Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 4
4 21. júní 2019FRÉTTIR B ús í búðir er eitt lang- lífasta þrætuepli íslenskr- ar stjórnmálasögu. Sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að hjá flestum er þetta ekki hjartans mál. Íslendingar eru fyllibyttur að eðlisfari. Við höfum alltaf getað reddað okkur áfengi og drukkið ótæpilega af því. Svarthöfði man vel þá tíma þegar allir voru fullir, alltaf. Sjó- menn héngu aldrei þurrir nema kannski rétt í lok hvers túrs og voru þeir þá fljótir að laga hallann þegar þeir komu í land. Bændur voru alltaf með brennivínspela í vasanum. Húsmæður drukku sérrí og létu barnungar barnapí- ur sjá um uppeldi barna sinna. Kokkar voru annáluð drykkju- stétt, blaðamenn líka, svo ekki sé nú talað um blessaða þingmenn- ina sem tóku misvitrar ákvarðanir í áfengissvima. Hér á Íslandi var allt áfengi bannað um tíma og bjór ekki leyfð- ur um áratuga skeið. Vertar þurftu að kreista og kremja ráðherra og bæjarstjóra til þess að fá vín- veitingaleyfi. Miðað við þetta mætti halda að Ísland hefði verið fasista- ríki eins og Saudi Arabía eða Nor- egur en raunveruleikinn var allt annar. Íslendingar hafa alltaf get- að reddað sér í glas. Hvort sem það er með löglegum leiðum eða öðr- um. Sprútt og landasalar voru hér á hverju horni. Flestar leigubíla- stöðvarnar buðu upp á „góða bíla“. Svo voru það þeir framtakssömu sem brugguðu í kjallaranum. Bjórinn fagnaði nýlega þrjátíu ára afmæli sínu. Um hann var hart deilt á sínum tíma og þvert á flokka. Í seinni tíð hafa Sjálfstæðismenn eignað sér afnám bjórbannsins. Staðreyndin er þó sú að fjölmargir þingmenn flokksins börðust gegn bjórnum og löggjöfin var samþykkt á tíma vinstristjórnar. Sjálfstæðis- menn hafa líka reglulega talað um bús í búðir. En það er aðallega til að höfða til yngri kjósenda. Allir vita að ef þeim væri alvara væru þeir löngu búnir að koma þessu í gegn. Jafnvel á þeim tíma þegar þeir sátu í ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri Framtíð komst málið ekki í gegn. Ástæðan er einföld: Ef þeir koma þessu í gegn, þá geta þeir ekki leng- ur barist fyrir þessu. Hvaða hagsmuni hinn al- menni Íslendingur hefur af því að hafa eða hafa ekki ríkiseinok- un á áfengi er í besta falli óljóst. Það sem er morgunljóst er hins vegar að þessi umræða einkenn- ist af sýndarmennsku á báða bóga og hefur allt of mikið vægi í þjóðfé- lagsumræðunni. Ef Svarthöfði væri einráður myndi hann einfaldlega leyfa þetta og áfengisauglýsingar í leiðinni. Eingöngu til þess að þetta mál væri úr sögunni og önnur og þarfari málefni kæmust á dagskrá. n Næsta mál, takk! Svarthöfði Það er staðreynd að… Sniglar geta sofið í þrjú ár. 90 prósent af íbúum jarðar búa norðan við miðbaug. Það er ekki hægt að kitla sjálfan sig. Á hverri mínútu myndast um 2000 þrumustormar á jörðinni. Ólympíugull er búið til úr silfri. Hver er hann n Barði húðir með rokksveitinni Gildrunni. n Uppalinn Mosfell- ingur n Sat í sveitarstjórn fyrir Vinstri græn. n Hefur gefið út tvær sólóplötur. n Nýlega illa bitinn af lúsmýi. SVAR: KARL TÓMASSON „Það sem er morgunljóst er hins vegar að þessi umræða einkennist af sýndarmennsku á báða bóga og hefur alltof mikið vægi í þjóðfélagsumræðunni Foreldrar foxillir út í Arion banka n Vextir á reikningum barna lækkaðir n „Ég er brjáluð yfir þessu“ Þ etta er ekkert annað en skandall. Þetta eru framtíðarreikningar barnanna minna og þessi peningur er hugsaður til að létta þeim lífið þegar þau ná átján ára aldri. Mér finnst þetta algjör hneisa.“ Þetta segir þriggja barna faðir á fertugsaldri, sem vill ekki láta nafn síns getið, um bréfið sem börn- um hans barst inn um lúguna í vikunni. Bréf- ið var frá Arion banka og börnunum tilkynnt að búið væri að lækka vexti á framtíðarreikn- ingi þeirra úr 2,2 prósentum niður í 1,7 prósent. DV hefur talað við fjölda foreldra sem eiga börn sem fengu svipað bréf í vikunni og er þeim ekki skemmt. Einni tveggja barna móður í Garða- bæ, sem vill einnig njóta nafnleyndar, finnst lágkúrulegt að bréfin hafi verið stíluð á börn- in hennar, en annað barnanna er enn á leik- skólaaldri. Hún íhugar alvarlega að hætta við- skiptum við bankann vegna málsins. „Ég stofnaði þessa reikningi í góðri trú um að peningar sem börnin mín fá í alls kyns tækifærisgjafir myndu fá góða ávöxtun. Þetta bréf er til skammar. Ég vil að börnin mín fái gott veganesti inn í lífið þegar þau verða fjár- ráðir einstaklingar og ég er alvarlega að íhuga að loka reikningnum,“ segir móðirin en bætir við að hún hafi kynnt sér hvernig eigi að loka bundnum reikningi sem þessum og þá sé fjár- hæðin sem er inni á reikningnum bundin út binditímann, eða þar til barn nær átján ára aldri. „Ég býst samt við því að ég færi viðskipti mín annað.“ Börnin í landinu borga Þá virðist bréfið hafa hleypt illu blóði í nokkra foreldra sem DV talaði við í ljósi fregna sem bárust snemma á árinu um að hagnaður Arion banka árið 2018 hafi numið tæpum 7,8 millj- örðum króna. „Ég er brjáluð yfir þessu,“ segir ein móð- ir barna með framtíðarreikning í Arion banka. „Það hefur greinilega verið niðurstaða síðasta stjórnarfundar að börnin í landinu þyrftu að borga fyrir fall Wow Air og fleira í þeim dúr,“ bætir hún við og vísar í orð Höskuldar Ólafs- sonar, fyrrverandi bankastjóra Arion banka, um að „erfiðar aðstæður á hluta- og skulda- bréfa mörkuðum og ekki síst hrær ing ar í flu- grekstri settu mark sitt á starf sem ina, bæði á fjórðungn um og á ár inu í heild,“ eins og kom fram í fréttatilkynningu fyrr á árinu þegar árs- reikningur Arion banka var birtur. Bréfið samkvæmt lögum Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir þessa vaxtalækkun vera vegna vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og að hún sé alls ekki óeðlileg. Hann segir að ýmsar breytingar á vaxtakjörum hafi verið gerðar en bendir á að þrátt fyrir lækkun upp á 0,5 prósent á framtíðarreikningum fyrir ungt fólk að átján ára aldri séu vextir Arion banka á þeim reikn- ingum hagstæðustu verðtryggðu vextirnir sem í boði eru fyrir ungt fólk. Litlu munar þó á milli bankanna þar sem vextir Íslandsbanka á fram- tíðarreikningum barna og ungmenna eru 1,6 prósent og í Landsbankanum 1,5 prósent. Í skilmálum Arion banka kemur fram að vextir á reikningum í bankanum séu breyti- legir á samningstímanum nema um annað sé samið. Segir Haraldur að ástæða þess að bréf hafi verið send, stíluð á börn með framtíðar- reikninga í Arion banka, sé að samkvæmt lög- um um greiðslumiðlun sé bankanum skylt að tilkynna viðskiptavinum ef vaxtabreytingar eiga sér stað. Hann segir margt spila inn í þegar vextir eru reiknaðir út. „Arion banki skoðar þá vexti sem viðskipta- vinum bjóðast með reglubundnum hætti og taka breytingar á innlána- og útlánavöxtum meðal annars mið af breytingum á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Þá taka þær einnig mið af opinberu álagi, eins og bankaskatti, fjármögn- unarkostnaði bankans, samkeppni og breyting- um á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og fleiri atriðum.“ n Almennt er vaxtaárið 360 dagar en hér fyr- ir neðan má sjá hvað annars vegar 2,2 pró- sent vextir myndu skila af fimmtíu þúsund krónum á ársgrundvelli og hins vegar hverju 1,7 prósent vextir skila af sömu upphæð yfir sama tímabil. 50.000 kr. innlögn með 2,2% vöxtum: 1.100 kr. 50.000 kr. innlögn með 1,7% vöxtum: 850 kr. Mismunur: 250 kr. Ef fjárhæðin er hækkuð verulega upp, eða í 450.000 krónur, lítur dæmið svona út: 2,2% vextir: 9.900 kr. 1,7% vextir: 7.650 kr. Mismunur: 2.250 kr. Hvað þýðir þetta í krónum? Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Bréfið sem um ræðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.