Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 32
32 MATUR 30. ágúst 2019 skugga Syndir í seðlum í n Stjörnukokkurinn Jamie Oliver er ekki á flæðiskeri staddur n Sagði upp þúsund manns fyrr á árinu V eitingastaðabransinn í Englandi titraði fyrr á þessu ári þegar veitinga- staðakeðja stjörnukokks- ins Jamies Oliver, Jamie’s Italian, var tekin til gjaldþrotaskipta. Af 25 stöðum Jamie’s Italian í Bretlandi var 22 lokað og þúsund manns misstu vinnuna eins og hendi væri veifað. Þá voru tveir aðrir staðir kokksins, Fifteen London og Bar- becoa, einnig teknir til gjaldþrota- skipta. Fyrsti Jamie’s Italian-staðurinn var opnaður árið 2008 en ljóst var að róðurinn var farinn að þyngjast seint á síðasta ári. Þá voru heildar- skuldir keðjunnar 71,5 milljónir punda. Jamie‘s Italian-veldið var á barmi gjaldþrots árið 2017 en þá setti Jamie 12,7 milljónir punda inn í reksturinn til að reyna að bjarga honum. Þegar að ljóst var að keðjan riðaði til falls í lok sein- asta árs sagðist Jamie Oliver ekki eiga meira fé til að setja í rekstur- inn. Hjón í 19 ár Jools og Jamie ætla að endurnýja heitin á næsta ári, á tuttugu ára brúðkaupsafmælinu. Mynd: Getty Images „Ég á ekki meiri peninga. Það kemur sú stund þar sem ég get ekki sett aðrar hliðar rekstrarins í hættu sem og fólkið sem vinnur þar,“ sagði kokkurinn í samtali við Mail on Sunday á þeim tíma. Það var margt sem varð til þess að veitinga- staðaveldi kokksins hrundi, til dæmis háir skattar og verð á hrá- efnum. Þá hækkaði leigan einnig talsvert og kokkurinn hélt áfram að færa út kvíarnar, jafnvel á stöð- um þar sem var ekki næga við- skiptavini að finna. Almenningur byrjaði að nota smáforrit til að panta mat í auknum mæli, pund- ið féll þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið árið 2016 og til að bæta gráu ofan á svart kvörtuðu gagnrýnendur í síauknum mæli yfir lægri gæðum á mat á stöðum Jamies Oliver. Léttir að losna Jamie Oliver er samt langt frá því að vera blankur eftir allar þessar hörmungar, eins og kemur skýrt fram í nýlegri umfjöllun New York Times. Honum er létt að vera hættur í veitingastaðarekstri og telur fyrirtæki hans nú aðeins 120 starfsmenn. Nú eyðir hann degin- um í það sem hann elskar mest; að elda, framleiða efni og einbeita sér að því að gera matarvenjur okkar betri, og það vill svo heppilega til að hugðarefni hans hafa fært hon- um mjög mikinn auð. Jamie Oliver er metinn á 240 milljónir punda. Kokkurinn er með eigin línu af Tefal-eldhús- áhöldum og hefur selt tæplega þrjátíu milljónir áhalda í gegn- um Amazon. Þá skrifaði hann ný- verið undir samning um að vera heilsusendiherra Tesco, stærstu verslunarkeðju í Bretlandi. Óljóst er hve mikið hann fær borgað fyrir það en ljóst er að sá samningur gefur vel í aðra hönd. Um 4,4 millj- ónir manna eru áskrifendur að YouTube-rásinni hans, Jamie Oli- ver’s Food Tube, og nær hann til rúmlega þrjátíu milljóna manna í hverjum mánuði. Í gamla, góða imbakassanum hækkar sú tala í 67 milljónir manna. Það eru hins vegar bækurnar hans sem eru helsta gróðalindin. Hann hef- ur selt rúmlega 45 milljónir ein- taka og var söluandvirði bara í fyrra rúmlega sex milljónir punda, tæplega einn milljarður króna. Hann er söluhæsti rithöfundur Breta í bókum sem eru ekki skáld- skapur og á tímabili var það bara Harry Potter-séníið J.K. Rowling sem náði að selja fleiri bækur en stjörnukokkurinn. Glæsihýsi í London og Essex Lífsstíllinn er eftir því. Hann og fjölskylda hans fluttu nýverið inn í sveitasetur í Finchingfield í Essex, en setrið keyptu þau í september í fyrra á sex milljónir punda, tæp- lega milljarð króna. Síðan kaup- in gengu í gegn hefur fjölskyldan verið með her iðnaðarmanna við vinnu við að taka húsið í gegn, en setrið er búið sex svefnherbergj- um og því fylgir gestahús með þremur svefnherbergjum og hest- hús. Jamie og eiginkona hans, sem ávallt er kölluð Jools, hafa búið í Hampstead í Norður-London ásamt börnunum sínum fimm um nokkurt skeið, en það hús er metið á tólf milljónir punda, tæplega tvo milljarða króna. Það er búið sjö svefnherbergjum, vínkjallara og leikherbergi. „Peningurinn kláraðist. Það er bara svo einfalt“ Maður getur velt fyrir sér hvað það var sem klikkaði í veitingahúsa- bransanum? Hvort Jamie hafi einfaldlega færst of mikið í fang. Sumir segja að hann hafi verið allt í öllu og það hafi orðið honum að falli, á meðan aðrir segja hann ekki hafa fylgst nógu vel með rekstrin- um. Kannski er kokkurinn bara betri í að elda og hvetja krakka til að bæta matarvenjur sínar en að standa í atvinnurekstri. „Ég treysti örugglega of mik- ið, sem er eitt af mínum vanda- málum en einnig einn af kostum mínum,“ segir Jamie í umfjöll- un New York Times. „Það er ekki hægt að sykurhúða þetta. Ég hélt að ég gæti bjargað þessu en ég gat það ekki. Ég get horft í speg- ilinn á morgnana og ég veit að ég reyndi allt fram á síðustu stundu. Peningurinn kláraðist. Það er bara svo einfalt,“ bætir hann við um fall veitingastaðanna. Jamie heldur ótrauður áfram að reyna að bæta lýðheilsu heimsbyggðarinnar og vinnur nú að því að draga úr offitu meðal barna um helming árið 2030. Kokkurinn hefur þann ótrú- lega hæfileika að geta náð til allra kynslóða og því er hann kjörinn til að tala til bæði foreldra og barna. „Þau vilja ekki hlusta á ein- hvern sem hefur notið velgengni ofan á velgengni ofan á velgengni. Þau vilja hlusta á einhvern eins og mig,“ segir kokkurinn. Ungur á uppleið Jamie vakti fyrsta athygli almennings árið 1999. n gjaldþrots Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is n Fyrsti sjónvarpsþátturinn hans, The Naked Chef, var frumsýndur á BBC í Bretlandi árið 1999. Strax í kjölfarið fylgdi fyrsta matreiðslubókin. n Jamie gekk að eiga æskuástina sína, Juliette Norton, Jools, í júlí árið 2000. n Jamie og Jools eiga fimm börn: Poppy Honey Rosie, 17 ára, Daisy Boo Pamela, 16 ára, Petal Blossom Rain- bow, 10 ára, Buddy Bear Maurice, 8 ára, og River Rocket Blue Dallas, 3 ára. n Kokkurinn lét sig fyrst matarvenjur barna varða árið 2005 með herferðinni Feed Me Better. Markmið hennar var að bæta skólamat og minka ruslfæði sem börn neyttu. n Árið 2015 var hann í öðru sæti á lista Richtopia yfir hundrað áhrifamestu frumkvöðla Bretlands. n Í dag telja matreiðslubækur eftir Jamie tæplega þrjátíu og sjónvarpsþættirnir eru orðnir um fjörutíu talsins. Jamie í hnotskurn „Það er ekki hægt að sykur- húða þetta. Ég hélt að ég gæti bjargað þessu en ég gat það ekki. M Y N D : G ET T Y IM A G ES M Y N D : G ET T Y IM A G ES Hefur marga fjöruna sopið Jamie státar af tuttugu ára ferli í sviðsljósinu. Hjón í 19 ár Jools og Jamie ætla að endurnýja heitin á næsta ári, á tuttugu ára brúðkaupsafmælinu. Ungur á uppleið Jamie vakti fyrst athygli almenn- ings árið 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.