Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2019, Side 48
14. júní 2019
24. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Eru lista-
mannalaun
í Garðabæ?
*Egg leður wild/extreme
Egg klætt leðri
er á sérstöku
tilboðsverði*
Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
Tveir sérfræðingar
verða í verslun okkar
13. - 15. júní
afsláttur af
öllum pöntunum
frá Montana
15%
afsláttur af
TV einingum
frá Montana
20%
afsláttur af
öllum vörum frá Fritz Hansen
15%
Jónsmessugleði Grósku haldin í Garðabæ
Í
ellefta skiptið verður Jóns
messugleði myndlistarfélags
ins Grósku haldin í Garðabæ,
fimmtudaginn 20. júní, í sam
starfi við Garðabæ. Viðburður
inn er orðinn fasti í menningarlífi
bæjarins og má segja að bæjar
búar bíði í ofvæni. Listamenn úr
félaginu munu sýna verk sín en
auk þess verða gestalistamenn frá
Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi
og Blönduósi á sýningunni.
Að þessu sinni ber sýningin yf
irskriftina „Þræðir“ og verður það
þema sýningarinnar. Verkin verða
af ýmsum toga, málverk á striga,
innsetningar og fleiri tegundir af
list.
Jónsmessugleðin er umfangs
mesti viðburðurinn sem Gróska
stendur fyrir á almanaksárinu en
þann 22. maí hlaut félagið viður
kenningu á Menningaruppskeru
hátíð Garðabæjar í Sveinatungu
fyrir merkt framlag til menn
ingar og lista. Formaðurinn,
Laufey Jensdóttir, tók við viður
kenningunni og Gróskufélagar
fjölmenntu þangað og stóðu fyr
ir gjörningi og örmyndlistarsýn
ingu. Einkunnarorðin eru: gefum,
gleðjum og njótum.
Gróska hefur staðið fyrir ýms
um öðrum viðburðum, þar á
meðal sumarsýningu á Garða
torgi, dagana 25. apríl til 2. maí.
Að venju verður Jónsmessu
gleðin haldin við Strandstíginn í
Sjálandshverfi. En einnig teygir
dagskráin sig á aðra staði. Þar
á meðal Jónshús þar sem eldri
borgarar verða með málverkasýn
ingar og í Skapandi sumarstarf,
þar sem ungir listamenn verða
með atriði. Opið verður 19.30 til
22.00. Garðbæingar, jafnt sem
aðrir, eru hvattir til að fjölmenna
á staðinn og njóta listarinnar. Fallegt verk Ein af fjölmörgum
afurðum Grósku.
Fyrsta lag
Óróa
T
víeykið Órói hefur gef
ið út sitt fyrsta lag
sem ber nafnið Fley.
Það er baráttusöng
ur landnámskonunnar Auð
ar djúpúðgu. Auður fékk nóg
af stormasömu hjónabandi í
Noregi og lét því smíða fyrir sig
knörr úti í skógi á laun. Hún
fyllti knörrin af mannskap og
búfénaði og sigldi til Íslands.
Samkvæmt hljómsveitinni
fjallar texti lagsins um þær
samfélagslegu og andlegu
hindranir sem allir þurfa að
ganga í gegnum á lífsleiðinni.
Óróa skipa þau Sædís Harpa
Stefánsdóttir og Elvar Bragi
Kristjónsson. Þau eiga bæði
ættir að rekja til Hornafjarðar
en landnám Auðar var í Dölun
um við Breiðafjörð. Þau segja
að fleiri lög séu væntanleg og
stefnt sé að því að gefa út smá
skífu í haust.
Sindri gerði
það gott í
Uppsölum
S
indri Magnússon gerði
það gott á Norðurlanda
meistaramótinu í fjöl
þrautum sem fram
fór í Uppsala í Svíþjóð fyr
ir skemmstu. Vann hann þar
bronsverðlaun í tugþraut í
flokki 20 til 22 ára.
Þrír íslenskir keppendur
kepptu í flokknum og voru allir
nálægt því að hreppa verðlaun.
Fyrir lokagreinina, 1500 metra
hlaupið, voru Sindri og Ari Sig
þór Eiríksson næstum jafnir. En
Sindri vann þá grein og hljóp á
4:41,55 mínútum sem er hans
besti árangur. Tryggði hann sér
þar með bronsið með 6.183 stig
í heildina.