Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 36
36 FÓKUS - VIÐTAL 30. ágúst 2019 svo á, það er „hardcore“ vinna að vera í neyslu. Þetta er ekki neitt djók og hausinn á þér er alltaf að. Þú ert ekki bara að bregðast sjálfri þér, heldur ert þú að bregðast fjöl­ skyldu þinni, samfélaginu og öllu. Það hata þig allir fyrir þetta.“ Hræddist sjálfa sig Eftir sjö mánaða neyslu fór Iðunn í fyrsta skiptið inn á deild 33a á Landspítalanum, fíknigeðdeild. Þar dvaldi hún í níu daga sem reyndist henni vel. „Ég fékk rými til þess að anda, það voru miklu færri einstaklingar inni og þetta var allavega deildin fyrir mig og mínar greiningar. Ég fór svo aftur á Teig og massaði þá meðferð, mætti á hverjum einasta degi og leið meiriháttar vel. Ég sótti um í endurhæfingu hjá Virk og þurfti að bíða í um tvo mánuði eftir viðtali. Sá tími gerði mér ekki gott og ég varð ofboðslega þung­ lynd. Ég hafði ekkert fyrir stafni og engan til þess að leiðbeina mér. Þegar ég loksins fékk sálfræðivið­ tal hjá Virk þá var ég orðin afar veik aftur. Ég var orðin hrædd við að detta í það og mig langaði að vera edrú. Ég þorði ekki að fara út úr húsi, til dæmis að hitta vin­ konur mínar, því ég var viss um að ég myndi biðja þær að skutla mér eitthvert þar sem var dóp var að hafa. Ég var orðin virkilega hrædd við sjálfa mig. Ég fór í sálfræði­ viðtal hjá Virk, en fékk í kjölfarið neitun á endurhæfingu. Það var slæmur skellur og ég datt í það.“ Réðst á lögreglukonu og endaði í fangaklefa Þrír mánuðir liðu og neysla Iðunn­ ar var orðin svo slæm að lyfin sem hún innbyrti voru hætt að gera eitthvað fyrir hana. „Ef ég var undir áhrifum þá var ég í blakkáti. Ég var ekkert að njóta, ég var aldrei að nota til þess að mér liði vel. Ég var annaðhvort í blakkáti eða fráhvörfum og þetta var virkilega ógeðslegur tími. Ég var heimilislaus, enginn vildi hafa mig og ég kunni þetta ekki. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera og ég hafði engin ráð. Ég kunni ekki að vera partur af þessum heimi. Í lok þessarar neyslu endaði ég í fanga­ klefa í þriðja skiptið þar sem ég lá inni í nítján klukkustundir eftir að ég hafði ráðist á lögreglukonu. Eft­ ir að mér var hleypt út hringdi ég í afa minn og sagði við hann að ég gæti ekki meira. Ég fór niður á fíknigeðdeild, en þau vildu ekki taka við mér. Mig langaði að vera edrú, en ég var rosalega skemmd. Nokkrum dögum seinna fór afi með mig aftur á fíknigeðdeildina og sagði við þau að það yrði að leggja mig inn, og það var gert.“ Viss um að krabbameinslyfin hafi skemmt efnaskipti heilans Fram til þessa hafði Iðunn ávallt hlustað á öll læknisráð þrátt fyrir að ekkert hefði gengið upp hjá henni. Inni á fíknigeðdeildinni hitti hún sama geðlækni og áður og hann sagði henni að nú yrði hún að takast á við hlutina. „Ég tók brjálæðiskast á lækn­ inn, sem ég hafði aldrei gert áður. Þarna var ég búin að reyna að hlýða öllu og öllum, en ekk­ ert breyttist. Hann gaf mér þá lyf sem bjargaði lífi mínu. Ég hafði upplifað verki og óeirð í líkaman­ um í mörg ár án þess að vita af því, þetta var bara orðið eðlilegt ástand hjá mér. En allt í einu slokknaði á þessu. Ég hafði oft kvartað yfir því að eitthvað væri að og að þetta væri ekki venjulegt ástand á lík­ ama mínum og mér eftir krabba­ meinsmeðferðina, en það var ekki hlustað á mig. Þegar ég fékk lyf­ in hætti hausinn á mér að þeyti­ vinda allt fram og til baka og ég er alveg viss um að krabbameins­ lyfin höfðu gríðarleg áhrif á allt kerfið. Við vitum í rauninni ekkert hvaða áhrif þau hafa á heilann og efnaskipti í heilanum. Ég er alveg viss um að það það hafi orðið ein­ hverjar skemmdir á serótónín­ og dópamínframleiðslu hjá mér.“ Þegar Iðunn gekk út af 33a fór hún í fyrsta skiptið í fullt pró­ gramm hjá 12 spora samtökum. Hún mætti á fund á hverjum ein­ asta degi í sex mánuði og fékk sér sponsor. „Þetta bjargaði lífi mínu. Þessi samtök eru frábær af því að það er svo margt fólk sem kemur út úr meðferð og hvað svo? Hvað á það svo að gera? Þarna fékk ég stuðn­ ing, umhyggju og umburðar­ lyndi. Það er þessi jafningjastuðn­ ingur sem skiptir svo miklu máli – að geta speglað hegðun sína í einhverjum öðrum. Einnig fór ég í endurhæfingu á endurhæf­ ingargeðdeild Klepps.“ Öll ljós kveikt en enginn heima Í dag er Iðunn búin að vera edrú í 23 mánuði, hefur eignast dóttur og sinnir lífi þeirra mæðgna af alúð. „En þetta er ekkert djók, það þarf heilmikinn kjark til að verða edrú. Þeir fíklar sem ég hitti og um­ gekkst eru manneskjur sem hafa orðið fyrir mörgum áföllum, og þá sérstaklega í æsku. Hafa geng­ ið í gegnum allt of mikið. Það er ástæða fyrir því að allir fíklar fá sér. Það er ekki bara vegna þess að það sé svo gaman að reykja gras. Það er einhver grunnur að þessu, þetta er flótti. Þetta er svo auðveld leið til þess að deyfa sig, vera á flótta, komast burt frá sjálfum sér og því sem er í gangi. Þegar maður er síð­ an kominn í neysluna er maður svo fastur, að maður er tilbúinn til þess að gera hvað sem er af því að maður getur ekki tekist á við það að verða edrú. Ég var í alvörunni tilbúin til þess að gera hvað sem er og var þar af leiðandi að bæta í áfallabankann. Ég var að búa til áföll í þeim aðstæðum sem ég vildi óska að ég hefði aldrei þurft að vera í. Í lokin af minni neyslu var þetta bara þörf. Ég þurfti efn­ in, ég gat ekki lifað nema fá þau. Þannig að þegar fíkill ætlar sér að verða edrú, þá er hann ekki bara að takast á við æskuna og mögu­ lega einhver áföll sem hann gekk í gegnum þá, heldur er hann líka að takast á við allt neyslutímabil­ ið. Svo verður fíkillinn edrú og þá fer hann að upplifa að hann man kannski ekki eftir mörgum vikum hingað og þangað. Þá vakna upp spurningarnar: Hvar var ég, hvað kom fyrir mig, hvað gerði ég? Með hverjum var ég, í hvaða bíl var ég, með hvaða fólki og hver var að keyra? Ég man eftir einum sófa sem ég sat í og að hafa hlustað á ákveðið lag með ákveðinni manneskju. Hvar hitti ég hana, hvert fór hún síð­ an og af hverju er hún ekki hér? Þetta er ákveðið áfall líka. Af því að þegar þú ert í neyslu og und­ ir áhrifum allan tímann, þá ert þú ekki að vinna úr upplýsingunum sem eru í gangi hjá þér. Þú ert ekk­ ert að vinna úr því sem er að ger­ ast í kringum þig. Þess vegna skil ég svo vel að sumt fólk verði aldrei edrú eða jafnvel láti lífið í neyslu, vegna þess að þetta er ofboðslega erfitt. Það er alveg magnað þegar fólk nær að verða edrú. Fíklar eru fólk sem þarf fyrst og fremst að­ stoð og umhyggju. Það er það eina sem við erum að leita að í þessu lífi, ást og umhyggja. Það er ekki mikið af því í neysluheiminum. Svo er svo erfitt að ætla að kenna fíklinum um ástand hans, vegna þess að hann gat bara ekki ann­ að. Ég hugsaði til dæmis aldrei að núna skyldi ég sko hefna mín á öll­ um eða að mig langaði til þess að vera vond við fjölskyldu mína. Ég gat bara ekki verið edrú svo ég fór bara á „autopilot“. Öll ljós kveikt, en enginn heima.“ Viss um að hún myndi deyja úr ofneyslu en segir alltaf vera von Þegar Iðunn hafði náð að vera edrú í fimm mánuði komst hún að því að hún gengi með barn. Bæði hamingja og hræðsla helltist yfir hana, en var hún staðráðin í að þeirri gjöf skyldi hún taka opnum örmum. „Í dag hugsa ég um tvo einstak­ linga. Mig og dóttur mína. Hún er gjöf, birtan í lífi mínu. Hún er verk efni sem ég sinni og ég held að hún hafi haldið mér gangandi í gegnum þetta allt saman. Þetta er rosalega óraunverulegt. Ég var alveg viss um að ég myndi deyja úr ofneyslu. Ég var korter í það að sprauta mig og fór yfir í það að eiga heilbrigt, fallegt og gott líf. Ég vakna á morgnana og næ að sinna öllu. Það var mikil vinna að komast hingað en ég gerði þetta. Ég gerði þetta í hænuskrefum og mér er sama þótt það taki mig þrjá mánuði eða þrjú ár í endur­ hæfingu, af því að mér skal takast þetta, ég ætla mér það. Ég þurfti að fara alveg til baka til upphafs­ ins vegna þess að kröfurnar sem ég hafði lagt á sjálfa mig voru rugl­ aðar, það var allt eða ekkert. En í dag þá minni ég mig á það að vera stolt af því sem ég er að gera, öll­ um litlu hlutunum. Þannig er ég búin að byggja sjálfa mig upp á nýtt. Auðvitað getur álag eins og það að eignast barn orðið fíkli að falli og hefur oft gert það. En þegar ég varð edrú þá var ég svo innilega tilbúin til þess að takast á við sjálfa mig og gera þetta. Ég vissi hvað ég þyrfti að gera og lagði góðan grunn að edrúmennskunni. Mér finnst æðislegt að vera móðir og ég er svo þakklát fyrir dóttur mína. Ég ætlaði mér aldrei að eignast börn og mér líður í alvöru eins og hún sé gjöf; mér hafi verið hún gefin. Áður en ég fékk jákvætt óléttu­ próf þá vissi ég að ég væri ólétt og ég vissi strax að ég vildi eiga hana. Hún er mín hvatning í lífinu.“ Allir þeir erfiðleikar sem Iðunn hefur gengið í gegnum í lífinu hafa mótað hana sem manneskju og í dag má greinilega sjá hamingju­ sama unga móður sem leggur hart að sér. „Þetta er hægt og með aðstoð getur hvaða fíkill orðið edrú. Lyk­ illinn er að gefast ekki upp og halda áfram að prófa leiðir sem eru í boði. Þetta tók mig margar tilraunir en á endanum tókst mér þetta með mikilli hjálp frá bæði fjölskyldu og fagaðilum. Það er alltaf von.“ n Við mælum rafgeyma og skiptum um H ra ðþjónusta Allir út að hjóla Eitt mesta úrval landsins í allar gerðir faratækja TUDORmeð Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515 „Við notuðum rosalega mikið af eiturlyfjum, alveg rosalega mikið“ MYND: EYÞÓR ÁRNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.