Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 38
38
ÞRIÐTUDAGUR21. DESEMBER 2004
LinC.93ltIU>u
Handverkskonur í Borgarfirði standa fyrir jólamarkaði í tuttugasta sinn og að þessu sinni er hann stað-
settur í Hyrnutorgi. Þar getur að líta fjölbreytt handverk, jólaskraut ofl. Mynd: GE
Ólafur Jósefsson yfirþjálfari UKIA, Magnús Óskarsson form. UKÍA, Guðmundur E. Björnsson frá SS og
Svava Ragnarsdóttir ritari UKÍA.
SS gerir samning við
unglinganefiid KIA
Nýverið var skrifað undir KIA. I samstarfssamningi þess- akademíu UKIA. Einnig mun
samning sem felur í sér stuðn- um felst m.a. að SS styrldr starf SS styrkja Skagamót Coke og
ing Sláturfélags Suðurlands við félagsins með því að greiða með KB-banka á næsta ári.
starfsemi Unglinganefndar knattspyrnuskóla og Morgun- MM
Aðventunni fagnað í
Borgamesi
Snjólaug Guðmundsdóttir sýnir Einari Kárasyni rithöfundi réttu hand-
tökin við jólavefinn.
Það sem af er desember hef-
ur verið boðið upp á ýmsa við-
burði í Safnahúsinu í Borgar-
nesi en undanfarin ár hafa
margir kvartað yfir því að lítið
væri um að vera þar í bæ á að-
ventunni þótt yfirleitt sé blóm-
legt menningarlíf á svæðinu á
öðrum tímum yfir veturinn.
Borgnesingar hafa þó allavega
ekki haft yfir neinu að kvarta
síðustu vikurnar því dagskrá
Safnahússins hefur verið þöl-
breytt. Meðal annars hafa rit-
höfundar heimsótt Borgarnes
og lesið upp úr verkum sínum
og sagnamenn og tónlistar-
menn úr Borgarfirði hafa látið
gamminn geysa. Þá hefur
gallerí Snjólaugar hreiðrað um
sig í kaffistofu Safnahússins að
ógleymdum Agli Skallagríms-
syni sem kom þar í fylgd Hall-
veigar Thorlacius en hún frum-
sýndi þar leikritið Egla í nýjum
spegli fyrir skömmu. GE
Sagna- og söngvakonur. F.v. Eygló Lind Egilsdóttir, Jenný Lind Egils-
dóttir, Steinunn Pálsdóttir og Suzanna Budai.
Myndir Eva Sumarliðadóttir
Skallinn á bamaspítala
Miðvikudaginn 15. desem-
ber gerði lukkudýr Skallanna
úr Borgarnesi, bolabíturinn
Skallinn, víðreisn. Hann skellti
sér í höfuðborgina og í heim-
sókn á Barnaspítala Hringsins.
Þar skemmti hann börnum
sem þar lágu og gaf þeim stórt
plakat með mynd af sjálfum sér
á körfuboltavelli þeirra Skall-
anna, að sjálfsögðu áritað og í
boði KKD Skallagríms. Einnig
færði hann börnunum bókina
Jólastríðið eftír skapara sinn og
Borgnesinginn, Jóhann
Waage. A meðal barna sem
Skallinn heimsótti var Borg-
nesingurinn og hetjan Torfi
Lárus Karlsson, en honum
þótti Skallinn frekar líkjast
flóðhesti en bolabít.
MM
Fyrirlestur um Færeyjar
Ernst Olsen hélt fyrirlestur
um Færeyjar í Borgarnesi í síð-
ustu viku á vegum Norræna fé-
lagsins í Borgarfirði og Safna-
húss Borgarfjarðar. Ernst hefur
undanfarin ár starfað sem ritari
Norrænu ráðherranefndarinn-
ar, með aðsetur á Islandi, en
trúlega þekkja hann mun fleiri
sem Færeyinginn úr Dominos
pizza auglýsingunum.
GE