Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA 30. ágúst 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Spurning vikunnar Á að útrýma kjötvörum úr grunnskólum landsins?
„Það mætti minnka kjötneyslu til muna.“
Þórhildur Magnúsdóttir,
nemi í hagfræði
„Nei, alls ekki það er nauðsynleg næring í
kjöti.“
Þórður Gunnarsson
„Ekki útrýma, en minnka verulega fyrir um-
hverfis- og dýraverndunarsjónarmið.“
Helga Finnsdóttir
„Ég myndi ekki segja útrýma, þótt ég sé
sjálfur nánast alveg grænn.“
Birgir Róbert Jóhannesson
Endurtekið efni án uppklapps
Ó
þægilegar, uppáþrengjandi
og óviðeigandi hugsanir eða
hugmyndir sem þrengja sér í
sífellu inn í hugskot einstak
lingsins og valda honum miklum
kvíða og vanlíðan. Einstaklingur
inn reynir eftir mætti að bægja
þessum hugsunum frá en getur
það ekki.“ Á þessa leið er þráhyggju
lýst í Læknablaðinu. Enn fremur er
sagt að algengast sé að þráhyggja
snúist um hættu tengda óhrein
indum eða sýklasmiti, hugsun eða
hugmynd um að valda sjálfum sér
eða öðrum skaða og þráhyggju um
að hlutir í umhverfi verði að vera
samhverfir eða í ákveðinni röð.
Það er því frekar hvimleitt að vera
haldinn þráhyggju og litar allt líf
viðkomandi.
Ef marka má Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, formann Mið
flokksins, eru fjölmargir Ís
lendingar með þráhyggju fyrir
honum sem persónu. Þar sem sú
tegund af þráhyggju er langt frá
því að vera algengt fyrirbrigði þá
mætti ætla að Sigmundur Davíð
væri nánast ofurhetjuhæfileikum
gæddur.
Hins vegar gæti það einnig ver
ið svo að um væri að ræða enn eitt
dæmið þar sem orðhengilsháttar
prinsinn grípur í hvert hálmstrá
ið á fætur öðru til að reyna að
bjarga sér fyrir horn. Verst er að
þráhyggjuspilið hefur verið dregið
svo oft fram úr orðskrípaerminni
að það er orðið hálfhlægilegt – og
svo virðist sem utanríkisráðherra
og hálfur þingheimur sé mér sam
mála.
Ég hef forðast það eins og heit
an eldinn að skrifa um Orkupakk
ann, enda búið að þvæla þessu
máli svo oft fram og til baka að það
er komin þráalykt af því. Svo má
maður auðvitað ekki vera einhvers
staðar á milli fylkinga. Maður er
annaðhvort með eða á móti Orku
pakkanum. Mér finnst hins vegar
mikil vanvirðing við okkur sem
þjóð að grípa alltaf til hræðsluá
róðurs þegar á að ná sínu fram. Ég
býst ekkert sérstaklega við því að
Ísland stefni rakleiðis til glötunar
um leið og blekið á Orkupakka III
þornar en mér finnst sjálfsagt mál
að ræða vel og vandlega um okkar
helstu auðlind – orkuna. Auðlind
sem mörgum þykir eftirsóknar
verð. Kannski er ég pínulítið með
og pínulítið á móti Orkupakkan
um. Kannski tek ég mark á sumu
í málflutningi minnihlutans og
sumu í málflutningi meirihlutans.
Er það ekki bara allt í lagi?
Sigmundur Davíð er alls ekki
einn um að slengja fram hræðslu
áróðri og orðskrípum til að af
vegaleiða umræðuna. Það sjáum
við sí og æ í íslenskum stjórnmál
um. Hann mætti hins vegar bæta
aðeins við orðaforðann því það
er frekar vandræðalegt að gúgla
Sigmundur Davíð og þráhyggja í
sömu andrá og fá upp margar síð
ur af niðurstöðum. Með þessu þrá
hyggjutali nú tel ég að Sigmund
ur Davíð hafi játað sig sigraðan.
Hann stóð í raun með pálmann í
höndunum þar sem samþykkt var
að taka Orkupakkamálið aftur upp,
þó í afar takmarkaðan tíma. Þenn
an tíma hefði hann geta nýtt betur
ef öll þráhyggja og hræðsluáróður
hefði verið tekinn úr myndinni og
bara talað við þjóðina af einlægni
og á mannamáli.
Ég býst við að starf stjórnmála
manns og leikara sé nokkuð svip
að. Það þarf að setja sig í karakt
er og ganga vaskur fram án þess
að vera sífellt að spá í hvað öðr
um finnst. Taka samt gagnrýni og
hlusta. Þá þarf einnig að bregð
ast við, lesa salinn, vita hvenær á
að gefa í og hvenær á að hörfa. Nú
held ég að Sigmundur Davíð hafi
gjörsamlega mislesið aðstæður og
hefur boðið þjóðinni upp á endur
tekið efni án þess að vera klappað
ur upp. n
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Vængbrotið félag
Flugliðar Iceland
air eru að veikjast
um borð í flugvélum,
veikjast svo mikið að
þeir verða í kjölfarið
óvinnufærir í lengri
tíma. Í vikunni var greint frá því
að fimm flugliðar, sem hafa glímt
við þessi veikindi, íhugi nú að
leita sameiginlega réttar síns
gagnvart Icelandair. Ekki er þó
um ný tíðindi að ræða. Allt frá
árinu 2016 hafa fjölmiðlar greint
frá því að dularfull veikindi herji
á flugliða og valdi alvarlegum
veikindum. Stéttarfélag flugliða,
Flugfreyjufélag Íslands, neit
ar að tjá sig um málið því þau
„tjá sig ekki um mál einstaka fé
lagsmanna“. Enginn er að biðja
Flugfreyjufélagið að tjá sig um
mál nafngreindra einstaklinga.
Síðustu þrjú ár hafa að minnsta
kosti tugir tilfella slíkra veik
inda komið upp. Því gæti Flug
freyjufélagið alveg tjáð sig um
málið þar sem um hóp er að
ræða, en ekki einstaka félags
mann. Veikindi sem gera félags
menn óvinnufæra ætti að vera
forgangsmál hjá félaginu. Einu
svörin varðandi málið sem for
maður félagsins hefur gefið er að
benda á löggjafann og nauðsyn
þess að breyta lögum um holl
ustuvernd á vinnustöðum.
Icelandair er stærsta flugfélag
landsins og flestir félagsmenn
eru starfsmenn þar. Er félag
ið hrætt við að rugga bátnum?
Hvers vegna þessi þögn? Maður
spyr sig.
Borgarfulltrúi og
ríkisendurskoðandi
Lítt þekkt
ættartengsl
K
atrín Atladóttir, borgar
fulltrúi Sjálfstæðisflokks
ins, hefur látið mikið á
sér bera að undanförnu
þar sem hún beitir sér fyrir
því að lækka hámarkshraða í
Laugardalnum. Katrín er tölv
unar og hugbúnaðarfræðingur
að mennt en einnig fyrrverandi
landsliðskona í badminton. Þá
var hún þekkt hér á árum áður
sem bloggarinn katrin.is. Föð
urbróðir Katrínar er Sveinn
Arason, sem gegndi embætti
ríkisendurskoðanda frá 2008
til 2018. Sveinn var árið 2012
spurður hvort fjölskyldutengsl
hefðu orsakað það að úttekt
Ríkisendurskoðunar á fjárhags
upplýsingakerfi ríkisins hefðu
dregist, en þá var bróðir Sveins
og faðir Katrínar, Atli Arason,
framkvæmdastjóri hugbúnað
arlausna hjá Skýrr, nú Advania.
Ríkið samdi við Skýrr um upp
setningu á nýju bókhaldskerfi
en kostnaður fór langt fram úr
áætlun.
Sandkorn
„ Nú held ég að Sigmundur Davíð hafi
gjörsamlega mislesið aðstæður og
hefur boðið þjóðinni upp á endurtekið efni
án þess að vera klappaður upp.
Aðþrengdir alþingismenn Þjóðin er að sögn með Sigmund
Davíð á heilanum, en hvað er Sigmundur Davíð með á heilanum?