Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 51
jntJJUnu...
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
51
Hugleiðingar á aðventu
Agætu Vesdendingar!
Nú á aðventunni, sem
á að vera skemmtilegur
og notalegur tími, er
okkur hollt að horfa til
baka og hugleiða málin.
Hvert stefnum við og
hvert viljum við halda?
Við búum vel hér á
Vesturlandi og það eru
viss forréttindi að fá að
ala upp börn á slíku
svæði, það ber að virða.
Slíkt kemur ekki af sjálfu
sér og við þurfum að
leggja ýmislegt á okkur
til að viðhalda því. Hvað
gerum við til þess? Hvað
leggjum við að mörkum?
Burt með allan rógburð
og öfund, slíkt stefnir
okkur aðeins í þá átt sem
við ætluðum okkur ekki í
upphafi. Stöndum vörð
um landshlutann okkar
og allt það frábæra fólk er býr
þar. Tölum saman, hlustum og
þannig náum við því besta út
úr okkur öllum, og verðum öll
sáttari.
Eg hef verið svo heppinn að
hafa fengið tækifæri til að
vinna með börnum og ungling-
um hér á Vesturlandi í tæp 30
ár. Það hefur verið frábær tími
þar sem ég hef lært heilmikið
af nemendum mínum. Hefur
eitthvað breyst á þessum tíma?
Jú, ég er á því. Það er mun
meiri hraði á öllu núna en áður.
Forgangsröð verkefna hjá okk-
ur foreldrum hefur breyst.
Hagsmunir barna hafa því
miður allt of víða verið færð
neðar á listann, hvort sem það
hefur gerst meðvitað eða ó-
meðvitað. Slíkt gerir það að
verkum að börnin týna hinum
rétta takti við bekkinn, liðið
sitt og jafnvel fjölskylduna, sem
kallar síðan á einhverskonar
aðgerðir. Hvar liggur því rót
vandans? Hún liggur að miklu
leyti hjá okkur foreldrunum.
Ég hitti nemendur yngstu
bekkja skólans í morgun, þeir
voru að ræða um hvað jóla-
sveinninn hefði gefið þeim í
skóinn. Pétur leit til mín með
gleði í andliti sínu og sagði mér
að hann hefði fengið mandar-
ínu og var alsæll með gjöfina.
Þá sagði Júlla okkur að hún
hefði fengið Adidas íþrótta-
galla, frekar hallærislegan sem
hún myndi sko aldrei fara í.
Pétur leit á mig, hann var hætt-
ur að brosa, kannski ekki sáttur
Kveðjajrá Stykkishólmi
við sína mandarínu.
Hann hefur aldrei
eignast svona íþrótta-
galla, hvað þá í skóinn
frá jólasveininum.
Hvert stefna jóla-
sveinarnir og við öll?
Einn mesti skaðvaldur
alls uppeldis hjá börn-
um, unglingum og fúll-
orðnum er öfund. Slík
mismunun sem jóla-
sveinninn gerði sig
sekan um í nótt gladdi
því engan þegar upp
var staðið.
Góðir Vestlendingar,
íþróttaliðum okkar
hefur vegnað vel síð-
ustu árin, og ber okkur
að draga lærdóm af því.
Margt kemur til, ein af
ástæðunum er sam-
staða hópsins. Við eig-
um að tala saman,
hlusta og taka sameiginlegar á-
kvarðanir og einmitt þannig
höldum við áfram með sigur-
bros á vör í átt að settu marki.
Við skiptum öll máli.
Gleðilegjól ogfarsælt nýtt dr.
Gunnar Svanlaugsson,
skólastjóri Stykkishólmi.
r a Óiízum ö[£um j-ztacjimcmnum olzlzav
sjóváSíHálmennar Njóttu lífsins - áhyggjulaus cjHzckHzejva jóta ocj j-avieztclav á níjju æií
Gleðileg jól og farsœlt komandi ár L St.AlcM
Garðabraut 2a - Akranes - sími 440 2360
Gleðileg jól og
farsælt nýtt ár.
Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu.
Kirkjubraut 54 - Akranesi - sími 431 1855
Borgfirðingar nœr ogfjœr!
Á Brúartorgi brosum glöð,
á björtu ári og nýju.
Þá verður komin þvottastöð,
með þrýstivatni hlýju.
Unnur og Hjörtur og starfsfólk Shellstöðvarinnar
senda öllum nœr og fjœr bestu óskir um gleðileg jól og gœfuríkt komandi ár.