Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 17
FÓKUS 1730. ágúst 2019 setið heima og gert ekki neitt. Hann reif mig í vinnuna, ég með stelpuna fasta við mig í burðar- poka. Við tókum þrjátíu klukku- tíma vinnutörn og ég gat varla talað í endann. Í kjölfarið byrjaði ég að vinna á fullu, oftast tuttugu tíma vinnudaga og átti auk þess að hugsa um húsið, barnið og stóran part af rekstrarlegri hlið fyrirtækisins. Eina sem hann gerði var að blanda ísinn og setja í vélina,“ segir Anna, en á þessum tímapunkti var andlega ofbeldið orðið mikið. „Ég svaf þegar mér var leyft það. Ég sat þegar mér var leyft það. Ég átti engan pening og hann stakk reglulega af án þess að skilja eftir pening fyrir mig og stelpuna. Þetta var svo mik- ill heilaþvottur og mér leið eins og ég ætti ekki rétt á að biðja um hluti. Ég hafði engin réttindi. Ég átti bara að gera það sem mér var sagt. Ef ég dirfðist að kvarta færð- ist harka í leikinn.“ Stutt frí til Íslands framlengdist Anna varð aftur ólétt árið 2012, þá að dreng. Hún sótti það fast að fara í þungunarrof því fjölskyldan hefði ekki efni á öðru barni en barnsfað- ir hennar leyfði henni það ekki. Anna vann alla meðgönguna og var komin til starfa tveimur dög- um eftir að drengurinn fæddist, þá með bæði börnin. Haustið 2013 réðu þau starfsmann sem opnaði augu Önnu. „Hann kom fram við mig eins og manneskju. Ég áttaði mig á að ég væri komin ofan í holu – að ég þyrfti að komast í burtu. Ég ákvað að það væri best að fá smá fjarlægð og fara í stutt frí til Íslands. Foreldr- ar mínir hjálpuðu mér að kaupa farið og þegar ég lenti á Íslandi brotnaði ég niður. Ég var komin með áfallastreitu vegna þessa alls og þegar ég var búin að vera á Ís- landi í mánuð var ég sannfærð um að ég gæti ekki haldið svona áfram lengur. Ég vildi ekki fara til baka,“ segir Anna. Barnsfaðir hennar tók fréttunum ekki vel og dró hana fyrir dóm um hvort hún ætti að snúa aftur til Bandaríkjanna með börnin, með vísan í Haag-samn- inginn. Anna hafði betur í héraðs- dómi um hvort börnin hefðu ver- ið tekin með ólögmætum hætti en tapaði í Hæstarétti. Það var fyrst í þessari baráttu sem Anna heyrði að barnsfaðir hennar hefði verið dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi áður en þau kynntust. Þrátt fyrir að hann væri með þann dóm á bak- inu var Önnu gert að snúa aftur til Bandaríkjanna með börnin. Anna mátti ekki vinna þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna þar sem græna kortið hennar var útrunnið. Hún þurfti því að treysta á fjár- framlög ættingja og vina. Aðrar konur lent í manninum Forræðisdeilan fór loks fyrir dóm í desember árið 2015. Anna var á þeim tímapunkti orðin mjög hrædd við barnsföður sinn – hrædd um að hann gerði henni eitthvað. Það jók þær áhyggjur að hún hafði komist í samband við konur sem hann hafði ver- ið með áður en þau Anna hittust, sem báru honum ljóta söguna. Ein konan sagði að hann hefði geng- ið svo í skrokk á henni að hún var næstum því dáin. Þessar konur báru vitni í málinu í Bandaríkjun- um en það virtist litlu máli skipta. Einnig var barnaklámsdómurinn ekki sendur frá Íslandi til Banda- ríkjanna og því var hann ekki tek- inn inn í dæmið. Réttarhöldin tóku þrjá daga. Anna fékk forsjá yfir börnunum og faðirinn heim- sóknarrétt. Anna yrði meira með börnin og fengi að fara með þau aftur til Íslands svo lengi sem hún ynni í því að fá græna kortið aftur. Anna hélt að þar með væri mál- inu lokið. Hún búin að fá skilnað og börnin með ákveðna umgengni við föður sinn í Bandaríkjunum en með lögheimili á Íslandi. Svo var nú aldeilis ekki. Hún fylgdi börnunum sínum út í heimsókn til Bandaríkjanna sumarið 2016. Þegar hún sneri aftur til Íslands fékk hún óhugnanlegar fréttir frá lögfræðingi sínum. Eftir að Anna hafði yfirgefið Bandaríkin hafði barnsfaðir hennar ráðið fjórar manneskjur í staðinn fyrir hana í fyrirtækinu. Lögfræðingurinn færði henni þær fréttir að þessar manneskjur hefðu haft samband við lögreglu því barnsfaðirinn væri að leggja á ráðin um hvernig hann ætti að koma Önnu fyrir kattar- nef – hvort hann ætti að eitra fyrir henni eða skjóta hana. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og kærð- ur. Svo fór að hann var dæmdur í þriggja mánaða stofufangelsi og skikkaður á ýmis námskeið. Þá fékk Anna einnig fimm ára nálg- unarbann á hann. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir dóm á Íslandi um vörslu á barnaklámi þurfa börn þeirra Önnu að heimsækja föður sinn í fimm vikur yfir sumarið og einnig á veturna. „Í þessum forræðisdómi er ég vondi kallinn,“ segir Anna. „Ég er að halda krökkunum í burtu frá honum og bera út róg um hann. Það virðist vera sama hvert ég fer eða sný mér þá er alltaf verið að halda utan um og vernda rétt ger- andans til þess að beita ofbeldi. Um leið og maður reynir að verja sig stangast það á við lögin,“ segir Anna og bætir við að henni finnist réttarkerfi í Bandaríkjunum mun verra en á Íslandi. „Það er mikið feðraveldi. Ef feður segjast vilja fá forræði eru þeir líklegri til að fá það því það er hlustað á karlmenn. Ég get talið mig heppna því ég fékk forræðið samt sem áður. Á Íslandi er talað um að börn njóti vafans. Það er ekkert svoleiðis í Bandaríkj- unum. Í gegnum þetta mál er ekki hugsað um hver sé réttur barn- anna heldur hver réttur pabbans er.“ „Annaðhvort syndir maður eða drukknar“ Anna og barnsfaðir hennar eiga eftir að festa niður umgengnisregl- ur varðandi börnin og er það næsta skref. Hún útilokar ekki að fara fram á fullt forræði án umgengni við föðurinn, í ljósi þeirra hegð- unar sem hann hefur sýnt og ver- ið dæmdur fyrir. Anna segist halda í þá reglu að tala ekki illa um föð- urinn í návist barnanna, en heyr- ir hvernig hann talar við börnin á Skype. Þá gangi það mikið út á að tala niðrandi um hana sem móð- ur. Anna ber sig vel þrátt fyrir allt og segist aldrei hafa liðið betur á æv- inni en einmitt núna – í örygginu á Íslandi. „Annaðhvort syndir maður eða drukknar. Þetta er ógeðslega erfitt, en hitt er miklu verra. Þetta hefur vissulega dregið dilk á eftir sér. Ég er með áfallastreitu og fékk kulnun í fyrra þannig að ég hef ekkert geta unnið síðan í október. Þetta er alls ekki auðvelt, en ef ég gefst upp þá vinnur hann. Ég á krakka sem treysta á mig og ég geri hvað sem er fyrir þau,“ segir hún. En hvernig lítur framtíðin út? „Áfallastreita er þannig að hún brenglar tímaskynið. Ég veit að ég á framtíð, en ég á mjög erfitt með að ímynda mér hana. Síðan renn- ur þetta nálgunarbann út eftir tvö ár. Hvað gerist þá? Er eitthvað sem stoppar hann í að drepa mig þá? Það er viss möguleiki að ég verði myrt þegar ég fer út með krakkana í heimsókn. Ég er með kerfi í gangi til að passa að ég sé ekki ein. Þetta verður normið. Ég er ekki hætt að vera hrædd en ég bý mér til ýmis plön til að vinna eftir. Þetta hefur áhrif á allt mitt líf.“ n „Einn daginn sagði hann að ég gæti pottþétt verið nektar­ dansari Í þessum forræðisdómi er ég vondi kallinn Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS M Y N D : D V/EY Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.