Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Blaðsíða 16
16 FÓKUS 30. ágúst 2019
H
ann var rosalega sjarmer
andi. Hann vissi nákvæm
lega hvað hann ætti að
segja. Hann gat lesið mig
fullkomlega og vissi alveg hvaða
takka hann átti að ýta á,“ segir ís
lensk kona á fertugsaldri sem stað
ið hefur í forræðisdeilu, vegna
barna sinna tveggja, við banda
rískan barnsföður. Konan vill
njóta nafnleyndar sökum þess að
málið er enn í meðferð banda
rískra dómstóla, því köllum við
hana Önnu héðan í frá.
Dæmdur fyrir vörslu á
barnaklámi
Anna kynntist barnsföður sínum
stuttu áður en hún varð tvítug. Þá
var maðurinn fertugur og búinn
að búa á Íslandi í tíu ár. Þau kynnt
ust á síðunni Sparks, sem í þá daga
var dægurmálavefsíða sem bauð
upp á spjallmöguleika. Maðurinn
hafði samband við Önnu í gegn
um síðuna því hann þurfti að tala
við íslenska konu því hann væri að
skrifa skáldsögu um íslenska konu
og hann væri bandarískur karl
maður. Sagðist hann vanta innsýn
í líf venjulegrar konu á Íslandi.
„Það sem ég vissi ekki var að á
þessum tíma var nýbúið að dæma
hann fyrir vörslu á barnaklámi,“
segir Anna, en maðurinn var
dæmdur í níutíu daga fangelsi
árið 2005, nokkrum mánuðum
áður en hann og Anna kynntust. Í
tölvu hans fundust 349 ljósmynd
ir og sautján stuttar hreyfimyndir
sem sýndu börn á kynferðislegan
eða klámfenginn hátt. DV er með
dóminn undir höndum. Anna seg
ir að sambandið hafi þróast mjög
hratt eftir fyrstu kynni þeirra í
raunheimi.
„Hann var fljótur að láta til
skarar skríða. Hann kyssti mig
fyrst þegar við hittumst. Ég vissi
ekki alveg hvað var í gangi. En
hann sýndi mér athygli og það var
akkúrat það sem ég þurfti á þess
um tíma.“
Anna fullyrðir að maðurinn sé
siðblindur í ljósi þess sem hún nú
hefur kynnt sér um siðblindu. Hún
segir að hún hafi verið sérstaklega
móttækileg fyrir ástarjátningum
mannsins á þessum tíma. Hún
hafði verið áreitt kynferðislega
sem barn og átt í tveimur ofbeld
issamböndum áður en hún hitti
manninn.
„Ég var búin að vera að kljást við
ýmislegt, þar á meðal áfallastreitu
og þunglyndi. Ég var búin að
ganga í gegnum erfiða hluti og var
sífellt í leit að viðurkenningu. Ég
fékk enga athygli frá mínum jafn
öldrum og var dálítið utangarðs.
Síðan kom hann og jós yfir mig
gullhömrum. Þá gafst ég bara upp
og gaf mig honum á vald.“
Bónorð á Quiznos
Maðurinn bað Önnu eftir einungis
nokkurra mánaða samband
og það á skyndibitastaðnum
Quiznos. Anna þjáðist af kvíða og
leyfði neikvæðniröddunum ekki
að stjórna svarinu við bónorðinu.
„Ég var með svo mikinn kvíða
að ef ég hefði alltaf hlustað á nei
kvæðniraddirnar hefði ég aldrei
gert neitt. Ég hugsaði að þetta væri
örugglega ekki góð hugmynd, en
að sama skapi að þetta hlyti bara
að vera bull í mér,“ segir hún. Þegar
hún lítur til baka núna sér hún að
bónorðið var vel útpælt.
„Hann var að skrifa teikni
myndasögur á þessum tíma og ég
var að teikna þær. Hann langaði
að fara aftur til Bandaríkjanna og
setjast þar að með mér, en sagði
það vera erfitt fyrir mig að flytja
nema við myndum gifta okkur.
Hann setti þetta þannig upp að
við gætum bæði unnið við það
sem við elskuðum ef við giftumst,
ekki að hann væri svo spenntur að
kvænast mér. Þetta var bara eitt
hvað sem „meikaði sens“,“ segir
Anna. Fyrst um sinn fannst henni
vera borin virðing fyrir sér en síð
an breyttist það. „Þetta byrjaði
hægt og rólega að vinda upp á sig.
Hann var alltaf á leiðinni að finna
sér vinnu, en síðan gerðist ekkert
því hann var bara að ljúga að mér.
Fyrsta skrefið var að venja mig við
lygarnar,“ segir hún.
Vann sem strippari
Þau ákváðu að safna pening áður
en þau flyttu vestur um haf, en þar
sem maðurinn var atvinnulaus
þurfti Anna að finna sér vinnu sem
gæfi vel í aðra höndina.
„Einn daginn sagði hann að ég
gæti pottþétt verið nektardansari.
Tilhugsunin fyrir mig, mann
eskjuna sem hafði aldrei fengið
athygli, var góð. Þannig að ég byrj
aði að vinna á Goldfinger, en flosn
aði upp úr því frekar hratt því mér
fór að líða mjög illa í vinnunni,“
segir Anna. Ári eftir að hún kynnt
ist manninum voru þau gift og síð
an lá leiðin til Bandaríkjanna, eða
í september árið 2007. Þau höfðu
náð að safna dágóðri upphæð fyrir
ferðina og fengu að búa frítt í húsi
sem frændi mannsins átti á Flór
ída. Enn gekk atvinnuleit manns
ins illa og þótt hann hafi fund
ið sér láglaunastarf var það ekki
nóg til að halda þeim uppi þegar
þau byrjuðu að ganga á spari
féð. Því fór Anna aftur að dansa á
nektarstöðum og kunni ágætlega
við það. Vorið 2008 flutti parið til
Wash ington og Anna hélt áfram að
vinna sem nektardansmær. Síðan
kom bankahrunið og allt í einu
hætti fólk að venja komur sínar á
nektardansstaði og eyða formúu í
dans. Það reyndist Önnu erfitt.
„Það fór að ganga verr og verr í
klúbbnum af því að fólk var blankt.
Mér gekk illa og varð þunglynd.
Þetta var bæði stressandi og erfitt.
Ég stakk upp á því að ég myndi fá
mér aukavinnu á bensínstöð svo
við hefðum fastar tekjur en hann
bannaði mér það. Ég átti að vera
dansari. Hann var löngu hættur
í vinnunni fyrir bankahrunið svo
hann gæti keyrt mig á dansklúbb
ana og ég komst ekki neitt nema
hann keyrði mig. Staðurinn sem
ég dansaði á var í skuggalegu
hverfi og hann gat til dæmis ekki
alltaf sótt mig út af skotbardögum
í götunni. Hann stakk því upp á að
hann væri alltaf með peninginn
sem ég þénaði, þar sem hverfið
væri svo hættulegt. Það endaði því
þannig að hann sá um peninga og
ég átti ekki neitt.“
„Þetta er svo mikill
heilaþvottur“
Anna var búin að ýta á þáverandi
eiginmann sinn reglulega um að
fá sér vinnu og loks datt honum
í hug að þau myndu byrja fram
leiðslu á ís og selja á útimörkuð
um, og í verslanir. Stuttu eftir að
framleiðsla hófst, vorið 2010, varð
Anna ólétt að fyrra barni þeirra,
stúlku. Meðgangan var erfið og
ekki bætti úr skák að Anna þurfti
að vinna langa vinnudaga svo
fjölskyldan næði endum saman.
Á lokadögum meðgöngunnar
kom í ljós að Anna var með
meðgöngueitrun og var send á
sjúkrahús með hraði til að fæða
barnið. Fæðingin stóð yfir í fimm
daga og segir Anna að þáverandi
eiginmaður hennar hafi lítið verið
á staðnum. Þegar heim var kom
ið var stúlkubarnið afar órólegt,
öskraði allar nætur og mjólkur
framleiðsla Önnu var af skornum
skammti. Anna átti að vera rúm
liggjandi og jafna sig eftir erfiða
fæðingu, en barnsfaðir hennar
skikkaði hana í vinnuna.
„Eftir tvær vikur trompaðist
hann og sagði að ég gæti ekki bara
„Ég er
ekki hætt
að vera
hrædd“
Barnsfaðir Önnu reyndi að drepa hana - Dæmdur fyrir vörslu á
barnaklámi - Lét Önnu vinna sem strippari og tók af henni peningavöld
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is