Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Síða 24
Veitingablaðið 14. júní 2019KYNNINGARBLAÐ Goðsögulegir borgarar beint frá býli 900 Grillhús í Vest-mannaeyjum opnaði fyrir níu árum og hitti fljótlega í mark, enda er maturinn þar unninn úr úrvals hráefni og borgararnir koma beint frá býli. „Vestmannaeyingar eru afar duglegir að fara út að borða enda er þar úrval af góðum veitingastöðum. Eyjamenn eru líka duglegir að panta sér veitingar heim, og panta þá hvort heldur er pitsur eða hamborgara frá okkur,“ segir Fanný Rósa Bjarnadóttir. „Við erum afar þakklát fyrir góðan hljómgrunn meðal bæði heimamanna og ferðamanna sem sækja eyjarnar heim. Hingað koma mikið til heimamenn og erlendir ferðamenn, sérstaklega á sumrin, en svo þegar líður á verslunar- mannahelgi og Goslokahátíðina þá eru íslenskir Eyjagestir að sjálfsögðu dugleg- ir að koma við. Svo erum við alltaf með kokteil mánaðarins á góðum afslætti.“ Kjötið kemur beint frá býli 900 Grillhús býður upp á dýrindis hamborgara, dásamlegar flatbökur og djúsí steikur. „Hamborgararnir okkar eru víðfrægir, en kjötið úr þeim er ferskt gæðakjöt sem kemur beint frá Sogni í Kjós og er leitun að jafn bragðgóðum og flottum borgurum.“ Goðsögulegur humarborgari Humarborgarinn má með sanni segja að sé orðinn að goðsögn bæði í Eyjum og utan þeirra. „Hráefnið er úrvals enda kemur kjötið beint frá býli. Humarinn kemur frá fiskvinnslufyrirtækjunum í Eyjum, svo hann er 100% ferskur og ljúffengur. Bernaise-sósan sem er borin fram með borgaranum er gerð á staðn- um og mikill metnaður lagður í að allt sé sem best úr garði gert.“ „Við teljum okkur bjóða upp á bestu pitsurnar á Suðurlandi og þótt víðar væri leitað. En annars er alltaf best að prufa sjálfur,“ segir Fanný. Það eru allir velkomnir á 900 Grillhús! Vestmannabraut 23, 900 Vestmanna- eyjar Sími: 482-1000 Fylgstu með okkur á facebook: 900 Grillhús Nánari upplýsingar má finna á vefíðunni 900grillhus.is n 900 GRILLHÚS:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.