Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS 30. ágúst 2019 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR LÍKLEGA EKKI UM KVENLÍKAMANN10 Taugaröskun – Einkenni taugaröskunarinnar ADHD birtist oft með öðrum hætti hjá stúlkum en drengjum og getur það leitt til þess að stúlkur séu vangreindar fram eftir aldri. Einkenni þeirra eru ekki þessi klassísku ofvirknieinkenni sem flestir tengja við ADHD. ADHD-stúlkur geta verið meira inn í sig, dreymnar, feimnar, óskipulagðar og fleira. Á meðan strákar eru líklegir til að beina reiði og gremju út á við þá eru stúlkur líklegri til að beina henni inn á við sem getur leitt til þunglyndis, kvíða og slæmrar sjálfsmyndar. Þær tala gjarnan mikið en eru hins vegar ekki jafn fyrirferðarmiklar og ADHD-drengir. Skynfæri – Samkvæmt rannsóknum þá geta konur betur greint í sundur liti heldur en karlmenn og eru þar að auki ólíklegri til að fæðast litblindar. Konur eru gjarnan fíngerðari en karlar og því með minni fingur. Þetta leiðir til þess að konur eru oft með næmara snertiskyn en karlar. Þær hafa einnig næmara lyktar- og bragðskyn en karlmenn. Svitalykt – Konur ilma og getur styrkur lík- amslyktar breyst í takt við hormónabreytingar kvenna. Þungaðar konur og nýbakaðar mæður taka gjarnan eftir því að líkamslykt þeirra hefur breyst, jafnvel orðið verri og sterkari. Fjölbreytileiki brjósta –„Það er töluverður breytileiki í brjóstunum og þau geta litið mismun- andi út eftir því hvar þú ert á hormónatímabili í lífinu, eftir því hver líkamsvöxtur þinn er o.fl. Eins eru hægra og vinstra brjóst misstór,“ segir Sigga Dögg. Útferð frá brjóstum – Úr geirvörtum kvenna getur komið útferð þótt kona sé hvorki með barn á brjósti né barnshafandi. Í flestum tilvikum er slík útferð ekki áhyggjuefni en konum getur þó eðlilega brugðið. Útferðin getur verið dökkbrúnleit, gulleit og grænleit og er slík almennt talin saklaus. Sé útferðin hins vegar glær eða blóðug þá er rétt fyrir konu að hafa samband við lækni. Öðruvísi hjartaáfall – Einkenni hjarta- áfalls geta verið önnur hjá konum en körlum. „Oftast er talað um að konur upplifi kannski ekki brjóstverk á sama hátt og karlar. Þær eru langflestar þó sem fá einhvern brjóstverk en þær upplifa líka frekar mæði, stingandi verk eða mikla þreytu frekar heldur en þennan klassíska verk sem leiðir upp í kjálka og út í handlegg. Konur eru því kannski líklegri til að leita síður eftir læknisaðstoð,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkels- dóttir hjartalæknir. „Hjartaáföll hjá konum eru líka aðeins öðruvísi. Þær fá ekki sjúkdóma í jafn margar kransæðar og karlmenn og eru ekki með jafn útbreiddan sjúkdóm. Þær fá frekar bráða- hjartabilun eins og það sem kallað er „broken heart“ eða harmslegill.“ Teygjanleg píka – Píkan er mislöng eftir því hvort hún er í hvíldarstöðu eða örvuð, svolítið eins og harmónika. Sigga Dögg kynfræðingur segir margar konur ekki gera sér grein fyrir þessu. „Eins vita margir ekki að þarna er legháls sem lokar fyrir og kemur í veg fyrir að t.d. túrtappi eða álfabikar fari á flakk. Leggöngin eru bogin svo það er ekki hægt að stinga þangað upp reglustiku til að mæla lengdina en almennt eru þau um 10 cm, en þau gefa eftir bæði á lengdina og hliðina við örvun.“ Píkan er líka sjálfhreins- andi, svo það er óþarfi að þrífa hana með sápu. Sigga Dögg segir að sápuþvottur að neðan geti jafnvel leitt til ójafnvægis sem skapi hættu á sveppasýkingum. Skapabarmar – Skapabarmar skiptast í innri og ytri skapabarma. Útlit skapabarma, þá einkum þeirra ytri, er persónubundið og fjölbreytileikinn mikill. „Margar konur pæla mikið í hvort skapabarmar þeirra séu óeðli- legir, óeðlilega langir eða óeðlilega síðir,“ segir Sigga Dögg. n HARMÓNIKULEGGÖNG, LEK BRJÓST, LEKANDI BLÖÐRUR OG MISSTÓR BRJÓST ERU EÐLILEGUR HLUTI KVENLÍKAMANS n KONUR EIGA TIL AÐ VERA FEIMNAR UM LÍKAMA SINN OG LEITA ÞVÍ SÍÐUR SVARA VIÐ SPURNINGUM EÐA AÐSTOÐAR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKS Erla Dóra erladora@dv.is Hraðari hjartsláttur – Að sögn Þórdísar Jónu slá hjörtu kvenna ögn hraðar en karla. Þvagleki – Þvagleki er mjög algengt heilsufarsvanda- mál meðal kvenna. Samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknis er þvagleki gjarnan mikið feimnismál sem konum reynist erfitt að brydda upp á við heilbrigðisstarfs- fólk. Þvagleki getur átt sér stað við áreynslu, og orsakast þá gjarnan af slöppum grindarbotnsvöðvum eftir meðgöngu og fæðingu. Konum sem glíma við áreynsluþvagleka er bent á að gera grindarbotnsæfingar, en slíkar æfingar hafa skilað góðum árangri. Á vef Landlæknis seg- ir: „Ekki lifa með þvagleka án þess að leita aðstoðar […] Fólki er eindregið bent á að ráðfæra sig við heimilislækni sinn eða hjúkrunarfræðing, því það er engin ástæða til að þjást í laumi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.