Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 35
FÓKUS - VIÐTAL 3530. ágúst 2019 VÖRUR Í BOÐI TIL MERKINGA STUTTERMABOLIR POLOBOLIR HETTUPEYSUR PEYSUR HÚFUR HANSKAR BARNAPEYSUR BARNABOLIR Malarhöfða 2 5813330 EIGUM ALLAR TEGUNDIR OG LITI AF FYRIRTÆKJAFATNAÐI SAUMASTOFA.ISLANDS@GMAIL.COM Misnotaði áfengi og fékk þráhyggju fyrir kókaíni Frá því að Iðunn kláraði krabba- meinsmeðferðina sautján ára gömul gekk líf hennar illa og eyddi hún meira og minna öllum dögum sofandi. Þegar hún var orðin tvítug var vanlíðan hennar orðin gífurleg og hún fór fljótlega að misnota áfengi til þess að deyfa hana. „Ég gat ekki sinnt neinu, gat ekki sinnt sjálfri mér né vinum mínum og ég glímdi við miklar geðsveiflur. Ég var alltaf að halda í vonina um að ég gæti haldið áfram, að ég gæti komist af stað. Ég upplifði mikla sorg og reiði af því að ég var þarna, búin að læknast af krabbameini, búin að horfast í augu við dauð- ann og ég átti að vera alveg ótrú- lega glöð, lifa lífinu. En ég var ekki glöð og þess vegna var ég svo reið. Á þessum tímapunkti heyrði ég í fyrsta skiptið um endurhæfingu.“ Iðunn hafði aldrei vitað hvað endurhæfing snerist um, eða að slíkt fyrirbæri væri til. Hún fékk leyfi til þess að mæta til sál- fræðings í mat en þegar loksins kom að tímanum var það orðið of seint. „Ég drakk rosalega mikið og eitt skiptið endaði ég í partíi þar sem verið var að taka kókaín. Ég sat bara þarna og horfði á þetta efni og fór að verða forvitin. Mér var boðið að fá mér og fyrst hugaði ég með mér að ég ætti að sleppa því, en ég ákvað svo að prófa. Mér fannst þetta geðveikt. Það var eins og himnarnir hefðu opnast. Þetta var öðruvísi og þetta var frábært. Í heila viku eftir þetta þá var ég með þráhyggju. Ég vissi að helgina eft- ir þá þyrfti ég að redda mér meiru. Ég bara ætlaði.“ Löngu hætt að vera djamm Áður en langt um leið hafði neysla Iðunnar stigmagnast og hún ákvað að flytja úr foreldrahúsum. „Það var allt komið í klessu hjá mér. Ég var farin að springa á for- eldra mína, var með læti og reifst við þau út af engu. Ég ákvað því að flytja út með vini mínum, til Reykjavíkur. Þá byrjaði þetta allt fyrir alvöru. Ég fór að sofa alla vik- una og djammaði svo í þrjá daga hverja helgi. Þarna voru engir foreldrar, ekkert eftirlit. Ég var tvítug og það var enginn að fylgj- ast með því hvort eða hvenær ég kæmi heim og enginn að böggast í mér. Ég djammaði hverja einustu helgi og var alltaf með eftirpartí. Við notuðum rosalega mikið af eiturlyfjum, alveg rosalega mik- ið. Það tók mig eitt og hálft ár frá því að ég byrjaði að drekka óhóf- lega þar til ég var komin á vökuna. Vinur minn flutti út frá mér og ég var orðin rosalega veik í hausn- um og neyslan orðin mjög mik- il. Ég var kannski vakandi í þrjá til fjóra daga og svaf svo í þrjá til fjóra daga á móti. Svo byrjaði ég bara aftur. Þetta var löngu hætt að vera djamm, ég var löngu hætt að fara niður í bæ. Ég reddaði mér efnum, fór eitthvert, var einhvers staðar heldópuð og fór svo heim.“ Það var Iðunni til happs að þegar hér var komið sögu eignað- ist hún kærasta sem einnig var í neyslu. Hann hafði notað fíkniefni frá fimmtán ára aldri og vissi ná- kvæmlega hvað var að koma fyrir Iðunni. „Ég er mjög þakklát fyrir hann vegna þess að hann pass- aði vel upp á mig og sá til þess að ég væri ekki að taka of stóra skammta. Ég var alveg farin þarna, ég var gjörsamlega stjórnlaus og neysla mín snerist aðeins um sjálfseyðingarhvöt. Mér leið svo ótrúlega illa að mig langaði bara til þess að losna undan sjálfri mér. Mig langaði að fara og mér var í rauninni orðið alveg sama hvort ég myndi deyja eða lifa. Ég var búin að gefast upp. Þetta var árið 2015 og ég var þarna búin að berjast í fimm ár fyrir því að halda lífinu, halda geðheilsunni og að reyna að gera eitthvað. Það gekk aldrei neitt upp. Ég klessti á endalausa veggi og ég var föst. Í neyslunni fann ég kvikk fix og fann að ég hafði þarna vökva sem lagaði mig á núll einni og auðvitað ætlaði ég bara að vera þar. Þetta er það sem gerist, maður gefst upp, meikar þetta ekki og fer að nota. Þangað til að það virkar ekki lengur.“ Bjó á götunni með allar eigurnar í bakpoka Líf Iðunnar var farið að snúast ein- göngu um næsta skammt og áður en hún vissi af hafði hún misst heimili sitt og hún var á götunni með bakpoka sem innihélt allar hennar eigur. „Ég var mikið heima hjá fyrr- verandi kærasta mínum, en það var ekki alltaf í boði og þegar ég var ekki þar þá vonaðist ég til þess að mega hanga heima hjá vinum mínum. Ef ekki, þá vor- um við kannski á einhverju flakki, að redda efnum og finna stað þar sem maður gat verið dópaður. Vonaði að það væri eitthvert partí sem maður gat verið í. Svo allt í einu stóð maður einn, vinir manns dauðir eða búið að henda manni út. Þá stóð ég og hugsaði með mér hvert ég ætti að fara. Þetta var ótrúlega vond tilfinning, að vita að ég ætti hvergi heima. Ég gat hvergi verið og það vildi enginn hafa mig, sem er skiljanlegt. Hver vill hafa dópista heima hjá sér í marga daga. Ég endaði því oft á flakki með draslið mitt í tösku, öll fötin mín skítug og ég skítug. Það er óhugnanlegt að hugsa um þessa tíma í dag, vegna þess að ég gat ekki einu sinni séð um sjálfa mig. Þegar ég bjó í íbúðinni minni þá var alltaf drasl, aldrei vaskað upp, eldhúsið var ógeðslegt, herbergið mitt var ógeðslegt og ég fór í alvör- unni ekki einu sinni í sturtu. Þetta var svakalega slæmt.“ Hafði enga stjórn Fjölskylda Iðunnar reyndi hvað hún gat til að koma vitinu fyrir hana, bað hana um að fara í með- ferð og takast á við fíknina. Vanlíð- an Iðunnar var gríðarleg og hún tók þá ákvörðun að flytja heim til foreldra sinna og reyna að verða edrú. „Ég fór inn á Teig, sem er svona eins og göngudeildarmeðferð, og strax fyrstu vikuna var ég í raun- inni fallin. Ég byrjaði að tala við fyrrverandi kærasta minn og við fengum okkur bjór saman. Allt í einu var ég hætt að mæta heim, fjölskyldan farin að leita að mér og ég missti öll tök. Ég ákvað að fara inn á Vog og ég man að kvöldið áður þá hugsaði ég með mér að ég ætlaði að kveðja bjórinn. Tók vinkonu mína með mér og ætlaði að fá mér einn. Þegar ég kláraði bjórinn minn var vinkona mín rétt byrjuð á sínum og ég fékk mér annan. Kvöldið endaði svo á því að ég drakk fimm bjóra og eina ástæðan fyrir því að ég fór heim var sú að klukkan var orðin eitt og það var búið að loka. Þarna sá ég svo skýrt að ég hafði enga stjórn.“ Á Vogi leið Iðunni ekki vel. Þar dvaldi hún í tíu daga og þrátt fyrir að hún viti að meðferð þeirra hafi hjálpað mörgum þá hentaði hún henni illa. „Þetta var virkilega erfitt, sér- staklega fyrir manneskju með tví- þættan vanda. Ég var að takast á við kvíðaröskun, þunglyndi og fíknisjúkdóminn líka. Þarna fór ég inn í aðstæður og átti að fara að sinna einhverju prógrammi. En ég kunni ekki einu sinni að vera edrú. Þarna voru konur og karlar saman og ég var afar auðvelt skotmark. Margir karlmenn eltu mig uppi og voru mikið ofan í mér og ég þurfti stundum að biðja aðrar stelpur, sem voru meiri hörkutól en ég, um að biðja þá um að labba í burtu. Þetta var mikið áreiti og slæmt umhverfi fyrir manneskju eins og mig. Þetta ýtti undir alkóhólíska hegðun mína, þar sem ég hélt að ég væri „one of a kind“, það væri ekki hægt að lækna mig. Enn ein sjúkdómsgreiningin í bankann, ég var ómöguleg og ég gat þetta ekki. Þetta var á „lúppu“ í hausn- um á mér og fyrst ég gat ekki verið í lagi þegar ég var ekki að nota, af hverju ætti ég þá að geta það eftir að ég hafði verið í neyslu? Búin að setja alls konar reynslu inn í upp- lifunarbankann. Miklu verri fortíð sem ég þurfti að fara að takast á við til þess að verða edrú.“ „Hardcore“ vinna að vera í neyslu Eftir að Iðunn kláraði meðferð sína á Vogi fór hún í áframhaldandi meðferð á Vík, en eftir vikudvöl þar gekk hún út. „Fjölskylda mín vildi ekki taka við mér af því að ég lauk ekki við meðferðina, sem hafði verið skil- yrði þeirra. Ég fór beint aftur í neyslu og við tók þriggja vikna e-pillu blakkát. Ég man eiginlega ekkert eftir þessu og vissi ekkert hvort ég myndi enda í gröfinni. Eftir þetta fór ég aftur inn á Vog og sótti um á Krýsuvík.“ Á meðan Iðunn beið eftir plássi á Krýsuvík tókst henni að halda sér edrú í einn og hálfan mánuð áður en hún féll aftur. „Ég var farin að iða, ég hafði enga lausn og fór því bara og datt í það. Fékk svo pláss á Krýsuvík og var þar í sex daga, þá gat ég ekki meira og fór. Ég var ekki tilbúin í sex mánaða meðferð en ég held samt að Krýsuvík sé frábær stað- ur til þess að vera á. Eftir Krýsu- vík tóku við sjö mánuðir í neyslu. Mjög mikilli neyslu, svona túra neyslu. Þá var ég að í þrjá til fjóra daga og svaf svo í tvo til þrjá. Þá tók við volæði, kvíðaköst og þunglyndi þar til ég kom mér aftur af stað í neysluna. Eftir þessa sjö mánuði var ég alveg búin. Þetta tekur „Þetta var löngu hætt að vera djamm, ég var löngu hætt að fara niður í bæ“ Iðunn sigraðist á krabbameini en féll í heim eiturlyfja Mynd frá þeim tíma er Iðunn var enn í neyslu. / Aðsend

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.