Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 43
o&E.saums».-
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
43
Eftirfarandi jólasögur skráði Jón Árnason á sinni tíð og fjalla þær um álfa og huldufólk sem gjarnan fór á stjá
á sjálfa jólanóttina. Sögur þessar eru gamlar en góðar og það ætti að tilheyra á öllum íslenskum heimilum á jól-
um að fjölskyldufólk setjist saman í rólegheitunum við kertaljós eina kvöldstund, slökkvi á raftækjunum í smá
stund og lesi húsgang að gömlum sið. Góða skemmtun!
—y-------------------------------------------------------
Alfar á jólanótt
Á bæ einum í Eyjafirði varð sá atburður hverja jólanótt þegar
fólk fór til kirkju að sá sem heima var á bænum var á einhverja
síðu illa útleikinn, dauður eða vitstola og svo framvegis. Var það
þá eina jólanótt að fólk fór til kirkju að vanda og var ekki eftir
heima nema einn kvenmaður.
Svo um nóttina þegar fólkið var komið af stað settist konan við
rúm sitt og fór að lesa í bók, en kertaljós brann þar á borði hjá
henni. En þegar hún hafði þannig setið um stund komu þrjú
börn inn á baðstofúgólfið og fóru að leika sér; léku þau sér á
marga vegu og færðu loksins leikinn upp á pailinn þar sem stúlk-
an sat og svo fóru þau að klifra upp um hana og leika sér við
hana.
Hafði hún látið sem hún sæi þau ekki, en nú var hún blíð við
þau og klappaði á hendumar á þeim. Fóm þau þá að fitla í ljós-
ið; tók hún þá kertið og skipti því í fjóra parta og kveikti á hverj-
um stúf, fékk svo sínu bami hvern kertispart, en hafði einn stúf-
inn sjálf. Urðu börnin þá mikið kát og hlupu burtu hvert með sitt
ljós.
En að stundu liðinni kom inn karlmaður og settist hjá
stúlkunni og var mikið blíður í bragði, en hún lét sem hún sæi
hann ekki. Gjörðist hann þá frekari í ástartilraunum sínum. Varð
hún þá alvarleg og sagði honum að væri ekki til neins að fara þess
á leit, „því ég sinni aldeilis ekki ástaratlotum þínum," mælti hún.
Sneyptist hann þá og fór því næst í burtu.
En að stundu liðinni kom inn kona bláklædd og hélt á stokk
undir hendinni; gekk hún að stúlkunni og mælti: „Litlu get ég nú
launað þér fyrir það sem þú varst góð við börnin mín og ekki góð
við manninn minn; samt svo ég sýni lit á því skaltu eiga fötin sem
era í stokknum þeim arna, en varastu nokkur viti hvernig á þeim
stendur fyrr en næstu jól era liðin.“ Fékk hún stúlkunni þá stokk-
inn og fór þar eftir burtu.
Leið svo til þess að fólkið kom ffá kirkjunni. Urðu menn þá
glaðir er þeir sáu stúlkuna glaða og heila á húfi, en engum sagði
hún ffá því sem fyrir hana bar. Leið svo tíðin til þess um sumar-
ið. Einn þurrkdag þá breiddi stúlkan fötin úr stokknum út, en er
bóndakonan sá fötin varð hún uppvæg af ágirnd á fötunum og
spurði stúlkuna hvar hún hefði fengið þau. En hin kvað hana það
engu skipta. Þóttist þá konan vita að hún hefði eignast þau um
jólin.
Og um næstu jól þegar fólk fór til kirkju sagði bóndakona að
hún ætlaði að vera heima. Þótti bónda það illt og vildi hún færi
með sér, en hún kvaðst heima vera og hlaut svo að standa. Fór
síðan allt fólk til kirkju á jólanóttina utan bóndakona var heima.
Sat hún þá inni og las í bók og hafði hjá sér kertaljós. Komu þá
þrjú börn inn á gólfið og fóra að leika sér, en er þau höfðu leik-
ið sér þar um stund færðu þau leikinn upp til konunnar og léku
sem áður; varð hún þá úfin við og hastaði á þau, en þau héldu á-
fram og fóra að fitla í ljósið; gerði þá konan sér alvöra, tók vönd
og flengdi börnin. Hlupu þau þá grátandi í burtu.
En að stundu liðinni kom inn maður og settist hjá konunni hýr
í viðmóti; var hún engu síður blíð við hann og lét hann mót-
mælalaust fá öll þau ástaratlot er hann vildi. En er þau höfðu
leikið sem þau lysti fór hann burtu, og brátt kom inn kona, gekk
að bóndakonu og tók í hönd henni og mælti: „Er þetta ekki
hendin sem þú flengdir börnin mín með og klappaðir mannin-
um mínum?" Gat hin þá ekki borið það af sér. Mælti þá sú að-
komna: „Það legg ég á að þessi hönd skal visna og þér að bana
verða. Skalt þú hafa það fyrir illsku þína.“ Síðan fór hún burtu,
en konan beið þess að fólkið kom ffá kirkjunni. Hafði hún þá
fengið vanheilsu og var hendin orðin afllaus. Sagði hún þá frá því
er fyrir hana bar um nóttina. Sagði þá og vinnukonan frá því er
fram við hana kom hina fyrri jólanótt og sýndi þá fötin og vóra
það kvenföt og svo góð að menn þóttust varla hafa séð svo góð
klæði, og naut hún þeirra vel og lengi, en vanheilsa konunnar fór
í vöxt þar til hún dó af því um síðir.
Jólanótt í Kasthvammi
Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanæt-
ur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur, en þriðju jólanótt
vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess.
Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði ein-
hvern umgang frammi í bænum; þá slökkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar.
Síðan færist nú þraskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti, og þeg-
ar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst
að raun um að enginn muni vera heima.
Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og ó-
útsegjanlegar dýrindis krásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og
þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að
Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúki).
Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og
sest að leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp ffá því. Eftir þetta var bærinn
kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók ffá krásaborðinu. Oðravísi segja
aðrir: Þegar fólkið stóð ffá borðinu varð á eftir maddama nokkur tíguleg. Hún hafði yfir sér grænt
silkikast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bær-
inn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju.
Huldufólksdansinn
Það var siður í gamla daga að haldinn var aftansöngur á jólanóttina; sóttu þangað allir þeir sem
gátu því við komið, en þó var ávallt einhver effir heima til þess að gæta bæjarins. Urðu smalamenn
offast fyrir því, því að þeir urðu að gegna fjárgeymslu þá eins og endranær. Höfðu þeir sjaldan lok-
ið við gegningar þegar kirkjutími kom og vora því eftir heima.
Á einum bæ er svo frá sagt að þessi siður var eins og annars staðar, að fólk fór allt til kirkju nema
smalamaður; hann var einn heima. En þegar fólkið kom heim frá kirkjunni var smalamaður horf-
inn; var hans leitað, en hann fannst aldrei.
Bóndi réð þá til sín annan smalamann. Leið nú ffam til næstu jóla. Fólkið fór til kirkju eins og
vant var, en smalamaður varð eftir. En um morguninn var hann horfinn. Eins fór urn hinn þriðja
smala sem bóndi tók, að hann hvarf. Fór nú þetta að berast út og vildu fáir verða til að vistast til
hans fyrir smala. Var bóndi nú orðinn úrkula vonar um að hann mundi fá nokkurn því að þá vora
komin sumarmál og flestir búnir að vista sig.
Einn dag kom maður nokkur rösklegur til bónda og spurði hann hvort hann vantaði smala-
mann, sagðist vilja fá vist og hefði sér verið vísað til hans; sagði hann að sér væri lagin fjárgæsla,
því að við það hefði hann verið hafður. Bóndi tók fegins hendi boðum hans, en sagði honum þó
að vandhæfi væri á vistinni því þrír smalar er hann hefði haft undanfarandi hefðu farist á jólanótt-
ina og enginn vitað hvað af þeim hefði orðið. Komumaður sagði að einhver ráð yrðu til að kom-
ast hjá því þegar þar að kæmi.
Tók nú smalamaður við starfa sínum; kom hann sér vel við alla því að hann var ötull og kunni
vel að verki sínu. Liðu nú ffam tímar og ffam að jólum; fór þá fólk allt til kirkju eftir vanda því að
smalamaður sagðist einn vilja gæta bæjar.
Þegar fólkið var farið gjörir hann sér gröf ofan í gólfið undir loftinu svo djúpa að hann geti ver-
ið þar niðri í; síðan refti hann yfir, en hafði smugu eina litla svo að hann gat séð allt hvað ffam fór
inni.
Ekki var hann búinn að liggja þar lengi áður tveir piltar vel búnir koma inn. Þeir skyggnast um
alla króka, en þegar þeir voru búnir að leita lengi sögðu þeir sín á milli að þar væri enginn mað-
ur heima. Síðan fóra þeir út aftur, en þegar lítil stund var liðin komu þeir inn aftur og bára á milli
sín burðarstól; var í honum maður einn gamall og grár af hæram. Þeir settu stólinn á gólfið inn-
anvert.
Síðan kom inn fjöldi fólks; vora allir þar mjög fagurlega búnir og að öllu hinir prúðmannleg-
ustu. Síðan voru sett fram borð og matur á borinn; vora öll áhöld úr silffi og að öllu mjög vönd-
uð. Settust síðan allir að dýrlegri veislu. Hinn gamli maður hafði hefðarsætið á meðal þeirra er til
borðsins sátu. Síðan vora borð upp tekin og maturinn borinn burtu og öll áhöldin. Var þá setst
að drykkju og síðan var farið að dansa og gekk það langt ffam á nótt.
Einn maður var þar unglegur; sá var mjög skrautlega búinn; hann var á hárauðum kjól. Smala-
manni virtist hann vera sonur hins gamla manns því hann var virður næst honum. Einu sinni þeg-
ar hinn rauðklædda mann bar að gryfjunni greip smalamaður hníf sem hann hafði hjá sér og skar
lafið af kjólnum og geymdi hjá sér.
Þegar leið undir dag fór fólkið að fara burtu. Tóku hinir sömu gamla manninn og bára hann
burtu. Litlu síðar kom fólkið heim; varð bóndi mjög glaður er hann sá smalamann lifandi. Smala-
maður sagði nú allt eins og farið hafði og sýndi kjóllafið til sannindamerkis, en aldrei varð þar síð-
an vart við neitt þess konar og þóttust menn vita að huldufólk þetta mundi hafa banað smölunum
vegna þess að það hefði eigi viljað láta þá vita hvað það hefðist að.