Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 34
34 FÓKUS - VIÐTAL 30. ágúst 2019 „Mér var orðið alveg sama hvort ég myndi deyja eða lifa“ Frá fikti í fíkn: „Ég velti því aldrei fyrir mér hvort þetta gæti endað illa“ B laðakona mælti sér mót við Iðunni Björk Ragnarsdóttur á litlu kaffihúsi í hjarta Hafnarfjarðar. Iðunn hef- ur búið í Hafnarfirði síðan hún var sjö ára gömul og vill hvergi annars staðar vera. Iðunn er ung, einstæð móðir sem er um þessar mundir að klára fæðingarorlof sitt. Eftir að hafa pantað okkur rjúkandi heita kaffibolla setjumst við niður á efri hæð kaffihússins þar sem Iðunn talar á einlægan hátt um reynslu sína og áföll sem mörg hver hefðu getað bugað hana endanlega. „Ég prófaði fyrst að drekka áfengi þegar ég var fjórtán ára gömul og ég reykti fyrst gras þegar ég var fimmtán ára. Ég man að fyrir mér var þetta rosalega spennandi. Ég velti því aldrei fyrir mér hvort þetta gæti endað illa, heldur var ég bara rosalega spennt,“ segir Iðunn yfirveguð. Greindist með eitlakrabbamein aðeins sextán ára gömul Þrátt fyrir að fikt Iðunnar með áfengi og vímuefni á táningsaldri hafi ekki leitt til alvarlegrar neyslu strax þá markaði það aðeins upp- hafið á því sem koma skyldi. Sextán ára gömul greindist Iðunn með eitlakrabbamein og hófst þá barátta hennar upp á líf og dauða fyrir alvöru. „Það voru 75 prósent líkur á að læknast og fór ég í gegnum hefð- bundna krabbameinsmeðferð. Missti allt hárið, fór á stera og fékk svokallað „moonface“. Ég þurfti svo að fara í gegnum heilmikla lyfjameðferð og í kjölfarið geisla- meðferð, aðeins sextán ára göm- ul. Ég læknaðist af krabbamein- inu eftir þetta allt saman, en eftir að meðferðinni lauk fékk ég enga fræðslu um framhaldið. Hvorki ég né fjölskyldan mín áttaði sig á að ég væri ekki búin að ná fullri heilsu. Hugmyndin í hausnum á mér var sú að ég myndi klára þessa krabbameinsmeðferð og halda svo áfram með líf mitt. Á haustönn árið 2011 byrjaði ég því í skóla og hljóp í raun beint á vegg.“ Skólagangan reyndist Iðunni erfið og þau einföldu verkefni að mæta í skólann og sitja tíma í fjörutíu mínútur í senn urðu henni óyfirstíganleg. „Þarna stóð ég allt í einu frammi fyrir því að allt það sem ég hafði áður getað gert varð mér ofviða. Ég hafði ekki fengið nein- ar upplýsingar um það að ég þyrfti einhvers konar líkamlega og and- lega endurhæfingu og fljótlega fór ég að þróa með mér svakalegan kvíða og varð alveg ofboðslega þunglynd. Ég reyndi með hjálp fjölskyldu minnar að halda áfram í þrjú til fjögur ár. Ég þvældist á milli skóla, skipti um námsbrautir, fækkaði fögum, gekk til geðlæknis, sálfræðinga, prófaði mismunandi þunglyndislyf og reyndi margs konar störf sem ég missti svo. Þetta þróaðist út í það að ég fór að drekka rosalega mikið.“ MYND: EYÞÓR ÁRNASON Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Iðunn sigraðist á krabbameini en féll í heim eiturlyfja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.