Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
19
oniisaimu^
Vesturland 2004 í máli og myndum
Útskrifað af nýjum námsbrautum
Vöxtur háskólanna í Borgarfirði var áfram mikill á árinu. A
Hvanneyri bar það helst til tíðinda að ákvörðun var tekin um
sameiningu þriggja stoíhana í Landbúnaðarháskóla Islands og
falla Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, RALA og Garðyrkju-
skóli ríkisins í Hveragerði í eina sæng formlega um áramótin.
Agúst Sigurðsson var síðla sumars ráðinn rektor nýju stofnunar-
innar og mun hann sitja á Hvanneyri. Skólinn á Hvanneyri út-
skrifaði fyrstu nemendumar af umhverfisskipulagsbraut á árinu.
Sambærilegur áfangi náðist á Bifröst þegar Viðskiptaháskólinn
útskrifaði fyrstu viðskiptalögfræðingana nú í vor. Stöðug fjölg-
un íbúa og nemenda var við báða háskólana og er mikið byggt
af íbúðarhúsnæði til að anna þar eftirspurn.
Minning um ástvini
I Olafsvík var á sjómannadeginum vígður nýr minningarreitur
á sjávarkambinum við kirkjugarðinn og hlaut hann nafnið
Minning um ástvini í fjarlægð. Minningarreiturinn er tileink-
aður sjómönnum sem farist hafa og aldrei fúndist auk annarra
sem farist hafa við störf sín á hafi úti.
Pakkhús á afimæli
I tilefni 10 ára afmælis sveitarfélagsins Borgarbyggðar var
gamla Pakkhúsið við Brákarbraut formlega tekið í notkun eft-
ir lagfæringar. Um leið var opnuð verslunarsögusýning í hús-
inu sem Páll Guðbjartsson tók saman.
Bragi margverðlaunaður
Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi fékk margvíslegar
viðurkenningar á árinu. Hann var kjörinn heiðursfélagi Félags
bókaútgefenda, fékk verðlaun úr minningarsjóði Guðmundar
skálds frá Kirkjubóli og Akraneskaupstaður heiðraði hann síð-
ar á árinu. Með honum á myndinni er eiginkona hans Elín
Þorvaldsdóttir.
Misjafiit gengi í boltanum
Gengi Skagamanna í knattspyrnu var upp og ofan á árinu.
Karlaliðið hafnaði í 3. sæti í Islandsmótinu og bikarmeisturun-
um frá í fyrra gekk illa í þeim slag, voru slegnir út í 32ja liða
úrslitunum af HK. Konunum á Skaganum gekk hinsvegar
mun betur og er kvennaliðið nú á mikilli siglingu eftir lægð
undanfarinna ára og spiluðu þær sig upp í Urvalsdeild næsta
ár. Kröftugt félagsstarf er í yngri deildum IA og því má vænta
góðs árangurs næstu árin hjá ungu og efnilegu knattspyrnu-
fólki á Skaganum. A myndinni er meistaraflokkur kvenna á-
samt þjálfaranum; Sigga Donna.
Valdís Þóra efinilegust
Valdís Þóra Jónsdóttir, 15 ára kylfingur í golfklúbbnum Leyni
á Akranesi er talin einn efnilegasti kylfingur landsins og æfir
með landsliðshóp, svokölluðum Future group. í sumar varð
hún m.a. tvöfaldur íslandsmeistari í höggleik og holukeppni. I
vetur hefur hún mikið verið við æfingar erlendis og er vænst
mikils af henni í íþróttinni næstu árin.
Óskum landsmönnum
gleðilegrajóla
ogfarsældar á nýju ári