Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 23
30. ágúst 2019 KYNNINGARBLAÐ Heilsa og núllstilling 10 mínútur á viku – sterkari bein og vöðvar! OsteoStrong var opnað á Íslandi í janúar 2019 í Borg-artúninu. OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja bein, vöðva, sinar og liðbönd. „Við höfum verið starfandi síðan í janúar á þessu ári og það hefur verið frábært að fá að fylgjast með með- limum okkar vaxa, styrkjast og losna við við verki,“ segir Örn Helgason, annar eigenda OsteoStrong. OsteoStrong er einstakur staður þar sem viðskiptavinir bæta heilsuna með því að bæta grunninn: beina- grindina. Með því að styrkja beina- grindina getur viðskiptavinur átt von á að: Auka beinþéttni Bæta líkamsstöðu Auka jafnvægi Auka styrk Bæta árangur í íþróttum Minnka verki í baki og liðamótum Lækka langtíma blóðsykur Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu. OsteoStrong byggir á nýrri tækni sem aðeins var byrjað að nota utan Bandaríkjanna á þessu ári, 2019. Tæknin á bak við OsteoStrong er einstök. Hún byggir á rannsóknum sem hafa verið til í yfir hundrað ár en með nýjum tækjum tekst að setja meira álag á líkamann á öruggari hátt en áður. Aðferðin er á ensku kölluð „osteogenic loading“ sem lauslega þýtt þýðir beinþéttingar-álag. Í rannsókn sem framkvæmd var fyrst seint á nítjándu öld og var kölluð Lögmál Wolffs, kom í ljós að ef tekst að leggja á beinin þunga þá skilur líkaminn það sem þörf til að styrkja bein og viðkomandi frumur hefjast handa við uppbyggingu af krafti. Þessar rannsóknir eru viðurkenndar af læknavísindum um allan heim og hluti af grunnkennslu lækna í hinum vestræna heimi. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2012 sem Kevin Deere uppgötvaði að þetta álag þurfti að vera meira en búist var við í upphafi. Til dæmis þarf 4,2 sinnum þunga einstaklings til þess að styrkja mjaðmabein. Fáir geta lyft slíkri þyngd en í OsteoStrong verður það mögulegt eftir nokkur skipti. „Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á að þétta bein með svo miklum hraða eða býður upp á svona mikinn styrk á jafn stuttum æfingatíma,“ segir Svanlaug, eigandi OsteoStrong. Almenn beinþéttnilyf þétta bein um 2% að meðaltali á ári en rann- sóknir sýna að OsteoStrong getur bætt beinþéttni að meðaltali um 14,7% á ári. Jafnvægi eykst um 77% að meðaltali eftir fimm skipti. Styrkur eykst að meðaltali um 73% eftir eitt ár og 290% eftir fjögur ár. OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri óháð styrk. Meðlimir gera æf- ingar sem taka innan við tíu mínútur í hvert skipti. Mælanlegur árangur sést mjög hratt. „Okkur hafði dreymt um að vinna saman að því að bæta líf fólks á einhvern hátt. Það gerðist eitthvað þegar við kynntumst þessu verkefni. Við gátum ekki beðið eftir að byrja og núna er alltaf gaman að mæta í vinnuna,“ segir Örn. REYNSLUSAGA: „Ég byrjaði hjá OsteoStrong í mars 2019 vegna mikilla verkja í mjöðmum og mjóbaki. Fannst þetta vera frekar vandræðalegt þar sem ég er bara 34 ára! Á þessum tíma var ég í erfiðisvinnu en ég áttaði mig á því seinna að ég hafði verið að beita mér vitlaust allt of lengi, bæði í vinnu og í líkamsrækt- inni. Ástandið var orðið svo slæmt að ég átti erfitt með að ganga upp og niður stiga í vinnunni, hjóla, sinna dóttur minni og áhugamálum. Þegar ég rakst á OsteoStrong var ég að leita að sjúkraþjálfara eða sjúkranuddara en ákvað fara í prufu- tíma hjá OsteoStrong eftir að hafa lesið mig aðeins til um hvað þetta væri. Ég æfi líka reglulega – ekki minna en 2–3 sinnum í viku í líkams- rækt. OsteoStrong hitti í mark hjá mér vegna þess að ég er mikil keppn- ismanneskja og maður getur fylgst með árangrinum í hverjum tíma. Ég ákvað að skrá mig og mætti einu sinni í viku í 3 mánuði til þess að sjá hvernig þetta myndi hafa áhrif á verki í baki. Eftir nokkra tíma var ég farin að finna fyrir mun. Í maí var ég farin að geta hjólað aftur og gat stundað fjallahjól af krafti. Þetta var frábær fjárfesting sem bjargaði mér al- gjörlega. Ég finn ekki fyrir eins mikilli áreynslu í bakinu eða mjöðmunum og það á ég OsteoStrong mikið að þakka.“ „Við bjóðum upp á fría prufutíma fyrir alla. Þetta er ný hugmynd og það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálp- að þeim,“ segir Örn. Frekari upplýsingar má fá á www. osteostrong.is og í síma 419-9200. Myndir: Eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.