Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 30
30 30. ágúst 2019 Jaelen, 13 ára, og Faith, 10 ára systir hans, stóðu í þeirri trú að þau væru á leið í Disneyland og til strandanna í Kaliforníu. Þetta var 13. september 2013 og börnin voru með móður sinni, Marilyn Edge, á leið frá heimili þeirra í Arizona til Kaliforníu. Börnin sáu ekki Disneyland eða strendur Kaliforníu því þeirra síðasti áfangastaður í lifanda lífi varð hótelherbergi í Santa Ana í Orange-sýslu. Þremur dögum áður hafði dómari í Georgíu-fylki úrskurðað að Edge skyldi svipt forræði yfir börnunum og það fært föður þeirra. Edge og barnsfaðir hennar voru skilin og höfðu bæði búið í Georgíu-fylki. Edge hafði flutt þaðan til Arizona eftir að dómari hafði heimilað SAKAMÁL LEYNDARMÁL SYSTKINANNA n Gillon-systkinin unnu á sama stað n Mörgum fannst hegðun þeirra undarleg n Bróðirinn vildi drottna yfir systur sinni n Samskipti þeirra fengu slæman endi Á rið 1927, eða þar um bil, var 28 ára, hugguleg, skosk kona, Annie Gillon, þerna í Plummers Plain House í Lower Beeding í Sussex á Englandi. Þar vann einnig bróðir Annie, James Gillon, en hann var aðstoðargarðyrkjumaður. Undarleg í háttum Það var ekki af þeim tekið að systkinin voru dugnaðarforkar og féll varla verk úr hendi, en voru að sögn frekar undarleg í hátt- um. Annað vinnufólk í Plummers Plain House tók eftir því að þegar systkinin voru saman þá töluðu þau saman í lágum hljóðum og 15 ára drengur, sem þar vann, sá þau einu sinni kyssast og fannst sem kossinn sá væri allt annað sakleysis legur. Samvistir að vinnu lokinni Einnig veittu aðrir því eftirtekt að Annie og James virtust lítið sam- neyti vilja hafa við vinnufélaga sína á setrinu og lok hvers vinnu- dags fór Annie í lítið hús sem James hafði til afnota á landar- eigninni. Þar útbjó hún mat handa bróður sínum og kom sjaldan í herbergi sitt í Plummers Plain House fyrr en langt var liðið á kvöld. Annie breytist Annie Gillon hafði verið ráðin til starfa í maí, árið 1927, og bróðir hennar um tveimur mánuðum síðar. Allan þann tíma höfðu þau breytt eins og áður er lýst, en á því varð breyting um miðjan septem- ber. Þá varð Annie félagslyndari og blandaði einkum og sérílagi geði við brytann, George Mercer, sem var einnig bílstjóri fjölskyldunn- ar í Plummers Plain House ef svo bar undir. Óhlýðnast bróður sínum Þann 19. september þurfti George að skjótast til Brighton einhverra erinda fyrir húsbónda sinn. George bauð Annie og matselj- unni, frú Lilian Crouchman, að slást með í för. Það fannst Annie spennandi hugmynd og varð al- sæl, en James setti í brýnnar og sagði systur sinni að vera heima. Annie virti fyrirmæli James að vettugi og sagði George að það yrði henni sönn ánægja að fara með honum og frú Crouchman. Þegar bíllinn rann úr hlaði var greinilegt að James var ævareið- ur. Annie óhlýðnast aftur Annie var í skýjunum þegar þau komu heim frá Brighton um kvöldið. Ánægjan hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar bróðir henn- ar byrjaði að nöldra í henni. James kvartaði yfir því að hann hefði hvorki fengið vott né þurrt allan þann dag vegna sjálfselsku Annie, sem hafði valið að fara til Brighton í stað þess að hugsa um hann. James sagði Annie að koma í kotið hans og útbúa kvöldverð handa honum. Annie hélt nú ekki, sagði James að láta hana í friði og strunsaði til herbergis síns. Rakhnífur og gapandi sár Klukkan átta næsta morgun heyrði garðyrkjumeistarinn hávær vein sem bárust frá álmu þjónustu- fólksins í Plummer Plain House. Hann rauk þangað og hljóp nán- ast í flasið á James sem staulaðist um með rakhníf í hönd og skurði á hálsi og úlnliðum. Annie virtist hafa lyppast niður í stól og var með gapandi skurð á hálsinum. Síðar kom í ljós að hún hafði einnig verið stungin með hnífi í bakið, af svo miklu afli að blaðið brotnaði og sat eftir í sár- inu. Yfirlýsing Annie James féll á gólfið og læknir sem kallaður var til sá samstundis að Annie var nær dauða en lífi. Lækn- irinn bað Annie að segja hvað hefði gerst, hann, frú Crouchman „Hann kom, sparkaði í mig og stakk mig síðan og skar mig með rakhníf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.