Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 47
KYNNING Við byrjuðum að bjóða Firmavörn+ fyrir ríflega ári og viðtökurnar hafa satt að segja verið frábærar,“ segir Elsa Einarsdóttir, sölustjóri Securitas, um leið og hún opnar appið sem fylgir þjónustunni til að sýna okkur helstu nýjungarnar og virknina. „Snjall- tækjavæðingin, kröftugir innviðir og hröð þróun öryggisstaðla hjá okk- ur og samstarfsaðilum okkar gera okkur kleift að bjóða fyrirtækjum af öllum stærðum upp á hluti sem fyrir fáeinum árum sáust aðeins í Bond- -myndum og voru kannski bara á færi stórfyrirtækja að setja upp og nýta.“ Auðveld yfirsýn „Hjartað í Firmavörn+ er app og hug- búnaður frá Alarm.com sem er eitt fremsta og öruggasta fyrirtæki heims á þessu sviði og þjónar milljónum notenda um allan heim,“ segir Elsa. Appið og stjórnborð Firmavarnar+ gefur yfirsýn yfir allt það sem tengist kerfinu, bæði skynjara, mynda- vélar og stjórnbúnað tækja. „Sjáðu,“ segir Elsa og sýnir okkur skjáinn með Ωstjórnborðinu, „hér sé ég að bak dyrnar eru lokaðar og læstar og hér sést að þær voru opnaðar síðast klukkan tíu mínútur yfir ellefu í morgun. Svo getum við litið inn hjá söludeildinni með því að smella á myndavélina hér og séð hvað er í gangi. Og ef við værum veitingastað- ur eða matvælafyrirtæki þá gætum við skoðað hitastigið í kælunum eða frystiklefanum og hvort ofninn er nokkuð að ofhitna. Þetta er hægt að gera hvar sem stjórnandinn er staddur og hefur það augljósa kosti þegar um er að ræða fyrirtæki með fleiri en eina starfsstöð, til dæmis. Og í Firmavörn+ er hægt að fá margvís- legar skýrslur og yfirlit úr kerfinu sem geta auðveldað viðhald verkferla og hjálpað til við að lækka rekstrarkostn- að.“ Öryggi á heimsmælikvarða Þegar Elsa sýnir okkur rauntíma- spilun úr myndavélum úr næsta rými í fyrirtækinu vakna auðvit- að spurningar um öryggi þessara upplýsinga. Getur ekki hver sem er hakkað sig inn í þetta? „Nei, það er af og frá,“ segir Elsa. „Öll gögn sem fara á milli í kerfinu eru dulkóðuð og eins örugg og hugsast getur í þjónustu af þessu tagi. Við heyrum stundum af fólki sem kaupir sér myndavél á netinu, tengir hana og hleður niður hugbúnaði sem er langt frá því að vera læstur á neinn hátt. Það fólk gæti allt eins búið í glerhúsi eða sent út beint í opinni dagskrá á netinu. Öryggisstaðlar Alarm.com eru með því strangasta sem gerist og mikill munur á þeim og því sem fylgir með ódýrasta búnaðinum á Alibaba.“ Elsa bætir svo við að kerfið sé alger bylting í aðgengismálum, því auð- velt sé að stofna nýja notendur og klæðskerasauma hvaða rýmum þeir hafi aðgang að og á hvaða tíma sólarhringsins. Eins er auðvelt að láta starfsfólk sem hættir hjá fyrirtækinu „skila lyklunum“ með því að loka á aðgang þeirra með fáeinum smellum í stjórnborðinu. Sameinar öryggi og þægindi Það hafa orðið miklar breytingar á öryggisþjónustu undanfarin misseri með tilkomu Firmavarnar+ og einstaklingsþjónustunum Heimavörn+ og Sumarhúsavörn+. Elsa leggur áherslu á að app og stjórnborð á netinu sé frábær viðbót við hefð- bundna öryggisþjónustu, en komi ekki í staðinn fyrir hana. „Virðið fyrir viðskiptavini okkar er bæði hagræðið og yfirsýnin sem fæst með Firmavörn+ og svo auðvitað þjónustan og öryggið sem stjórnstöð Securitas veitir og þangað berast líka öll boð um frávik. Ef stjórnandi fyrirtækis fær boð frá kerfinu um að gluggi sé opinn þá getur hann stoppað útkall öryggisvarða og lokað glugganum sjálfur. En í þeim tilvikum sem eitthvað alvarlegra er á ferðinni virkjast viðbragðsátak Securitas og öryggisbílar fara á vettvang sam- kvæmt fyrirfram ákveðnum ferlum. Það gerir lítið gagn að geta séð það alla leið frá Tenerife að vatnslögnin fór í sundur á lagernum í Kópavogi ef enginn er til að fara strax á staðinn og forða tjóni,“ segir Elsa og okkur er ekki alveg ljóst hvort hún er að gera að gamni sínu eða hvort þetta hefur gerst í alvörunni. En það er ljóst að betra er að taka enga áhættu. n Firmavörn+ slær í gegn hjá fyrirtækjaeigendum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.