Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 45
jniuisunu^
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
45
Jólaskákmót UMSB
Jólaskákmót UMSB var
haldið í Grunnskóla Borgar-
ness 17. desember.
A myndinni eru þátttakend-
ur á mótinu ásamt þjálfara sín-
um Helga Olafssyni stórmeist-
ara. Keppendur voru 17 og
voru tefldar 6 umferðir. Keppt
var í tveimur flokkum, 10 ára
og yngri og 11 ára og eldri.
Allir keppendur fengu bókar-
verðlaun frá Skáksambandi Is-
lands og einnig fengu efstu
menn í hvorum flokki gjafa-
miða á 16“ pizzu frá Hyrn-
unni. I yngri flokki varð hlut-
skarpastur Einar Konráðsson
en í eldri flokki voru Tinna
Kristín Finnbogadóttir og Jó-
hann Oli Eiðsson með flesta
vinninga. Góð þátttaka hefur
verið á skákæfingunum í vetur
og verður þeim haldið áfram
eftir áramót.
Jólastund í ráðhúsinu
Síðasdiðinn laugardag var hald-
in árleg jólastund í ráðhúsinu í
Stykkishólmi. Þessi siður komst á
þegar bæjarskrifstofur Stykkis-
hólms fluttu í ráðhúsið haustið
1998 en það eru Stykkishólmsbær,
Amtbókasafnið og Norska húsið
sem standa að þessari uppákomu.
I ár var metþátttaka en tæplega
hundrað manns mættu í jólastund-
ina.
Birna Pétursdóttir og Sigurlína
Sigurbjörnsdóttir frá Amtbóka-
safninu lásu úr bókum og kynntu
bækur fyrir bömunum. Eh'sabet L.
Björgvinsdóttir sá um gítarleik og
að stýra jólasöngnum. Börnin
hlýddu stillt og prúð á lesturinn á-
samt þónokkrum fjölda af foreldr-
um og að því loknu var sungið.
Þrír góðir jólasveinar heyrðu
sönginn í barnaskaranum og
mættu á svæðið með gott í poka
fyrir börnin og sungu með þeim
jólalög. Lukkaðist jólastundin vel
og voru þónokkrir sem röltu við í
Norska húsinu að stundinni lok-
inni og skoðuðu sýninguna
Gömlu jólin. GE
' fí\. m-J - r éj
í * j fljl/
- Æ 1 rjPJjf'j $j , Jlgf u HF V *« M m * **>
* Hfe Æ * J‘i
Rollingadeildin á Skaganum fyrir 90 árum
5 til 9 ára krakkar á Akranesi, alls 31 að tölu, stilltu sér upp til myndatöku ásamt kennara sínum. Myndin er tekin á Hofteigi (nú Vesturgötu 23) árið 1914, þar sem kennsla barna á
Akranesi fór fram. Myndina tók sennilega Árni Böðvarsson, Ijósmyndari frá Vogatungu en upptýsinga um nöfn hafa þeir Guðmundur Þórðarson og Ásmundur Ólafsson safnað.
Öll eru þessi skólasystkini iátin, nema Ólína Þórðardóttir sem dvelur nú á Höfða 97 ára að aldri.
Skessuhorn birtir þessa mynd með von um að fólk hafi gaman af að glugga í hana og þekkja forfeður sína og -mæður.
Neðsta röð frá vinstri: Friðrikka K. Bjarnadóttir (Rikka á Sýruparti f. 1906), Ólafía Þon/aldsdóttir (Lóa á Valdastöðum f. 1908), Helga Kristmannsdóttir (í Lambhúsum f. 1906), Níel-
sína Hákonardóttir (Ninna á Hofteig f. 1907), Ólína Þórðardóttir (Lolla á Grund f. 1907), Júlíus Þórðarson (Júlli á Grund f. 1909).
Miðröð f.v.: Dagbjört Oddsdóttir (Dæja í Hlíðarhúsum og Hliði f. 1906), Guðmundína Kristjánsdóttir (Dína í Sjóbúð f. 1907), Júlía Sigurðardóttir (Júlla á Sýruparti f. 1906), Guðrún
Jónsdóttir (Gunna á Ólafsvöllum f. 1906), Svava Finsen (í Læknishúsi f. 1907), Guðrún Einarsdóttir (Gunna á Bakka f. 1906), Valdís Helgadóttir (Valla í Lykkju f. 1906), Þóra N. H. Ní-
elsdóttir kennari á Hofteigi (f. 1875, en hún var gift Hákoni Halidórssyni, formanni sem byggði Hofteig 1908-1909).
Efsta röð f.v.: óþekktur piltur, þá Aðalsteinn Árnason (Alli í Lindarbrekku f. 1907), Þóroddur Oddgeirsson (á Svalbarða f. 1908), Hjörtur L. Sigurðsson (í Heimaskaga, síðar kenndur
við Bæjarstæði f. 1905), Guðm. Kristinn Ólafsson (Kiddi í Brautarholti f. 1907), Jón Guðmundsson (í Guðnabæ f. 1906), Hannes Ólafsson (á Staðarbakka f. 1907) og Guðmundur A.
Bjarnason (í Sjóbúð f. 1906).