Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 13
jivtaaunw.- ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 13 Stubbalækj arvirkun formlega vígð Nemendur Lýsuhólsskóla virkja bæjarlækinn og reisa gróðurhús Byggi n ga fra m kvæmdi r í Olkeldudal Trésmiðja Guðmundar Frið- rikssonar ehf. er að byggja par- hús við Olkelduveg nr. 25-27 í Grundarfirði. Ibúðirnar eru hver um sig um það bil 120 m2, þar af 30 fm bílskúr. Að sögn Guðmundar eru lóðirnar í Ol- keldudal mjög skemmtilegar byggingarlóðir. GE Það var stór stund hjá nem- endum og starfsfólki Lýsuhóls- skóla í Snæfellsbæ á þriðju- dagskvöldið í síðustu viku. Þá voru litlu jólin haldin hátíðleg og haldnir tónleikar nemenda Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Hápunktur kvöldsins var þó vígsla Stubbalækjarvirkjunar sem er án efa eitt óvenjulegasta og jafnframt eitt metnaðar- fyllsta skólaverkefni í grunn- skólum hér á landi. Virkjunin er afrakstur verk- efnis sem Haukur Þórðarson kennari lagði fyrir nemendur sína fyrir urn tveimur árum og felst í því að læra að meta þá orku sem býr allt um kring og í þessu tilfelli innan marka skólalóðarinnar. Fyrsti áfang- inn var að stífla Stubbalæk sem rennur um skólalóðina og koma þar fyrir vatnshrút sem meðal annars hefur verið not- aður til að vökva kálgarð sem nemendur hafa sáð í á lækjar- bakkanum. I framhaldi af því mældu nemendur rennslið í læknum og reiknuðu út hvað virkjun gæti gefið mikla orku. I haust var síðan ráðist í virkjun- arframkvæmdir og keyptur rafall erlendis frá sem frarn- leiðir 200 wött og dugar það til að lýsa upp gróðurhús sem reist var skammt frá virkjunni. Gróðurhúsið er hluti af verk- efninu en nemendur smíðuðu það sjálfir með aðstoð starfs- fólks og foreldra sem lögðu m.a. til véla- og steypuvinnu. Grind hússins var byggð inni í íþróttasal skólans og reist á byggingarstað í síðustu viku. I gróðurhúsinu er ætlunin að forrækta matjurtir fyrir kál- garðinn og verður affallið af hitaveitu skólans notað til að hita gróðrarstöðina. Allur pakkinn „Þetta hefur verið mjög gef- andi verkefni og áhugi nem- enda gífurlegur,“ segir Haukur Þórðarson kennari. Aðspurður um hvort verkefnið stangist ekki á við þá vinnu sem unnin hefur verið í skólan- um varðandi um- hverfismál og vakið mikla athygli segir Haukur að svo sé alls ekki. „Við leggju áherslu á sjálfbærni og ég held að nemendur læri þarna að meta hvernig hægt er að nýta náttúruna án þess að eyðileggja hana. Landspjöll vegna þessara fram- kvæmda voru í lág- marki en reyndar fór eyja sem var í læknum á kaf í lón- ið og það var svolít- ið gaman að því að krakkarnir þurftu að velta íyrir sér hvort væri mikilvægara að halda í eyjuna eða fá virkjunina. Það má því segja að þau hafi fengið að kynnast öllum hliðum sem eru á svona framkvæmdum. Síðan var unnið umhverfis- skipulag fyrir verkefnið þannig að við fengum þarna eiginlega smækkaða mynd af því hvernig svona hlutir ganga fýrir sig í al- vörunni.“ Þess má geta að orkubúskap nemenda í Lýsuhólsskóla er engan veginn lokið en næsta skref verður að reisa vindmyllu á skólalóðinni. GE Þráðlaust firítt Intemet í Sldlma nn a h reppi Fyrirtækið eMax hefur hafist handa við að koma á þráðlausu Interneti á heimili í Skilmanna- hreppi, en þetta kemur frarn á vefnum hvalfjordur.is. Allir íbú- ar hreppsins eiga þess nú kost að fá ókeypis tengingu og rekstur hennar fýrsta árið að gjöf frá sveitarfélaginu, eigi þeir tölvu- búnaðinn sem til þarf. Gert er ráð fýrir að lokið verði við að tengja í endaðan apríl. MM Ingi Hans Jónsson í jólastofunni frá 1960 en hann er sjálfur frá því löngu fyrr! Jólastofa í Sögumiðstöðinni Sögumiðstöðin í Grundar- jólastemningu fýrri tíma og jólastofu frá 1960 og þar er firði er ekki einungis söguleg bera saman við nútímann. Ingi hægt að sjá hversu mikið hefur heldur einnig með afbrigðum Hans Jónsson forstöðumaður breyst á aðeins fáeinum ára- jólaleg þessa dagana. Þar er Sögumiðstöðvarinnar hefur tugum. meðal annars hægt að upplifa komið upp sýningu í formi GE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.