Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 21
jn£3SUnu<~ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 21 Vesturland 2004 í máli og myndum Heiðarskóla og voru í kjölfarið haldnir borgarafundir um mál- ið þar sem menn þjöppuðu sér saman um framtíð skólans og gegn fyrirætlunum Skilmenninga. Fróðir menn segja eftir á, að þessi uppákoma hafi snúið vopnum í vil í höndum samein- ingarsinna því tveimur mánuðum seinna, þegar íbúar fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar gengu til kosninga um sam- einingu sveitarfélaganna var sameining samþykkt með miklum mun í öllum hreppunum og allt upp í 100% já-i í Innri Akra- neshreppi. Hrepparnir sameinast frá og með sveitarstjórnar- kosningum 2006. Rafskaut í Hvalfirði Skipulagsstofnun féllst í byrjun september á byggingu raf- skautaverksmiðju í Kataneslandi við Grundartanga en verk- smiðjan mun framleiða rafskaut til nota í áliðnaði. Verksmiðj- an verður þó ininni en upphaflega var áætlað þar sem Fjarða- ál mun ekki kaupa rafskaut frá henni, heldur flytja þau inn frá Noregi. Klumba brann Stórtjón varð í Olafsvík í september þegar fiskverkununarhús Klumbu brunni til kaldra kola. Hræringar í verslun Frá því var greint í Skessuhorni í haust að miklar breytingar eru að verða í matvörugeiranum í landshlutanum. Bónus opn- ar nýja verslun á nýju landfyllingunni í Borgarnesi á næsta ári, fyrirtækið opnaði einnig nýja verslun í Hólminum í haust og hyggst byggja á Akranesi innan tíðar, ef hentug lóð fæst. Sam- kaup keypti verslunarreksmr KB og hefur opnað Samkaups- verslanir á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði. Það er því ljóst að þeir stóru ætla að verða stærri á þessum markaði og samkeppni er ekki að minnka. Hús víkja fyrir nýjum Á Akranesi hafa á þessu ári verið rifin nokkur af eldri húsum bæjarins til að rýma til fyrir nýjum. Þannig mun ásýnd mið- bæjarins breytast þegar á svokölluðum Hvítanesreit rís ný verslunarmiðstöð og íbúðabygging. Fyrirhugað er einnig að reisa verslunarmiðstöð á Miðbæjarreit og tvær háreistar íbúða- blokkir einnig. Einhver seinkun verður á að þær framkvæmd- ir hefjist enda reyndist byggingaland ekki gott innan skipu- lagsins og kallar það á breytingar á deiliskipulagi. Synjað um sláturleyfi Það var reiðarslag fyrir atvinnulífið í Dölum og íbúana þegar landbúnaðarráðherra synjaði Dalalambi í Búðardal um slámr- leyfi í september sl. Fyrirhugað hafði verið að slátra um 20 þúsund lömbum í húsinu. Fjölnota íþróttahús Þeir kættust verulega áhugamenn á Akranesi um íþróttir og í- þróttaaðstöðu á árinu þegar ljóst var að þverpólitískur vilji var til byggingar fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum. Fram- kvæindir við húsið munu að öllum líkindum hefjast á næsta ári og er stefnt að þeim Ijúki 2006. Meðfylgjandi mynd er af bæj- arstjóranum Gísla Gíslasyni og Smrlaugi Smrlaugssyni for- manni IA sem saman munu taka höndum um byggingu fjöl- nota hússins, ásamt mörgu öðm góðu fólki. Snarfækkun sveitarfélaga I byrjun október vom kynntar tillögur nefndar félagsmálaráð- herra um sameiningarmál sveitarfélaga. Um nokkuð róttækar tillögur er að ræða hvað snýr að Vesturlandi og má gera ráð fyrir að sveitarfélögum fækki næstu árin jafnvel niður í 5 en þau eru 17 í dag. Sveitarfélögin verða skv. tillögunum: Akra- neskaupstaður, sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar (sem íbúar hafa þegar samþykkt), Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla með Reykhólahreppi. Stórtjón í Breiðuvík Einn mesti skaði í einum brana á bújörð hér á landi varð í október þegar hátt í 800 sláturlömb, byggingar og tæki bmnnu á bænum Knerri í Breiðuvík. Hávaðarok var á þessum slóðum þegar bruninn varð og þurftu slökkviliðsmenn á Snæ- fellsnesi að leggja sig í stórhætm við björgunarstörf. Starfsfólk Landsbanka Islands hf. óskar viöskiptavinum sínum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðjur, starfsfólk útibúa Landsbankans á Vesturlandi 11 Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.