Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 12
12 30. ágúst 2019 Raðauglýsingar Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2019. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2019 er til 15. október n.k. Einelti hefur langtímaáhrif S aga  Emils Jóns er ekki eins- dæmi og á undanförnum árum hafa ratað í fjölmiðla nokkrar frásagnir af ung- mennum sem hafa framið sjálfsvíg í kjölfar eineltis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að afleiðingar eineltis geta haft lang- tímaáhrif á líf þolanda þess og mótað líf hans eftir að eineltinu lýkur. Í nýjum aðstæðum gæti þol- andinn því enn upplifað höfnun og tortryggni þó svo að eineltinu sé lokið. Langtímaafleiðingar geta þó verið mismunandi og misalvar- legar. Sem dæmi um langtíma- afleiðingar er bent á þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og lágt sjálfstraust. Alvarlegasta afleiðing eineltis er svo sjálfsskaði eða sjálfsvíg. Þolendur eineltis geta því í langan tíma þurft að takast á við sálrænar afleiðingar sem geta hamlað þeim seinna í lífinu. Þetta kemur meðal annars fram í lokaritgerð Önnu Karenar Ellerts dóttur við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, en ritgerðin fjall- ar um langtímaafleiðingar eineltis. Svipti sig lífi 11 ára Saga Dagbjarts Heiðar Arnarssonar vakti þjóðarathygli árið 2012. Dag- bjartur var aðeins 11 ára þegar hann féll fyrir eigin hendi, þann 23. september 2011. Dagbjartur   var næstelstur fimm systkina en hann var fæddur með alvarlegan hjarta- galla og glímdi einnig við ADHD og einhverfu. Hann var fórnarlamb eineltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfs- vígs fyrir 11 ára aldur. Foreldrar hans, Kaja Emilsdóttir og Arnar Helgason, stigu fram í við- tali í Kastljósi árið 2012, í þeim til- gangi að opna augu fólks fyrir þessu grafalvarlega samfélagsmeini. Í febrúar 2017 ræddi Kaja einnig við DV. Þar kom meðal annars fram að Kaja hefði sannarlega orðið vör við þau miklu viðbrögð sem frá- sögn foreldra Dagbjarts hafði vak- ið. Taldi hún að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undanförum árum hvað varðar eineltismál og umræðuna um sjálfsvíg, sem og aðstoð til aðstandenda. „Ég held að þetta hafi að vissu leyti opnað augu fólks fyrir einelti og hversu mikil dauðans alvara það er. Mér finnst hafa orðið ákveðin vitundarvakning í kjöl- farið á þessu, eins og fólk sé orðið meðvitaðra um vandann. Það er ekki lengur litið á þetta sem bara einhver „strákapör.“ „Takið utan um börnin ykkar og ræðið við þau“ Í nóvember 2017 birtist frétt á Vísi um að sextán ára stúlka á Húsavík hefði verið lögð í gróft einelti í átta ár. Líðan hennar varð svo slæm að hún reyndi hún að svipta sig lífi. Eftir það hélt hún samt enn áfram að fá ljót skilaboð og illkvittnar athugasemdir frá fólki úti á götu. Foreldrar hennar, Sigrún Birna Árnadóttir og Almar Eggertsson, tjáðu sig um sjálfsvígstilraunina og eineltið á Facebook til þess að vekja bæjarbúa til umhugsunar. Sigrún sagði dóttur sína hafa áður íhugað sjálfsvíg vegna einelt- isins. „Hún hefur einu sinni áður ætlað að gera þetta. Skrifaði okkur bréf og lögreglan fann hana uppi í fjalli hérna heima og talaði lengi við hana, hún vildi ekki lifa leng- ur.“ Þá brýndi Sigrún fyrir foreldrum að ræða við börnin sín um alvar- leika og afleiðingar eineltis. „Þau eru að upplifa alls konar, þau fá að heyra: „Oj, ekki koma við mig.“ Þetta hefur verið í gangi síðan ég var ung. Takið utan um börnin ykkar og ræðið við þau. Þetta er svo skelfilegt, hún fær bara ekki séns.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.