Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 42
42 30. ágúst 2019STJÖRNUSPÁ Meyja - 23. ágúst – 22 .sept. Þú ert búin/n að hugsa mikið betur um þig sjálfa/n undanfarið og það sést. Fólk laðast að ljómanum þínum en það eru einhverjar sérstaklega aðlaðandi breytingar í vændum í þínu lífi sem einhvern veginn er glóra í. Lofaðar meyjar mega búast við því að vera öflugri í ástalífinu þar sem þeim líður betur í eigin skinni. Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Þú ert svo skapandi og rómantísk/ur í vikunni að það hálfa væri nóg! Þér eru allir vegir færir og lofaðir fiskar setja í fimmta gír og heilla makann líkt og um hveitibrauðsdaga væri að ræða. Ein- hleypir fiskar fara grimmt á markaðinn og eiga úr vöndu að ráða – svo mikill verður æsingurinn. stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl – 20. maí Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir frá 1.–7. september Sumarið hefur verið gott og stútfullt af alls kyns freistingum. Nú er komið að því að þú hugir að heilsunni. Ekki láta hvað sem er ofan í því og fylgstu vel með því hvort einhverjar fæðutegundir fara illa í þig. Þú gætir verið með óþol fyrir mat sem þú lætur reglulega ofan í þig. Nú verður þú að hætta að pæla í öllum í kringum þig og fókusera á þig sjálfa/n. Það gengur ekki upp að allt sem fer aflaga í þínu lífi sé öðrum að kenna. Þú verður að horfa gagnrýnt á þig sjálfa/n og gera þér grein fyrir hverju þú ert góð/ ur í og í hverju þú mátt bæta þig. Að horfa í eigin barm er nauðsynlegt upp á farsæla framtíð þína. Það er skemmtileg ferð í vændum sem þú nýtir til að hreinsa hugann og hugsa framtíðina upp á nýtt. Þú stendur á mikl- um tímamótum og það skiptast á gleði og sorg í hjarta þínu. Þú ert hins vegar fullviss um að þú hafir tekið rétta ákvörðun en ekkert í þessu lífi er annaðhvort svart eða hvítt. Leyfðu þér að syrgja það sem var áður en þú heldur áfram. Þú ert mikil sögumanneskja og nærð vel að höfða til tilfinninga fólks. Þú hyggur á frama sem einyrki og leitar að hinum full- komna stað þar sem sköpunargáfa þín getur verið óheft. Þú þarft að umkringja þig skapandi fólki til að komast áfram og þú finnur nákvæmlega þann stað sem þú átt að vera á. Vikan er ansi erfið því pyngjan er létt. Nú þarftu að fara að forgangsraða betur í lífinu svo þú sért ekki alltaf á hvínandi kúpunni þegar að mánaðamótin nálgast. Skipulegðu þig betur og þú losnar við óþarfa fjárhagsstreitu. Hún er mann- skemmandi og best að forðast hana eins og heitan eldinn. Ástamálin eru í blóma hjá voginni og henni hefur sjaldan liðið betur ef litið er til einkalífsins. Í vinnunni þarftu að varast tungulipra einstaklinga sem reyna að fá þig til að gera allt mögulegt án þess að fá það borgað til baka. Þú ert alveg að fara að finna þína hillu – hilluna sem þú getur dvalið lengi á og verið sátt/ur. Vittu til! Það er manneskja sem þú hefur dæmt í bak og fyrir sem kemur þér rækilega á óvart í þessari viku. Þú getur nefnilega verið rosalega dómhörð/-harður og lærdómur vikunnar er einfaldlega sá að dæma ekki bók eftir kápunni. Þetta á líka við í ástalífinu hjá einhleypum sporðdrek- um. Var hinn eini, rétti elskhugi beint fyrir framan þig allan þennan tíma? Það eru miklar hræringar í lífi þínu og þú færð stórkostlegt tækifæri tengt vinnunni sem þýðir að þú nærð markmiðum þínum. Nú þarftu því að setja þér ný markmið og mundu að miða hærra, hærra, hærra! Þú munt ná á toppinn ef þú heldur vel á spilunum, heldur fólki nærri þér sem ögrar þér og lokar aldrei á hugmyndir – sama hve skringilegar þær virðast í fyrstu. Þú ferð í sveitaferð með hópi sem er þér mjög kær og þessi ferð á eftir að lifa í minnum manna í mörg, mörg ár – jafnvel til æviloka. Hópurinn er þéttur og lítill og þú nærð að létta ýmsu af þér sem þú hefur ekki getað gert undanfarið. Þú mætir aftur í raunveruleikann léttari og skemmtilegri manneskja og skilur allan pirring eftir í sveitinni. Þú ert orðin þreytt/ur á því að halda fólki alltaf í svona mikilli fjarlægð. Þú þarft að læra að opna á tilfinningar þínar og opna þig fyrir fólki en jafnframt að passa upp á að fara ekki gegn eigin sannfæringu. Það er nefnilega manneskja sem þarf að fá þig án brynjunnar og það er mjög nauðsynlegt einmitt núna. Hrútur - 21. mars – 19. apríl Lesið í tarot Lífar Sigga Eyrún Fædd 09. maí 1976 naut n áreiðanleg n þolinmóð n praktísk n ábyrg n þrjósk n á erfitt með málamiðlanir Kalli Fæddur: 21. október 1972 vog n samvinnu- þýður n félagslyndur n kurteis n diplómatískur n óákveðinn n forðast ágreining Afmælisbörn vikunnar n 1. september Brynjar Þór Níelsson alþingismaður, 59 ára n 2. september Gunnar Jarl Jónsson þúsundþjalasmiður, 36 ára n 3. september Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur, 54 ára n 4. september Mugison tónlistarmaður, 43 ára n 6. september Halldóra Rut Baldursdóttir leikkona, 36 ára n 7. september Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona, 46 ára Í draumum liggur leiðin að sjálfinu L íf Magneudóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, hóf vikuna með algjörri frétta- bombu þar sem hún sagði að meirihluti í borginni væri samstíga í að minnka ætti, eða afnema með öllu, kjötframboð í mötuneytum borgarinnar – í fullyrðingu sem hún dró síðan aðeins úr. Kannski voru það viðbrögðin sem settu Líf í baklás en þessar hugmyndir hennar hleyptu illu blóði í margar kjötæturnar. DV fannst því tilvalið að leggja tarotspil fyrir Líf til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hana, en lesendur dv.is geta sjálfir dregið tarot spil á vefnum. Ekki gera neitt í fljótræði Fyrsta spilið sem kemur upp í tarotlagningu Lífar er Stríðsvagninn, sem lýs- ir umræðunni í vik- unni alveg prýði- lega. Spilið táknar að Líf veit ekki nákvæmlega hvert hún er að fara eða hvern- ig hún á að ná fram markmið- um sínum. Hún er alltaf til í að fara ótroðnar slóðir og er búin miklum metnaði, en hins vegar nýtir hún ekki hæfileika sína alltaf rétt. Líf þarf að vera varkár til að styggja ekki andstæðinga sína. Hún má ekki gera neitt í fljótræði, heldur þarf að þroska með sér meðvit- und um dýpt máttarins sem býr innra með henni. Líf er ekki alltaf góð í mannlega þættinum og því fyrr sem hún gerir sér grein fyrir því, því betra. Mannlegi þáttur- inn á nefnilega til að standa í vegi hennar og táknar spilið að hún eigi frekar að gefa eftir ef vanda- mál blossa upp á milli hennar og vinnufélaga. Hugsjón og málamiðlun Líf er kjörkuð kona og annað spilið sem kemur upp í tarotlestrin- um er 2 mynt. Hún hefur mikla að- lögunarhæfni og þó að skortur á mann- legri hæfni komi henni stundum í klandur þá nær hún fljótt og ör- ugglega að lægja öldurnar og koma sér aftur á skrið. Líf er einstaklega jákvæð og það kemur henni langt. Þessi kjötumræða er sem stormur í vatnsglasi því Líf fer málamiðlunarleiðina til að koma á jafnvægi. Hún stjórnast af hug- sjón einni, en stundum þarf að gefa aðeins eftir í hugsjóninni til að fá það sem maður vill. Svarið er í þögninni Lokaspilið hennar Lífar er Æðsti meyprestur. Það er líkt og þetta mikla hitamál hafi ýtt við Líf um að fara í meiri sjálfsskoðun. Inn- an tíðar verður hún meðvituð um hver tilgangur hennar er í því starfi sem hún vinnur og hvern- ig hún nær markmiðum sínum. Líf er hvött til að fylgjast vel með draumum sínum, skrifa þá niður og hlusta á hvað þeir eru að reyna að segja. Þeir eru góð tenging inn í sjálfið og undirmeðvitundina. Í gegnum þá uppgötvar hún grund- vallareðli sitt og hver hún er í raun og veru. Um leið og Líf tekur sjálfið sitt í sátt, ná- kvæmlega eins og það er, opnar það nýja sköpunarvídd. Líf er einnig hvött til að nýta sér mátt þagnarinn- ar. Oft segja fá orð meira en þúsund. Þögnin ýtir undir jafnvægi innra með henni og með þögn- ina að vopni verður hún færari í að takast á við ögr- andi og erfið verkefni. n Sigga og Kalli í það heilaga – Svona eiga þau saman T ónelsku turtildúfurnar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, eða Sigga Eyrún, og Karl Olgeirsson, oftast kallaður Kalli, gengu í það heilaga nýverið eftir nokkurra ára samband. Hamingjan geislar af þeim og hafa þau staðið þétt við bak hvort annars í gegnum súrt og sætt. DV lék því forvitni á að vita hvern- ig þau passa saman ef litið er í stjörnumerkin. Sigga er naut og Kalli er vog og það má með sanni segja að hér sé um fullkomna blöndu að ræða. Þarna mætast tveir helmingar og verða að einni heild. Það er líkt og örlögin hafi grip- ið í taumana og sent þau til hvort annars þar sem þau leita bæði að öryggi í ástarsambandi og eru einstaklega listræn bæði tvö. Sambandið þróaðist hægt og hugsanlega gerðu þau sér hvorugt grein fyrir að þetta gæti orðið til frambúðar. Hins vegar kemur smátt og smátt í ljós hve vel nautið og vogin passa saman. Nautið elskar sjarma vogarinnar því ef þrjóska nautið fær ekki sínu framgengt mætir ljúfa vogin á svæðið og græðir öll sár. Vogin á móti dýrkar hve munúðarfullt nautið er. Naut- ið og vogin hafa jafnframt mikið til að kenna hvort öðru. Vogin hjálpar nautinu að sjá mál frá öllum hliðum og nautið hjálpar voginni að vera ekki svona óákveðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.