Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 30. ágúst 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 YFIRHEYRSLAN Búi Bjarmar „Ég óttast aukna eigingirni og þjóðernishyggju í kjöl- far hamfarahlýnunar Búi Bjarmar Aðalsteinsson er hönnuður og rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf. Búi vinnur að mestu að samfélagsmiðuðum verkefnum og vinnur þessa stundina að umbótum á móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Hvar líður þér best? Mér líður mjög vel heima hjá mér, en annars líður mér best þegar ég er að hreyfa mig, hvort sem það er úti í fótbolta eða í ræktinni. Hvað óttastu mest? Ég óttast aukna eigingirni og þjóðernishyggju í kjölfar hamfarahlýnun- ar, þar sem við hættum að hjálpa öðrum og hugsum bara um okkur sjálf. Hvert er þitt mesta afrek? Það er náttúrlega að eignast tvö frábær börn og eina frábæra eiginkonu og síðan að syngja í kór. Það hafa allir efast um sönghæfileika mína frá því að ég var barn og því var mjög stór stund að syngja með kór í brúðkaupi. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Vann einu sinni fyrir Gallup við að telja fólk sem kom út úr 10-11. Mig minnir að ég hafi verið tilkynntur til lögreglunnar á endanum, tók mjög langan tíma að sannfæra hana um að ég væri þarna í eðlilegum erindagjörðum. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Búinn á því. Hvernig væri bjórinn Búi? Búi er bragðmikill bjór í Vínarstíl með mikilli fyllingu og dökkum blæ. Bruggaður úr íslensku byggi. Sérvalið malt gefur honum rústrauðan lit með keim af gúmmíi og malbiki. Besta ráð sem þú hefur fengið? Að hlæja hátt þegar maður prumpar. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Tæma sigtið í vaskinum. Eitthvað við slímugt hár sem ég er ekki hrifinn af. Besta bíómynd allra tíma? Eilífa sólskin hins flekklausa huga (e. Eternal sunshine of the Spotless Mind) Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að geta flogið. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki að stofna fyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa matvæli sem búin eru til úr skordýrum. Endaði með því að sett var á reglugerð sem bannaði alla sölu á matvælum sem innihalda skordýr á Íslandi. Það var samt mjög gaman – fyrir utan reglugerðarpartinn. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Ég er örugglega með athyglisbrest“ – Verandi sjálfur greindur með athyglisbrest og ofvirkni þá er maður ekki með athyglisbrest ef maður gleymir einstaka sinnum ð taka með sér poka í búði a, og ef einhver heldur að hann sé með athyglisbrest þá mæli ég með því að viðkom- andi fari og láti athuga það hjá sálfræðingi eða geðlækni og fái ráðgjöf varðandi það. Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Að sitja lengi á klósettinu þegar ég er að kúka til þess að fá frið og smá tíma með sjálfum mér. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er á leiðinni í masternám í Hollandi þar sem ég mun nema samfé- lagsmiðaða hönnun. M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N /D V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.