Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 18
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 Vesturland 2004 í máli og Systurnar Svana Hrönn og Sólveig Rós Jóhannsdætur úr Döl- um eru bestu glímukonur landsins. Það sönnuðu þær þegar þær kepptu innbyrðis um Freyjubeltið á Freyjumótinu í glímu einn októbermorgun í haust og má telja mikla lukku að ekki urðu alvarleg slys á mönnum. Um 10 farþeganna þurftu þó að leggjast á spítala með beinbrot og minni skaða en eru nú allir á góðum batavegi. Margar aðrar bílveltur og um- ferðaróhöpp urðu einnig á árinu. Háskólaráð Borgarí)arðar Háskólasamfélagið og sveitarfélög í Borgarfirði stofnuðu fyrr á árinu Háskólaráð Borgarfjarðar. Að því standa Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Snorrastofa, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit. Með stofnun ráðsins er stefnt að því að styrkja myndarlega rannsókna- og endurmenntunarstarfsemi á svæðinu, styrkja atvinnulíf og auka kynningu á svæðinu. Loftorka bólgnar út I vor var Loftorka Borgarnesi ehf. kosið fyrirtæki ársins 2003 í Borgarbyggð. Vöxtur og gengi fyrirtæksins hefur verið sem sem fram fór í Reykjavík í vor. Svo fór að Sólveig Rós bar sig- urorð af stóru systir og svipti hana þannig titlinum frá árinu áður þegar Svana Hrönn varð glímumeistari Islands. Á mynd- inni með systrunum er Soffía Kristín Björnsdóttir úr HSÞ. ævintýri líkast og á þessu ári hefur velta aukist urn 40-50% og er nú svo komið að flytja þarf inn starfsmenn til að manna ný störf í fyrirtækinu. Á árinu keypti fyrirtækið Forsteypuna á Kjalarnesi og jók þannig framleiðslugetu í einingum um fjórð- ung. Aukning er bæði í forsteyptum einingum til húsagerðar en ekki síður í röraframleiðslu, en á því sviði hefur fyrirtækið afgerandi stöðu á landsvísu. Onnur einingaverksmiðja á Vest- Neysluvatnslagnir víða endumýjaðar Miklar framkvæmdir hafa verið og eru víða um Vesturland í þeim tilgangi að bæta neysluvatnsmál íbúa. Slíkar framkvæmd- ir stóðu yfir í Snæfellsbæ þar sem settar voru upp síur við vatnsbólin á Jökulhálsi, OR lagði nýja stofnlögn frá neyslu- vatnsbóli Akurnesinga og unnið er að lagningu vatnsveitu frá Grábrókarhrauni í Borgarnes fyrir sumarhúsabyggðir í sveit- arfélaginu og Borgarnes. Á næsta ári er gert ráð fyrir að lögð verði ný neysluvatnslögn frá Okjökli í byggðina í Reykholtsdal og jafnvel lengra, en vatnsskorts hefur gætt á því svæði undan- farin ár. Bætt fæðingaaðstaða Vestlendingum fjölgar og eru nýburar sem komið hafa í heim- inn á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akranesi nú komnir á 3. hundraðið á þessu ári. I maí var ný og endurbætt fæðinga- og kvensjúkdómadeild tekin formlega í notkun við SHA en við það batnaði aðstaða til fæðinga til muna og verður sífellt vin- sælla hjá verðandi mæðrum að fæða börn á deildinni. Sjúkra- húsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi gekk einnig vel á öðrum sviðum á árinu og veitti fjármálaráðherra stofhuninni hvatningarverðlaun ráðuneytisins fyrir fyrirmyndar rekstur ríkisstofnunar á árinu. Á myndinni eru ljósmæður SHA á vígsludag nýju kvensjúkdóma- og fæðingadeildarinnar. Sex sparkvellir urlandi, Smellinn á Akranesi, hefur einnig átt góðu gengi að fagna á árinu og selst framleiðsla þess fyrirtækis einnig eins og heitar (húsa)samlokur. Bændur og vélamenn gáfaðastir Víða eru haldnar spurningakeppnir í héröðum landsins fólki til dægradvalar og skemmtunar. I vor var í fyrsta skipti haldin slík keppni í Dölum og reyndust haukdælskir sauðfjárbændur gáfaðastir allra. Sambærileg keppni fór fram í Borgarfirði á vegum UMSB og vörðu þar titil sinn gáfumenn sem öðrum stundum vinna við vélaútgerð í fyrirtækinu Jörva á Hvanneyri. Fjölmennasta blakmót ársins í apríl fór fram á Akranesi fjölmennasta blakmót ársins hér á landi þegar Öldungamót Blaksambands íslands fór fram. Það var blakfélagið Bresi sem sá um framkvæmd mótsins en í því tóku þátt 80 lið frá öllu landinu, alls um 700 manns. Fræknar glímusystur úntisaunuw Stjórn Knattspyrnusambandsins ákvað fyrr á árinu að styðja sveitarfélög til byggingar 60 sparkvalla víðsvegar um landið. Sex þessara valla komu í hlut Vesturlands og verða í Ólafsvík, Stykkishólmi, Grundarfirði, Búðardal, Borgarnesi og Akra- nesi. Hafa þeir nú flestir verið vígðir undanfarnar vikur. Myndin er frá vígslu sparkvallar við Brekkubæjarskóla á Akra- nesi fyrr í þessum mánuði. Bændur virkja I ágúst var ný 400 kw raforkuvirkjun vígð á Húsafelli og er það þriðja kynslóð virkjana þar en rafmagn úr þessari virkjun hef- ur verið selt inn á veitukerfi Rarik. Þrír bændur á Snæfellsnesi vinna þessi misserin að byggingu enn stærri virkjunar í Straumfjarðará sem ráðgert er að taka í notkun síðar í vetur. Orkan frá henni verður seld til Hitaveitu Suðurnesja. Fleiri hugmyndir um virkjanir eru einnig í skoðun og má nefna rennslisvirkjun í Hvítá í því sambandi. Góð aðsókn að FVA Þrátt fyrir að nýr fjölbrautaskóli hafi í haust verið tekinn í notkun á Snæfellsnesi og nemendur þaðan því sótt hann, jókst aðsókn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í haust og er metfjöldi nemenda nú við skólann, en á 7. hundrað nemendur skráðu sig þar til náms í haust. Viðbygging við FVA verður tekin í notkun á næsta ári og bætir hún til muna aðstöðu nem- enda og kennara. Utskrifað af nýjum námsbrautum Vöxtur háskólanna í Borgarfirði var áfram mikill á árinu. Á Hvanneyri bar það helst til tíðinda að ákvörðun var tekin um sameiningu þriggja stofnana í Landbúnaðarháskóla Islands og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.