Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Síða 6
6 21. júní 2019FRÉTTIR F orsvarsmenn kvikmynda­ versins MGM hafa dreg­ ið sig útúr því sem átti að vera nýjasta mynd leikstjór­ ans Baltasars Kormáks. Myndin ber heitið Deeper og stóð til að stórleikarinn Idris Elba færi með burðarhlutverkið. Tökur áttu upphaflega að fara fram í sumar í nýju mynd veri fram leiðslu fyr­ ir tæk is Baltas ars, RVK Studi os, í Gufu nesi og á Faxa flóa. Fréttamiðillinn Variety grein­ ir meðal annars frá málinu en þar kemur fram að verkefnið hafi ver­ ið sett á ís í kjölfar ásakana á hend­ ur Max Landis, handritshöfundar myndarinnar, um kynferðisofbeldi. Á vefnum The Daily Beast er greint ítarlega frá sögum átta kvenna sem hafa stigið fram og sakað Land­ is meðal annars um nauðgunartil­ raun, andlegt ofbeldi og morðhót­ anir. Á meðal þeirra sem stigu fram er fyrrverandi kærasta Landis til tveggja ára, Julie að nafni, en í henn­ ar frásögn kemur fram að höfund­ urinn hafi ítrekað farið yfir strikið. „Það var ekki fyrr en í dag, þegar ég skrifaði það niður, að ég áttaði mig á því að þessi maður nauðgaði mér,“ segir Julie og heldur áfram: „Ég get fullvissað ykkur um það að hann hélt mér niðri og nauðg­ aði mér, sama hversu oft ég öskr­ aði „nei“. Eitt skiptið kýldi ég hann í öxlina eftir á og sagði honum að nei þýddi nei, að þarna hafi nauðgun átt sér stað. Hann hélt að við værum að spila einhvern leik og að ég hefði gaman að þessu. Honum var skít­ sama.“ Dró sig úr verkefninu fyrir hálfu ári Baltasar Kormákur segist í samtali við DV hafa dregið sig úr þessu verk­ efni fyrir hálfu ári síðan. Það var ekki tilkynnt opinberlega og er Baltasar ennþá tengdur myndinni sem leik­ stjóri á kvikmyndasíðunni IMDb. „Ég dró mig útúr þessu fyr­ ir hálfu ári og hef ekki haft neitt að gera með þetta verkefni síðan þá. Ég þekki málið voðalega lítið. Ég dró mig bara út úr þessu,“ segir Baltasar. Upprunalega stóð til að tökur á myndinni hæfust í maí síðastliðnum en nú telur Baltasar litlar líkur á að myndin verði að veruleika þar sem kvikmyndaverið MGM sé búið að draga sig útúr verkefninu. „Mér finnst það mjög ólíklegt. Þetta er sérstakt mál allt saman og erfitt að breyta handritinu þar sem um er að ræða upprunalegan hand­ ritshöfund,“ segir Baltasar. „Þetta er mjög dapurlegt mál,“ bætir hann við. „Hættu! Þetta er mjög slæm hugmynd“ Í desember 2017 fóru margir að ásaka handritshöfundinn Max Landis á Twitter um ósæmilega hegðun. Max hafði fram að þeim tíma verið afar virkur á samfélags­ miðlinum en í kjölfar þessara ásak­ ana hefur hann haldið sig frá að­ gangi sínum. Í febrúar á þessu ári birtist færsla á vefnum Medium frá nafnlausum notanda. Í færsl­ unni segist notandinn vera kona sem varð fyrir kynferðislegri áreitni af hendi Landis. Konan segist vera gömul vinkona handritshöfundar­ ins og rifjar upp ferðalag þeirra árið 2012. Tekur hún skýrt fram að þau voru vinir og stóð aldrei til að leggj­ ast í ferðalagið með rómantískan ásetning í huga. Ferðinni var heitið til Kaliforníu og þegar áfangastað var náð er Landis sagður hafa reynt að stunda kynmök við hana þegar bæði voru undir áhrifum áfengis og neit­ aði að stoppa þegar hann var beðinn um það. „Ég áttaði mig á því að ég myndi aldrei vinna þennan slag,“ seg­ ir í færslu stúlkunnar. „Hann greip utan um mig og þrýsti mér á rúmið. Ég fann fyrir hold­ risi hans og áður en ég vissi af var hann byrjaður að klæða mig úr boln­ um. Hann reyndi ítrek­ að að kyssa mig á meðan ég reyndi að snúa mér í hina áttina. Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki.“ Þá segist stúlkan hafa sagt „Hættu! Þetta er mjög slæm hug­ mynd“ og bætti við að eina leiðin til að ná stjórn á aðstæðum var að þykjast hafa fallið í yfirlið. Að henn­ ar sögn fór Landis þá af henni, sofn­ aði við hlið hennar og knúsaði hana. Einnig birti hún skjáskot af einka­ samræðum þeirra þar sem atvik­ ið var rætt í þaula. Landis blæs á möguleikann að um kynferðisbrot hafi verið að ræða og segir þau hafa verið „í glímu“ þegar atvikið átti sér stað. n OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug ausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélög m h lda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vil þú koma kjala álunum í l ? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - R cord Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 M ax Landi , sem er sonur hins þekkta kvik­ myndagerðarmanns John Landis, var um skeið einn eftirsóttasti handritshöfundurinn í Hollywood. Hann á að baki kvikmyndir á borð við Chronicle, American Ultra og Bright auk sjónvarps­ þáttaraðarinnar Dirk Gently’s Holistic Detective Agency. Landis var með ýmis konar ver­ kefni í vinnslu sem stöðvuðust hvert á eftir öðru vegna stigvaxandi umtals um meint kynferðisbrot hans. Um tíma var Deeper eina kvikmyndin frá handritshöfundinum sem var í þróun og samkvæmt áætlun. n DEEPER SETT Á ÍS Í SKUGGA ÁSAKANA UM KYNFERÐISOFBELDI Baltasar Kormákur átti að leikstýra myndinni n Tökur áttu að fara fram á Íslandi Hver er Max Landis? Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Sakaður um manndráp af gáleysi L eikstjórinn John Landis er faðir Max Landis og er hvað þekktastur fyrir grín­ myndirnar sem hann hef­ ur leikstýrt, til að mynda The Blues Brothres, Trading Places, Coming to America og Beverly Hills Cop III. Á hápunkti ferils­ ins, á milli þess sem An Amer­ ican Werewolf in London og Trading Places voru frumsýnd­ ar, átti sér stað mikill harmleik­ ur við tökur á kvikmyndinni The Twilight Zone árið 1982, sem John Landis leikstýrði í akkorði með Steven Spielberg, Joe Dante og George Miller. Leikarinn Vic Morrow og barnungu leikararnir Myca Dinh Le, sjö ára, og Renee Shin­Yi Chen, sex ára, létu lífið þegar flugmaður missti stjórn á þyrlu á tökustað Twilight Zone. Þyrlan hrapaði og lenti á leikur­ unum. Orsök slyssins var rakin til þess að sprengjur hefðu ver­ ið sprengdar of nærri þyrlunni, sem flaug lágt, sem leiddi til þess að mylluvængir þyrlunn­ ar ofhitnuðu og vængur í stéli klikkaði svo eitthvað sé nefnt. Sökinni var skellt á flugmann­ inn og leikstjórann sem höfðu ekki átt í nægilega góðum sam­ skiptum þegar atriðið var tekið upp. Svo fór að John Landis var ákærður fyrir manndráp af gá­ leysi ásamt fjórum öðru með­ limum tökuliðsins. Saksóknari í málinu reyndi að sýna fram á að Landis hefði verið kærulaus og ekki upplýst foreldra barn­ anna um að ungviðið þyrfti að vera í návígi við sprengingar og þyrlur. Þá hafði hann ekki virt lögbundinn vinnutíma barna. Hann játaði að hafa brotið lög í Kaliforníu um vinnutíma barna en neitaði að hafa átt sök á slysinu. Landis, sem og hin­ ir meðlimir tökuliðsins, voru loks sýknaðir af öllum ákærum. Hann var síðar áminntur fyrir að fara í kringum lög um vinnu­ tíma barna. Foreldrar barnanna sem létust í slysinu fóru seinna í mál við kvikmyndaverið og fékk hvor fjölskylda um sig tvær milljónir dollara í skaðabætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.