Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Síða 22
22 21. júní 2019FRÉTTIR Í október á seinasta ári tók Mar- grét Alda ákvörðun um að loka á manninn. „En einhvern veginn tókst honum að láta mig hætta við, með því að fara að gráta og lofa öllu fögru: hann ætlaði að snúa við blaðinu, haldast í vinnu og hætta að nota hass. Hann kom síðan í heimsókn á nokkurra vikna fresti og í hvert einasta skipti voru einhver átök á milli okkar. Ég var algjörlega búin á taugum og ég var alltaf að telja í mig kjark að reyna að slíta sam- bandinu endanlega.“ Fyrr á árinu fór maðurinn enn einu sinni til útlanda, nú til Ítal- íu og Spánar. Samskiptin héldu áfram í gegnum Facebook þar til einn daginn eftir heiftarlegt rifrildi að Margrét ákvað að loka endan- lega á manninn. „Ég tilkynnti hon- um að þetta væri búið, ég elskaði hann ekki lengur og að ég myndi núna „blokkera“ hann á Face- book.“ „Hann á ekki að vera hérna“ Seinustu samskipti Margrétar og mannsins áttu sér stað 8. júní síðastliðinn. Þá birtist hann hér óboðinn og liggur á dyrasímanum og hringir í alla síma í íbúðinni úr leyninúmeri. Hann var þá búinn að reyna að tala við mig í marga daga með því að hringja úr leyni- númeri en ég skellti alltaf á hann. Ég vaknaði síðan við að það að hann var að henda smásteinum í rúðurnar hérna og var að reyna að komast inn á stigaganginn. Ég hr- ingdi á lögregluna og hann lagði á flótta þegar hann sá lögreglubíl- inn.“ Nokkrum dögum síðar fékk Margrét skilaboð frá erlendri vin- konu mannsins sem sagði henni að hún yrði að tala við mann- inn svo hann gæti kvatt hana. Hún svaraði skilaboðunum full- um hálsi og hefur síðan þá ekk- ert heyrt frá honum. Hún veit ekki hvar hann er staddur í dag. „Þetta er algjör óvissa, ég veit ekki hvort hann eigi eftir að birtast hérna aft- ur eða hvort ég eigi eftir að rekast á hann úti á götu,“ segir hún og líkir upplifuninni við það að vera haldið í gíslingu. Hún segist efast um að hún sé fyrsta fórnarlamb mannsins, og líklegasta ekki sú seinasta heldur. „Hann á alveg örugglega eft- ir að finna einhverja aðra stelpu til að hengja sig á. Hann á ekki að vera hérna.“ n Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Hornsófi hægri eða vinstri Verð nú 49.950 kr.Verð nú 159.415 kr. Verð nú 59.415 kr. Verð nú 34.950 kr. Verð nú 59.940 kr. Verð nú 44.950 kr. Sorento tungusófi Roberto hvíldarstóll Malmö hvíldarstóll Stockholm hvíldarstóll 10% AFSLÁTTUR Verð nú 199.920 kr. 15%AFSLÁTTUR Verð nú 245.415 kr. „Þegar hann flutti suður þá fann ég fyrir rosalegum létti, ég gat loksins sofið á nótt- unni, haft kisuna uppi í rúmi hjá mér, ég gat spilað mína tónlist og horft á mína þætti.“ K erfisfræðingar“ á veg- um erlendra glæpasam- taka nýta sér íslenska velferðarkerfið í auðg- unarskyni. Til eru dæmi um að leiðtogi slíkra samtaka hérlend- is hafi sent tugi milljóna króna, fengna með ólögmætum hætti, út úr landinu en samtímis þáði hann fjárhagslegan stuðning frá íslenska ríkinu. Þetta kem- ur fram í skýrslu Ríkislögreglu- stjóra um skipulagða brotastarf- semi á Íslandi í kafla sem nefnist Skipulögð misnotkun erlendra afbrotahópa á opinberri þjón- ustu og kerfum. Í skýrslunni seg- ir að það þekkist á Norðurlönd- um sem og víðar í Evrópu að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustu og -kerfi. Þetta sé lið- ur í skipulagðri brotastarfsemi þeirra. „Þetta á við um bóta- kerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og margvís- lega félagslega aðstoð sem þeim stendur til boða.“ Starfsemi þessi valdi marg- víslegum skaða og sé líkleg til að draga úr skilvirkni opinberr- ar þjónustu og bitni á þeim sem raunverulega þurfi á aðstoð að halda. „Slík misnotkun opin- berrar þjónustu af hálfu erlendra brotahópa getur skaðað innflytj- endur og réttmæta umsækjend- ur um alþjóðlega vernd verði misnotkunin nýtt í áróðursskyni gegn þessum hópum.“ Brotastarfsemin á Íslandi að aukast að stærð og styrk Slík brotastarfsemi tíðkast einnig á Íslandi og nýta glæpamenn sér glufur og brotalamir íslenska kerfisins í auðgunarskyni. Þessi starfsemi tengist einnig mansali, en það sé þekkt að glæpasamtök komi hingað til lands einstak- lingum sem sækja um alþjóðlega vernd en þurfi svo að borga sam- tökunum peninga, eða greiða hluta launa sinna til þeirra. Erfitt er að meta svo öruggt sé stærð og fjölda slíkrar afbrota- hópa á Íslandi en Ríkislögreglu- stjóri fullyrðir þó að slík starfsemi sé að aukast, bæði að stærð og styrk. Margir þessa hópa komi frá Austur-Evrópu, nánar tiltekið frá löndum á borð við Pólland, Lit- háen, Rúmeníu og Albaníu. Lög- reglan veit um þrjá hópa manna sem allir koma frá sama ríkinu. Starfsemi hópanna er skipulögð, víðfeðm og ábatasöm. Telur lög- regla að allt að 50 manns tengist þessari starfsemi, en þó setja þeir fram þá tölu með þeim fyrirvara að einhverjir þeirra aðilar geti verið fórnarlömb nauðungar eða vinnumansals. Innan hópanna starfa „kerfisfræðingar“, eða einstaklingar sem hafa mikla þekkingu á velferðarkerfinu, kerfi opinberrar þjónustu og fé- lagsaðstoðar, hér á landi. Lög- reglu er einnig kunnugt um að þessir hópar misnoti skipulega móttökukerfi og félagslega að- stoð sem er starfrækt hér á landi, aðstoð sem réttilega ætti að fara til þeirra sem eru í raunverulegri neyð. n Erlendir „kerfis- fræðingar“ misnota velferðarkerfið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.