Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 2
2 30. ágúst 2019FRÉTTIR lög sem ungmenni eiga alls ekki að hlusta á Ein af fréttum vikunnar var að Bjarnheiður Halldórs- dóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var langt frá því sátt við flutning tónlistarmannsins Auðar á laginu Freðinn á Menningarnótt. Með laginu fannst Bjarnheiði Auður gera vímuástand eftirsóknarvert fyrir börn og ungmenni. Því er ráð að bæta í sarpinn fimm lög- um sem ungmenni ættu alls ekki að hlusta á ef marka má rök Bjarnheiðar. Sandalar Það getur varla verið hollt fyrir börnin að hlusta á Ladda syngja um að teiga bjór úr líterskrús, fara á nektarsýningu af bestu gerð og djamma og djúsa á Spáni. Það hlýtur að stefna þeim beint í syndina í Sódómu. Blindfullur Það er ekki beysin fyrirmyndin sem birtist í laginu Blindfullur með Stuðmönnum – drekkur sig blindfullan og vitlausan og er svo út úr heiminum að hann þarf að styðja sig við staur til að halda haus. Hann kemst meira að segja í kast við lögin út af áfengisvímunni. Spilavítið Í þessu lagi rappar Gísli Pálmi um að flýja raunveruleikann í faðm fíkniefnanna, en að sama skapi að það sé hættu- legur leikur. Hann endar svo á línunum: „Sjáðu, ég er svo fuckin háður. Þarf alltaf að vera undir einhverjum áhrifum. Kalt í mínum æðum. Útúrsveittar sængur. Lyfjakassinn tæmdur. Klósett fullt af ælu.“ Rómeó og Júlía Það væri sama sem dauðadómur fyrir óskabörn þjóðarinnar að setja þetta lag, sem margir telja besta lag Bubba, á fóninn. Lag um dópista sem lepja dauð- ann úr skel og eiga sér ekki viðreisnar von, sem endar með sorglegum örlögum Rómeós inni á óþekktum bar. Viltu dick? „Drekk burt ógleðina með flösku af rommi sem var send hingað,“ er ein af fyrstu línunum í þessu lagi rapparans Erps Eyvindssonar, eða Blaz Roca. Áfengi er reyndar mikið yrkisefni Erps, þá sérstaklega romm, en seinna í Viltu dick? heldur hann áfram í áfengisvímunni: „Ég vil ekki vinna ég vil bara drekka drykk. Og slæda uppá frænku og segja: „bitch viltu dick?’““ Á þessum degi, 30. ágúst Þann 30. ágúst, 1918, hélt bolsé- vikaleiðtoginn Vladimír Lenín tölu í Michelson-vopnaverk- smiðjunni í Suður-Moskvu. Verksmiðjan gekk undir nafninu Hamar og sigð. Lenín yfirgaf verksmiðjuna og var á leið í bifreið sína þegar kallað var á hann. Var þar komin kona að nafni Fanny Kaplan og þegar Lenín sneri sér að henni mundaði hún Brown- ing-skammbyssu og hleypti þrisvar sinnum af. Eitt skotið fór í gegnum frakka Lenín, hin tvö lentu í Lenín. Annað fór í gegnum háls hans, gerði gat á annað lungað og stöðvaðist við hjartað og hitt stöðvaðist í annarri öxl Lenín. Þrátt fyrir að vera alvarlega særður lifði Lenín tilræðið af en heilsa hans varð aldrei söm. Af Fanny Kaplan er það að segja að hún var handtekin og hneppt í varðhald þar sem hún var yfirheyrð af Cheka, fyrstu útgáfu leyniþjónustu Sovét- ríkjanna. Fanny sagðist hafa verið ein að verki og þegar ljóst var að hún myndi ekki bendla fleiri við tilræðið var hún tekin af lífi, 3. september, 1918, í Alexandergarði. Hún var skotin í hnakkann. Fanny Kaplan Vladimír Lenín Síðustu orðin Komið einu skrefi nær, drengir. Það mun gera þetta auðveldara. – Írski þjóðernissinninn Erskine Childers (1870–1922) við eigin aftökusveit. Þ að lék aldrei neinn vafi á því hvaða gælunafn hún hlyti. Það eina sem kom til greina var Hérastubbur bakari, enda passar það vel við bakaríið,“ segir Ásgeir Þór Jónsson, einn eig- andi bakarísins Brauðkaup sem var opnað fyrir stuttu á Kársnes- inu í Kópavogi. Venju samkvæmt eru íbúar á Kársnesi með sérstakan hverfis- hóp á Facebook þar sem ýmsar til- kynningar eru birtar, auglýst eftir því sem hverfur og þar fram eftir götunum. Undanfarið hefur hins vegar ný stjarna litið dagsins ljós í hópnum – hvítur og ljósbrúnn kanínuhnoðri með svart trýni og ríka ævintýraþrá. Íbúar hverfis- ins eru duglegir að birta myndir af kanínunni á víðavangi, en hún virðist halda sig mest hjá bakarí- inu, þótt hún skottist stundum yfir í hverfisbúðina í grenndinni. Kan- ínan skemmtir íbúum Kársnessins í hverri viku en Ásgeir segir að hún hafi vanið komur sínar í bakaríið allt frá opnun þess í fyrra. Adrenalínhnoðri „Frá opnun bakarísins hef ég tek- ið brauðmylsnu úr brauðskurðar- vélinni og dreift út í garð fyrir aft- an bakaríið og við umferðarljósin á horninu. Fuglarnir hafa feng- ið þar eitthvað í gogginn en síðan birtist einn daginn þessi sæta kan- ína. Hún kemur hins vegar aldrei inn í bakaríið en hefur einu sinni staðið í anddyrinu og starað á mig. Yfirleitt krúttast hún við bekkinn hér fyrir utan og tjillar í garðin- um,“ segir Ásgeir. Kanínan er mik- ill adrenalínhnoðri og hefur Ás- geir oft eytt dágóðum tíma í að ná henni undan bílum. „Hún er oft á vappi á bíla- stæðinu og hefur stundum ráfað undir bíla og setið föst þar. Þá tek- ur oft dágóðan tíma að ná henni undan bílunum svo það sé ekki keyrt yfir hana. Oftast reyni ég að lokka hana undan þeim með brauðmylsnu eða gulrótum,“ segir Ásgeir, en starfsmenn Brauðkaups gæta þess að eiga alltaf gulrótar- poka til taks fyrir lukkudýr bak- arísins. Ásgeir veit hins vegar ekkert hver eigandi þessarar skærustu stjörnu Kársnessins er. „Ég veit ekkert hvaðan hún kemur, en ég held að nágrannar okkar eigi hana. Þeir eru allavega með risastórt búr í garðinum og ég er 99 prósent viss um að Hér- astubbur bakari eigi þar heima,“ segir hann og játar að hann sé bú- inn að tengjast kanínunni miklum tilfinningaböndum. „Hún er ótrú- lega ljúf. Hún er æðislega vær og megakrútt. Algjör dúlla.“ Fyrst tjald – nú kanína Sumir íbúar Kársnessins hafa líkt kanínunni við aðra stjörnu hóps- ins sem skein mjög skært allt síð- asta ár. Það var forláta tjald fyrir börn sem fauk úr garði í garð þegar vindasamt var á nesinu á síðasta ári. Myndir af því birtust í gríð og erg á fyrrnefndum Facebook-hóp, líkt og kanínan nú. Hafa einhverjir kallað Hérastubb „hið nýja tjald“, en um er að ræða mikinn lókal- húmor í hverfinu. Aðspurður hvað honum finnist um það, verður Ás- geir kjaftstopp og roðnar lítið eitt. „Það er ótrúlegt að þú spyrjir mig um þetta, því þetta tjald áttum við og konan mín, við bara þorð- um aldrei að segja neinum frá því,“ segir hann agndofa. „Vissir þú að við ættum þetta tjald?“ spyr hann svo blaðamann, sem staðfastlega neitar því, enda hafði blaðamaður ekki hugmynd um þessa ótrúlegu tilviljun. „Sonur minn spyr mig oft hvort við ætlum ekki að kaupa aftur svona tjald, en ég þori því ekki. Í fyrsta sinn sem það fauk var ég í sumarbústað og komst ekki til að ná í það. Næst þegar það birtist einhvers staðar var ég í vinnu og gat ekki svarað síma. Þegar tjaldið var komið í fjórða garðinn treysti ég mér ekki til að tjá mig um það og það fauk að lokum bara eitt- hvert út í buskann,“ segir Ásgeir brosandi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur opinberlega tjáð sig um tjaldið fræga. Það ligg- ur því beinast við að spyrja hvaða hlutur, staður eða dýr fangar næst athygli Kársnessbúa og hvort þessi frægðarljómi fylgi Ásgeiri áfram. „Ég get ekki ímyndað mér hvað tekur við núna. Næst á dagskrá í bakaríinu er að breyta sjopp- unni hér við hliðina, Álfinum, og í raun öllu húsnæðinu í kósí og fjölskylduvænan veitingastað og kaffihús. Eigandi Álfsins hugðist lengi hætta rekstri sjoppunnar og er þetta því allt í mesta bróðerni gert. En það er spurning hvort eitthvað óvænt fylgi með í kaup- unum, sem slær næst í gegn með- al íbúa Kárnessins?“ segir Ásgeir og hlær. n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Kanínan sem sigraði Kársnesið Kanínan fræga Hérastubbur bakari er vær og góð, en mikill áhættufíkill. Mynd: Aðsend n Skærasta stjarna hverfisins er dúnmjúkur ferfætlingur sem elskar brauð n „Ég veit ekkert hvaðan hún kemur“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.