðin
Plötuumslag lagsins.