Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Qupperneq 2
2 14. júní 2019FRÉTTIR
1982 – Argentínski herinn í borginni
Stanley í Falklandseyjum gefst upp.
Á þessum degi,
14. júní
1690 – Vilhjálmur III Englandskon-
ungur tekst á við forvera sinn, Jakob II
í Írlandi.
1730 – Ítalska tónskáldið Antonio
Sacchini fæddist.
1746 – Skoski stærðfræðingurinn Colin
Maclaurin lést.
1926 – Brasilía yfirgaf Þjóðabanda-
lagið.
áhugaverð söfn
Sum-
arið í ár
virðist ætla að
slá flest hitamet
og sumarbú-
staðirnir verða
því væntanlega
þétt setnir. Höf-
uðborgarbúar
þurfa þó ekki að
örvænta því að
fjölmörg söfn eru
í boði til að heim-
sækja, fræðast
og skemmta
sér í. Hér eru 5
áhugaverð söfn í
Reykjavík.
Kjarvalsstaðir
Kjarvalsstaðir hafa hýst
sýningar íslenskra og
erlendra listamanna síðan
þeir voru opnaðir árið 1973.
En verk Jóhannesar S.
Kjarvals hafa ávallt skipað
þar sérstakan sess.
Í maí síðastliðnum var sýn-
ing á verkum Kjarvals sem
nefnist „Gat ekki teiknað
bláklukku“ opnuð og mun
standa yfir til ársloka.
Á sama tíma var opnuð
sýning á verkum Sölva
Helgasonar sem nefndist
„Blómsturheimar“.
Upplagt er að koma við
á Kjarvalsstöðum, nóta
listarinnar og útsýnisins
en einnig er kaffihúsið þar
víðfrægt.
Árbæjarsafn
Árbæjarsafnið gamla er
eitt hentugasta safnið
fyrir barnafólk. Margar
sýningar eru í gangi, þar á
meðal leikfangasýningin
„Komdu að leika!“ sem er
gríðarvinsæl hjá yngstu
kynslóðinni. Þá er nóg
af leiktækjum á lóðinni,
húsdýr og ýmislegt annað
um að vera. Sérstaklega
vinsælt er þegar starfs-
fólkið bakar lummur með
rúsínum fyrir krakkana.
Önnur vinsæl sýning á
Árbæjarsafni er „Neyzlan
– Reykjavík á 20. öld“
þar sem skyggnst er inn í
neysluvenjur Íslendinga í
gegnum tíðina.
Grasagarðurinn
Grasagarðurinn í Laugar-
dalnum er nokkurs konar
blanda af lystigarði og
lifandi safni undir berum
himni. Garðurinn er rekinn
af Reykjavíkurborg og á
sér meira en hálfrar aldar
sögu.
Meginhlutverk garðsins
er fræðsla um umhverfið,
garðyrkju, garðamenningu
og fleira. Um 5000 plöntur
eru varðveittar í garðinum
í átta safndeildum og tek-
ið er á móti skólahópum
allt árið um kring.
Á sólríkum sumardögum
er einnig tilvalið að setjast
niður í kaffihúsinu Flóru og
fá sér hressingu.
Listasafn Einars
Jónssonar
Hnitbjörg, heimili Einars
Jónssonar, hefur staðið
eins og kastali í Þing-
holtunum lengur en flest
önnur hús þar um kring. Nú
hýsir það mörg af verkum
myndhöggvarans kunna.
Eins og flestir vita þá
prýða styttur Einars
borgina á mörgum stöð-
um. Má þar nefna styttuna
af Ingólfi Arnarsyni við
Arnarhól, Jóni Sigurðssyni
á Austurvelli og Jónasi
Hallgrímssyni í Hljóm-
skálagarðinum.
Hans fegurstu og jafn
framt magnþrungnustu
verk standa þó flest í
garði Listasafnsins. Má
þar til dæmis nefna Vernd
sem stendur í garðinum
miðjum.
Myntsafn
Seðlabankans
Myntsafn Seðlabanka
Íslands er falinn gimsteinn
í safnaflóru Reykjavíkur.
Safnið er í höfuðstöðvum
bankans við Kalkofnsveg
1. Safnið er ekki stórt en
aðgangur er ókeypis og vel
þess virði að líta inn.
Í myntsafninu má sjá
alla prentaða peninga og
slegnar myntir á Íslandi
síðan á átjándu öld. Auk
þess eru margar orður og
verðlaunapeningar þar til
sýnis, þar á meðal íslenska
fálkaorðan.
Safnið er ekki aðeins fyrir
fullorðna því þar má einnig
sjá veglegt safn af spari-
baukum síðustu áratuga.
Til dæmis Trölla, Bjössa,
Samma og Paddington.
N
ýlega kom út platan Al-
gleymi, önnur breiðskífa
black-metal hljómsveit-
arinnar Misþyrmingar. En
hún ku vera á meðal fremstu sveita
í nýrri tegund tónlistar, Icelandic
Black Metal. Platan fer vel af stað
og fellur gagnrýnendum vel í geð.
Sem dæmi lenti platan í ellefta
sæti á lista Billboard í flokknum
World Albums.
Þrjú ár í vinnslu
Platan Algleymi hefur verið nokk-
uð lengi í vinnslu en upptökur
hófust árið 2016. Þegar fyrsta út-
gáfa var tilbúin í upphafi ársins
2017 var hætt við útgáfu þar sem
hljómsveitarmeðlimir voru ekki
nógu ánægðir með útkomuna. Eft-
ir tvö og hálft ár til viðbótar er Al-
gleymi nú loksins fáanleg.
Platan var hljóðrituð af for-
sprakka sveitarinnar, sem kall-
aður er D.G. Var hún fullunn-
in til útgáfu í hljóðverinu Orgone
Studios í Bretlandi en upptöku-
stjóri var Jamie Gomez Arellano.
Um hönnun umslags sá myndlist-
armaðurinn Manuel Tinnemans,
sem hefur áður unnið með black
metal-hljómsveitum. Til dæmis
Deathspell Omega frá Frakklandi
og Urfaust frá Hollandi.
Misþyrming var stofnuð árið
2014 og ári seinna kom fyrsta plat-
an út, Söngvar elds og óreiðu.
Hefur hljómsveitin verið mjög
virk síðan í tónleikahaldi og kom
meðal annars fram á KEXPort
árið 2016, árlegri sumarhátíð Kex
Hostels á Skúlagötu.
Hátíð í Mosfellsbæ
Til að fylgja plötunni eftir mun
Misþyrming halda tónleikaferða-
lag um Evrópu frá september
næstkomandi. Þá kemur sveitin
einnig fram á hátíðinni Ascension
í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þar munu
koma fram þrjátíu hljómsveitir,
flestar black metal-sveitir, frá Ís-
landi og erlendis frá.
Auk Misþyrmingar munu með-
al annars koma fram Antaeus frá
Frakklandi, Gost frá Bandaríkj-
unum, Jupiterian frá Brasilíu og
Wlvennest frá Belgíu. Hátíðin er
haldin 13. til 15. júní.
Algleymi er nú aðgengileg á
Spotify, YouTube og fleiri streym-
isveitum en einnig geisladiskur
og vínylútgáfa. Síðar á árinu mun
platan koma út á kasettu. n
„Þegar fyrsta út-
gáfa var tilbúin í
upphafi ársins 2017 var
hætt við útgáfu þar sem
hljómsveitarmeðlimir
voru ekki nógu ánægðir
með útkomuna
Ný plata frá
Misþyrmingu
Ein virkasta sveit íslensks black metal
Misþyrming Mynd: Void Revelations.
Síðustu orðin
„Það er fallegt“
– Elizabeth Barrett Browning,
enskt skáld, 1806–1861.