Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 27
PRESSAN 2730. ágúst 2019
n Lifa hátt og fljúga í einkaflugvélum n Talið er að auður hins ríkasta sé
tæplega 100 milljarðar íslenskra króna
Á
pálmasunnudag reið Jesús inn í Jerú
salem á asna. Það er ferðamáti sem
mörgum bandarískum predikurum
þykir sér ekki sæmandi. Þeir vilja
betri ferðamáta en að sitja á asna og kjósa
helst lúxuseinkaflugvélar þegar þeir þurfa
að komast á milli staða til að bera út boð
skap sinn. Ekki er annað að sjá en þeir telji
ríkidæmi og góðan gang í lífinu vera beint
merki frá guði um velþóknun hans.
Þetta á að minnsta kosti við um hinn 82
ára Kenneth Copeland sem er predikari frá
Texas. Hann hóf feril sinn sem poppsöngv
ari en allt frá því á sjöunda áratugnum hef
ur hann breitt orð guðs út og ekki aðeins í
guðsþjónustu heldur einnig óteljandi sinn
um í sjónvarpi. Það vakti töluverða athygli
í upphafi síðasta árs þegar Copeland, sem
átti þá tvær einkaflugvélar, notaði stór
an hluta af söfnunarfé söfnuðar síns til að
kaupa þriðju vélina. En á heimasíðu kirkju
hans var þetta skýrt með eftirfarandi rök
um:
„Hinn heilagi andi staðfesti við bróðir
Copeland að Gulfstream V væri flugvélin
sem guð hefði tekið frá fyrir hann.“
Flugvélin var að sjálfsögðu staðgreidd
með söfnunarfénu. En það var ekki nóg að
kaupa flugvélina eins og Copeland benti
söfnuði sínum á. Það kostaði sem svarar
til um 300 milljóna íslenskra króna að lag
færa vélina sem tekur 15 farþega. En auk
viðgerðarkostnaðarins þarf söfnuðurinn
að leggja fram fé til að hægt sé að malbika
flugbrautina og byggja flugskýli yfir vélina
góðu.
En þrátt fyrir að bandarískur almenn
ingur sé ekki óvanur því að predikarar
búi við ansi góð kjör þá voru margir hiss
ar þegar Copeland útskýrði af hverju hann
gæti ekki, eins og flestir í söfnuði hans, not
ast við áætlunarflug:
„Það er ekki hægt í dag, í þessum heimi
sem er fullur af áreiti, að fara inn í langt rör
ásamt fjölda djöfla.“
Copeland og söfnuður hans eru angi af
Hvítasunnuhreyfingunni í Bandaríkjun
um. Talið er að auður hans nemi sem svar
ar til tæplega 100 milljarða íslenskra króna.
Hann er þar með langríkasti bandaríski
predikarinn.
Aðrir hafa einnig efnast vel
Fleiri predikarar hafa einnig efnast vel.
Þar má til dæmis nefna sjónvarpspredik
arana Creflo Dollar frá Georgíuríki. Hann
á einnig Gulfstreameinkaflugvél og tvær
Rolls Roycelúxusbifreiðar. Bandaríska
þingið hefur á undanförnum árum skoð
að starfsemi Dollar og einnig Copeland og
fleiri þekktra predikara án þess að finna
nokkuð sem gaf tilefni til viðbragða þings
ins. En það eru ekki allir predikarar sem
fara að lögum og reglum, og teygja sig jafn
vel langt út fyrir það mikla svigrúm sem
trúfélög hafa samkvæmt bandarískum lög
um. Í byrjun árs var Todd Coontz, predikari
frá NorðurKarólínu, dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir skattaundanskot í tengslum
við rekstur trúfélags síns. Hann hafði falið
ýmis útgjöld vegna lúxuslífsmáta síns undir
liðnum „rekstrarkostnaður“ á skattframtal
inu. Þar á meðal voru kaup og rekstur fast
eigna, kaup á skartgripum, bát og nokkrum
sportbílum. Hann hafði einnig sett fata
kaup sem nema um 30 milljónum íslenskra
króna sem rekstrarkostnað. Saksóknari
í málinu gegn honum sagði að Coontz
hefði „látið hjá líða að fylgja því sem hann
predikaði“. Kjarninn í boðskap Coontz er
það sem í Bandaríkjunum hefur verið kall
að „velmegunarguðfræði“. Hún nær yfir
þann boðskap að bein orsakatengsl séu á
milli þess að gefa, helst til kirkjunnar, og ár
angurs og ríkidæmis í lífinu.
Þessi kenning er mjög vinsæl meðal
margra sem játa mótmælendatrú en hún
felur í sér að efnisleg velmegun og heil
brigði sé til merkis um að fólk sé meðal
útvalinna í augum guðs. Þessi boðskap
ur höfðar sérstaklega vel til trúaðs fólks
í lágtekjuhópum en það þarf eiginlega á
himneskri hjálp að halda til að láta heim
ilisbókhaldið ganga betur upp. Rannsókn
sem greiningarstofnunin Pew gerði 2014
sýndi að margir innan þeirra söfnuða, sem
hafa tekið þessa kenningu upp á arma sína,
eru með meðallaun í lægri endanum. n
Auðugir, bandarískir
guðsmenn sæta gagnrýni
Predikarar maka
krókinn Ekki er annað
að sjá en þeir telji ríki-
dæmi og góðan gang í
lífinu vera beint merki frá
guði um velþóknun hans.
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
M
Y
N
D
: G
ET
T
Y
IM
A
G
ES