Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 19 oniisaimu^ Vesturland 2004 í máli og myndum Útskrifað af nýjum námsbrautum Vöxtur háskólanna í Borgarfirði var áfram mikill á árinu. A Hvanneyri bar það helst til tíðinda að ákvörðun var tekin um sameiningu þriggja stoíhana í Landbúnaðarháskóla Islands og falla Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, RALA og Garðyrkju- skóli ríkisins í Hveragerði í eina sæng formlega um áramótin. Agúst Sigurðsson var síðla sumars ráðinn rektor nýju stofnunar- innar og mun hann sitja á Hvanneyri. Skólinn á Hvanneyri út- skrifaði fyrstu nemendumar af umhverfisskipulagsbraut á árinu. Sambærilegur áfangi náðist á Bifröst þegar Viðskiptaháskólinn útskrifaði fyrstu viðskiptalögfræðingana nú í vor. Stöðug fjölg- un íbúa og nemenda var við báða háskólana og er mikið byggt af íbúðarhúsnæði til að anna þar eftirspurn. Minning um ástvini I Olafsvík var á sjómannadeginum vígður nýr minningarreitur á sjávarkambinum við kirkjugarðinn og hlaut hann nafnið Minning um ástvini í fjarlægð. Minningarreiturinn er tileink- aður sjómönnum sem farist hafa og aldrei fúndist auk annarra sem farist hafa við störf sín á hafi úti. Pakkhús á afimæli I tilefni 10 ára afmælis sveitarfélagsins Borgarbyggðar var gamla Pakkhúsið við Brákarbraut formlega tekið í notkun eft- ir lagfæringar. Um leið var opnuð verslunarsögusýning í hús- inu sem Páll Guðbjartsson tók saman. Bragi margverðlaunaður Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi fékk margvíslegar viðurkenningar á árinu. Hann var kjörinn heiðursfélagi Félags bókaútgefenda, fékk verðlaun úr minningarsjóði Guðmundar skálds frá Kirkjubóli og Akraneskaupstaður heiðraði hann síð- ar á árinu. Með honum á myndinni er eiginkona hans Elín Þorvaldsdóttir. Misjafiit gengi í boltanum Gengi Skagamanna í knattspyrnu var upp og ofan á árinu. Karlaliðið hafnaði í 3. sæti í Islandsmótinu og bikarmeisturun- um frá í fyrra gekk illa í þeim slag, voru slegnir út í 32ja liða úrslitunum af HK. Konunum á Skaganum gekk hinsvegar mun betur og er kvennaliðið nú á mikilli siglingu eftir lægð undanfarinna ára og spiluðu þær sig upp í Urvalsdeild næsta ár. Kröftugt félagsstarf er í yngri deildum IA og því má vænta góðs árangurs næstu árin hjá ungu og efnilegu knattspyrnu- fólki á Skaganum. A myndinni er meistaraflokkur kvenna á- samt þjálfaranum; Sigga Donna. Valdís Þóra efinilegust Valdís Þóra Jónsdóttir, 15 ára kylfingur í golfklúbbnum Leyni á Akranesi er talin einn efnilegasti kylfingur landsins og æfir með landsliðshóp, svokölluðum Future group. í sumar varð hún m.a. tvöfaldur íslandsmeistari í höggleik og holukeppni. I vetur hefur hún mikið verið við æfingar erlendis og er vænst mikils af henni í íþróttinni næstu árin. Óskum landsmönnum gleðilegrajóla ogfarsældar á nýju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.