Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 ^atJSUdu..- ✓ Hjónin Vigdís og Ami á Brennistöðum í Flókadal: Hafa ekki alltaf farið troðnar slóðir Bændur, uppalendur og frumkvöðlar í ferðaþjónustu teknir tali Jörðin Brennistaðir er innar- lega í Flókadal í uppsveitum Borgarfjarðar. Húsin á bænum standa hátt og eru reisuleg í hlíðinni mót suðri, þrjú íbúð- arhús, eitt frá hverjum ættlið sem setið hefur jörðina. Gamla íbúðarhúsið hæst á bæjarhóln- um en neðar í bæjartúninu tvö stór íbúðarhús, eitt fjörutíu ára og annað nýlega byggt og reisulegt bjálkahús. Þar að auki eru íjós, fjárhús og aðrar úti- húsabyggingar. Neðar í botni dalsins liðast Geirsá og á ár- bakkanum standa nokkur sum- arhús sem bændur á Brenni- stöðum hafa reist á undanförn- um áratugum. Blaðamaður Skessuhorns hitti að máli einn morgun í upphafi aðventu eldri hjónin sem nú búa á Brennistöðum, þau Arna Theódórsson og Vig- dísi Sigvaldadóttur, eða Viggu eins og hún er jafnan kölluð. Þau hjón hófu búskap á Brennistöðum fyrir rúmlega 40 árum síðan, nánar tiltekið árið 1961. Bæði eru þau Borgfirð- ingar, fædd þar og uppalin, Arni á Brennistöðum en Vigga í Ausu í Andakíl. Hér eru á ferðinni samhent hjón, bænd- ur, uppalendur og frumkvöðlar, sem ekki hafa vílað fyrir sér að fara óhefðbundnar leiðir í mörgu sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Þau hafa rekið blandað bú á Brennistöðum með kýr, kindur og hross auk fjölda óhefðbundinna húsdýra á borð við refi, hrafn, álftir, grísi og endur. Ferðaþjónustu hafa þau hjón rekið hvað lengst bænda hér á landi og voru meðal þeirra fyrstu sem opn- uðu heimili sitt fyrir erlendum gestum. Þá eru þau foreldrar 5 uppkominna barna sem öll hafa fengið óskiptan stuðning m.a. til að feta menntaveginn en auk þess, og þannig að eftir því hef- ur verið tekið, hafa þau hjón tekið að sér hátt í 200 fóstur- börn til dvalar í lengri og skemmri tíma. Börn sem flest eiga það sammerkt að hafa átt við félagsleg og uppeldisleg vandamál að stríða heima fyrir en fengið ómetanlegt skjól hjá góðu fólki í sveitinni. Þannig hafa hjónin á Brennistöðum verið í nánu samstarfi við fé- lagsmálayfirvöld í Reykjavík í yfir 30 ár og í sumum tilfellum tekið að sér börn sem fá úrræði voru fyrir á öðrum stöðum. I dag eru þau Arni og Vigga heldur farin að draga saman seglin enda komin á áttræðis- aldur, yngsta dóttir þeirra og tengdasonur tekin við bú- skapnum og taka fullan þátt í ferðaþjónustunni með þeim. Ættliðaskipti á nýjan leik „Við giftum okkur á gaml- ársdag árið 1961 í Ausu. Þetta var systkinabrúðkaup því Jón Hér er Árni bóndi að horfa á fréttirnar. Heimilisgrísinn kúrir í handar- krikanum. Vigdís og Arni á Brennistöðum. bróðir minn, sem nú er Iátinn, og Auður Pétursdóttir giftu sig sama dag og ekki nóg með það við skírðum syni okkar þá Bjarna og Pétur son þeirra í leiðinni. Þetta var því bæði stór og góður dagur fyrir okkur öll,“ sagði Vigga þegar við höfðum komið okkur fyrir á- samt Arna bónda, með kaffi- bolla í stofunni á Brennistöð- um. Sama árið og þau létu pússa sig saman höfðu þau haf- ið búskap á Brennistöðum og bjuggu eftir Jaað í sjö ár á móti foreldrum Arna, þeim Theó- dór og Þóru, til ársins 1967 þegar þau tóku alfarið við bú- skapnum. „Þessi ættliðaskipti gengu svipað fyrir sig þá og nú, því Þóra yngsta dóttir okkar og Hafsteinn Þórisson maður hennar hafa nú tekið við bú- skapnum af okkur. Þau kenna auk þess bæði við grunnskól- ann á Kleppjárnsreykjum," segir Arni. Saman eiga þau 4 börn sem nú eru öll uppkomin en fyrir átti Vigga soninn Steindór. Barnabörn þeirra eru 13 en vel yfir 20 þegar börn fósturbarna þeirra eru með tal- in. Óhefðbundin heimilisdýr A Brennistöðum hefur alltaf verið blandað bú en nú eru rúmlega 20 kýr uppistaðan í búskapnum auk hrossa, en fénu hefur verið fækkað. Vigga seg- ist þó eiga eftir 30 kindur. „Þær eru hálfgerð gæludýr hjá mér blessaðar, svona rétt til að leika sér við. Þær ganga heima allt árið, eru af Smyrlabjargarkyni og afskaplega spakar þessar elskur og ekki skemmir fyrir að þær eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar þannig að þær gefa vel af sér. Við vorum yfir- leitt með þetta um 300 kindur en afkoman í sauðfjárbúskap hvatti okkur ekki, né yngra fólkið, til að halda áfram með svo mikinn fjölda,“ segir Vigga. Talið berst að ýmsum öðrum óhefðbundnum skepnum sem fólkið á Brennistöðum hefur prófað að hafa, ýmist sem hús- dýr eða gæludýr, heimilisfólki til ánægju. „Það hefur verið hálfgerð ástríða hjá okkur að fá okkur á vorin einhverja skepnu til uppeldis. Þær eiga það sam- merkt að allir höfðu gaman af þeim en enginn gagn! Þannig höfum við t.d. haft yrðlinga, gæsir, Pekingendur, grísi, hrafn og álftarunga höfum við tvisvar sinnum alið upp. Þetta hafa verið skemmtilegar skepnur en sumar hverjar ansi erfiðar og fyrirferðarmiklar enda ekki hefðbundin húsdýr. Við höfum þó passað okkur á að taka þessi dýr öll þegar þau eru kornung, þannig að hægt sé að reyna að kenna þeim þá siði sem best er að þau tileinki sér,“ segir Árni og þau hlæja bæði þegar þau rifja upp uppátækin sem mörg þessara dýra hafa tekið uppá í gegnum tíðina. „Einn grísinn elti t.d. krakkana þegar þau fóru í útreiðatúr og var tilsagð- ur á næstu bæjum þegar hann nennti ekki með þeim lengra. Þó álpaðist hann sjálfur heim þegar hann var búinn að snudda á hlaðinu hjá fólki í smástund. Þessi grís lifði alla tíð á mjólk sem hann fékk úr pela. Onnur álftin sem við höfðum varð einnig ákaflega mannelsk og mikil persóna og vildi gjarnan fara með þegar heimilisfólkið þurfti að bregða sér af bæ og elti þá bílinn. Það þótti mörgum einkennileg sjón að sjá þegar álftin elti Brenni- staðabílinn út um allt hérað, svona rétt eins og hundur, nema hvað þessi var á flugi og gat þannig rúnað af leiðina þegar ekið var í beygjur, en hundar eru vanalega fast á eftir bílstuðurunum þegar þeir ákveða að fara með. Einhvern- tíman þurftum við keyra álftina heim þegar hún var farin að trufla gesti á barnaskemmtun í Logalandi og hún fór oftar á ýmsan flæking og eitthvað var um að hún elti mjólkurbílinn og húsvitjaði í mjólkurhúsum bænda í héraðinu. Nú er hún öll blessunin og létum við stoppa hana upp þannig að nú er hún inni í stofu hjá okkur öllum stundum.“ Skotinn á næsta bæ Meðal annarra heimilisdýra má nefna yrðlinga sem aldir hafa verið upp eins og hvolpar á bænum. „Við náðum í þá smáyrðlinga, blinda úr greni. Þeir geta verið ansi skemmti- legir en annar þeirra reyndist hafa svo ríkt veiðieðli að hann náði að drepa varphænurnar og kanínuunga sem hér voru þrátt fyrir að hann hafi farið í ófrjó- semisaðgerð til að minnka veiðieðlið í honum. Það var ó- mögulegt að temja þetta ríka veiðieðli sem er í refum og það varð öðrum þeirra að aldurstila að hann fór á smáfuglaveiðar í nágrenni næsta bæjar og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.