Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 52
52
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004
j«f.D3Ullu,„
Hvar ertu bróðir?
Kveðjajrá Grundarfirði
Ég fór í kirkju, þú varst ekki
þar. Ég fór á tónleika og ekki
varst þú þar. Eg var viðstaddur
þegar kveikt var á jólatrénu, ég
sá þig ekki. Ég fór á myndlist-
arsýningu unglinga, þú varst
ekki þar. Hvar varstu? Varst þú
kannski einn þeirra sem seldu
jólakortin til styrktar unga
fólkinu eða varst það þú sem
seldir mér friðarkertið? Eða
settir þú seríuna á jólatréð? Af
hverju sá ég þig ekki? Já bróð-
ir, nú spyr ég þig, ertu ekkert
með í því sem samfélagið er að
gera? Ertu bara heima að horfa
á sjónvarpið og bölva stjórn-
málamönnunum eða fagna
ensku mörkunum? Ferðu síðan
fram og færð þér kaffi og
býsnast yfir því að enginn geri
neitt? Manstu bróðir, þegar við
vorum litlir og mamma var að
sauma á basarinn hjá kvenfé-
laginu og þegar við fórum með
pabba að þökuleggja íþrótta-
völlinn eða skrapa timbur þeg-
ar verið var að byggja félags-
heimilið? Og manstu hvað það
var gaman að fá að taka þátt í
að byggja samfélagið með fólki
sem vann miklu meira en við
gerum?
Þér er alveg óhætt að mæta á
tónleikana hjá kirkjukórnum
þó að þú kunnir ekkert að
syngja. Og komdu með mér á
listsýninguna hjá unglingunum
þó þú hafir ekkert vit á list.
Komdu með krakkana þína í
safnið og sjáðu með þeim lið-
inn tíma. Já, tökum börnin
með, því tíminn okkar með
þeim er ekki bara fyrir þau,
hann er nefnilega tími sem við
eignumst aldrei aftur. Þau hafa
nægan tíma til að sitja við sjón-
varpið og tölvuna þegar við
erum ekki heima. Þau þurfa
enga hjálp við það. En þau
þurfa leiðsögn út í lífið og með
því að þú, kæri bróðir, ert virk-
ur þátttakandi skilarðu góðum
þegnum inn í samfélag fram-
tíðarinnar.
Vertu með okknr og
gleðileg jól bróðir!
Ingi Hans Jónsson,
Grundarfirði
Hátíð fer að höndum ein...
Kveðjafrá Akranesi
Jólahátíðin nálgast. Bærinn
okkar er skrýddur fagurlitum
ljósum, stjarnan er komin á
Sementsverksmiðjuna og bæjar-
búar keppast við skreyta hús sín.
Skaginn er kominn með vaxtar-
verki að nýju. Heilu hverfin
rísa, hús ganga kaupum og söl-
um og fólk flytur til bæjarins
eða á milli hverfa. Nú á jólaföst-
unni er jafnvel verið að taka
húsgrunna og malbika stíga.
A jólum þykir mér rétt að líta
til baka og hugleiða tilgang lífs-
ins. Við okkur blasa hrópandi
andstæður velmegunar og fá-
tæktar, friðar og ofbeldis í
heiminum. Nokkrar staðfastar
viljugar þjóðir fara með her-
valdi sem sjálfskipaðir boðberar
lýðræðis og friðar. A sama tíma
ganga á víxl hefndaraðgerðir í
landinu helga og misréttið í
heiminum eykst þrátt fýrir alla
velsældina hér heima.
Mikilvægasta verkefnið í
þessum undarlega heimi er að
skapa börnum lífvænlegt um-
hverfi og að ala upp nýja kyn-
slóð fulla af hugsjónum réttlæt-
is og friðar. Eg fullyrði að við
höfum sjaldan átt mannvæn-
legri, heilbrigðari og jákvæðari
börn. Það þarf að hlúa að þeim,
ala þau upp í fordómaleysi og
skilningi á högum annarra, gefa
þeim ögrandi verkefni og efla
hjá þeim gagnrýna hugsun.
Heilbrigt uppeldið ætti að vera
forgangsverkefni hvers samfé-
lags ásamt aðhlynningu þeirra
sem minna mega sín af ýmsum
sökum. Þennan forgang þarf
hvert bæjarfélag og þjóðin öll
að sýna í verki.
Þegar ég horfi til baka til líð-
andi árs þá gleðst ég yfir því að
hafa fengið tækifæri til að kíkja í
fýrsta skipti inn um gættina á
heilli heimsálfu, Afríku. Mark-
mið ferðar þangað var meðal
annars að vinna nýjan persónu-
legan sigur með göngu á hæsta
fjall álfunnar, Kilimanjaro. A
tindinum átti ég ógleymanlega
stund en lærdómsríkast í ferð-
inni var þó að sjá mannlífið í
þessum heimshluta og að skynja
hversu vel við búum hér í okkar
litla landi og hversu mikið við
getum gefið um leið og við get-
um lært svo ótal margt af Afr-
íkuþjóðum. Ef við aðeins lærð-
um að bera virðingu fýrir með-
bræðrum okkar um allan heim
og lærðum að virða siði þeirra
og menningu þá væri stórt skref
stigið í átt til friðar og betri
heims.
Megi jólin færa Vestlending-
um „ljós og líf, lækning,
græðsla, von og hlíf.“ Megi
friðarenglar vaka yfir þeim og
heiminum öllum.
Gleðilega jólahátíð!
Guðbjartur Hannesson
skólastjóri, Akranesi
Við óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
ogfarsœls nýs árs.
Þökkum samstaffið á árinu.
Ú
UPPHEIMAR
Uppheimar ehf - Vesturgötu 45 - Sími 863 4972 - www.uppheimar.is
VerkaíýðsféCag JAkraness
Jóíakpeðjafrá
‘Ve rkalýðsfélagi PLkraness
Oskum félögum sem og
Vestlendingum öllum
gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári.