Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 23
úoiisaunu^ ÞRIÐJUDAGUR 2L DESEMBER 2004 23 Vesturland 2004 í máli og myndiim Göngin jákvæð I október var kynnt ný skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganganna. Þar kom fram að gífurlegur ávinningur er af göngununr bæði í félagslegu og hagfræðilegu tilliti. Meðal annars hefur at- vinnuöryggi aukist, matvöruverð hefur lækkað og almenning- ur á Islandi orðið jákvæðari í garð Vesturlands. Tæknivæðing Ymsar fréttir bárust á árinu af tæknivæðingu hverskonar á Vesturlandi. Meðal þess má nefna samning sem skrifað hefur verið undir um lagningu ljósleiðara í öll hús á Akranesi fýrir vorið 2006, útsendingu stafræns sjónvarps á Snæfellsnesi og í Dölum, samning sem sveitarfélög í Borgarfirði hafa gert við fýrirtækið eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbands og á- fram inætti vafalaust telja. Allt niiðar þetta að því að gera bú- setuskilyrði hagstæðari fyrir íbúa og fyrirtæki á Vesturlandi. Norsku krónprinshjónin í heimsókn Hákon krónprins Noregs, kona hans Mette Marit og dóttir þeirra Ingrid Alexandra komu í heimsókn í sumar. Ferðuðust þau um Borgarfjarðarhérað. Þau lim fýrst við hjá löndum sín- um í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga en verksmiðjan er að meirihluta í eigu norska fýrirtækisins Elkem. Eftir að hafa skoðað sig um innandyra sem utan á Grundartanga héldu norsku gestirnir, ásamt íslensku forsetahjónunum og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í Reykholt. Þar tóku heimamenn á móti þeim og fræddu um starfsemi í Reyk- holti allt frá tímum Snorra Sturlusonar til vorra daga. Norsku gestirnir sýndu því sem Reykholt hefur að geyma mikinn á- huga enda komu þau ekki að tómum kofunum hjá Sr. Geir Waage né öðrum Reykhyltingum nútímans. Jón Oddur kom heim með silfur Vel var tekið á móti íslensku Olympíuförunum er þeir sneru heim klifjaðir góðmálmum frá Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar. Fram kom í Skessuhorni að Jón Oddur Hall- dórsson frá Hellissandi náði frábærum árangri og krækti sér í tvenn silfurverðlaun fýrir spretthlaup. Meðal þeirra sem tóku á móti Jóni Oddi við komuna til landsins var Kristinn Jónas- son bæjarstjóri Snæfellsbæjar sem færði honum góðar kveðjur bæjarstjórnar. Þess má líka geta að bæjarstjórn Snæfellsbæjar ákvað að veita Jóni Oddi sérstakan afreksstyrk. A efri myndinni má sjá Jón Odd við komuna frá Aþenu. Með honum á myndinni eru Halldór Pétur Andrésson, faðir hans (t.v.) og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Óskum nemendum, starfsmönnum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.bifrost.is VIÐSKIPTAHASKOLINN BIFRÖST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.