Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 31
SAKAMÁL 3130. ágúst 2019 eftirlitslausar heimsóknir barnsföður hennar. Við tóku deilur sem spönnuðu allt frá ágreiningi um forræði og meðlag til heimilisfestar. Edge var sett í varðhald, laugardaginn 14. septem- ber, eftir að hún ók bifreið sinni á ljósastaura og sitthvað fleira í Costa Mesa. Lögreglan þurfti að beita valdi til að ná henni úr bílnum því hún braust um á hæl og hnakka. Síðan upplýsti Edge að Jaelen og Faith væri dáin á Hampton-gistiheimilinu í Santa Ana. Edge myrti börn sín með eitri og hefur verið ákærð fyrir tvö morð. Hún bíður réttarhalda. og garðyrkjumeistarinn myndu verða vottar að yfirlýsingu hennar sem lögreglan fengi. Læknirinn skrifaði niður það sem Annie gat með harmkvæl­ um sagt: „Ég, Annie Gillon, lýsi því yfir, í þeirri trú að ég muni brátt deyja, að bróðir minn, James Gillon, sagði mér að færa honum morgunverð. Ég sagði að ég myndi ekki gera það og hann kom, spark­ aði í mig og stakk mig síðan og skar mig með rakhníf. Þetta er yf­ irlýsing mín 20.9.27, klukkan 9 að morgni.“ Ekki lífs auðið Systkinin voru flutt á sjúkrahús og ljóst að sár James voru ekki alvarleg. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðtilraun og sjálfsmorðstilraun. Ástand Annie var öllu alvarlegra og átta dögum síðar lést hún á sjúkrahúsinu. Áður en Annie lést hafði hún upplýst að hún hefði um nokkurt skeið viljað segja skilið við bróð­ ur sinn, en ekki getað. Henni hefði fundist sem hún væri föst í gildru og að hún myndi aldrei losna við hann. Gamalt leyndarmál Þegar réttað var yfir James í Lewes bar hann fyrir sig geðveiki. Kvið­ dómur hafnaði þeirri vörn og James var sakfelldur og dæmdur til dauða. Dómnum var áfrýjað og þá kom í ljós gamalt mál upp úr kaf­ inu. James hafði verið dæmd­ ur, árið 1921, fyrir að hafa átt samræði við systur sína og feng­ ið þriggja ára fangelsisdóm fyrir vikið. Afrakstur sifjaspellanna var barn sem Annie bar og fæddi. Samband systkinanna hafði haldið áfram eftir að James losn­ aði úr fangelsi. Áfrýjunin bar ekki árangur, dauðadómurinn stóð óhaggaður og 31. janúar, 1928, var James Gillon hengdur í Wandsworth­ fangelsinu í London. Böðlarnir sem fullnægðu dómnum hétu Ro­ bert Baxter og Thomas Philips. n LEYNDARMÁL SYSTKINANNA n Gillon-systkinin unnu á sama stað n Mörgum fannst hegðun þeirra undarleg n Bróðirinn vildi drottna yfir systur sinni n Samskipti þeirra fengu slæman endi „James kvartaði yfir því að hann hefði hvorki fengið vott né þurrt allan þann dag vegna sjálfselsku Annie Vettvangurinn Seinni tíma mynd af Plummer Plain House í Sussex. Fyrir 1930 Fólk bíður þess spennt, við Wandsworth- fangelsið í London, að geta lesið um aftöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.