Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 54
54
ÞRIÐTUDAGUR21. DESEMBER 2004
j&cssunui..
Kæru grannar!
Þegar Magnús hringdi í mig
og bað mig að skrifa „Kveðju að
vestan" í þetta fína jólablað,
sagði ég auðvitað já, vegna þess
að ég er meira en viljug til þess
að heilsa ykkur öllum, kæru vin-
ir og grannar. Það er einmitt
það sem við erum;
GRANNAR.
„The neighbours“ grönnum
okkar í sjónvarpinu heilsum við
daglega og finnst alveg sjálfsagt.
Við íbúarnir hér á Vesturlandi
ættum að fara að dæmi þeirra
og deila meiru saman, bæði
súru og sætu, okkur öllum til
ánægju og hagsbóta.
Nú er aðventan komin og við
hér í Olafsvík erum í óða önn að
njóta hennar eins og sagt er, allt
orðið skreytt meira að segja
ljósastaurarnir! Svei mér þá,
þeir eru farnir að syngja Jóla-
söngvana með okkur og skyldi
engan undra því undanfarið
hefur hver stórsöngvarinn á
fætur öðrum haldið hér yndis-
lega tónleika. Má þar nefna Pál
Óskar og Moniku ásamt
strengjum. Og Ellen Kristjáns-
dóttir sem söng fallegu sálmana
„okkar“ íyrir okkur í kirkjunni
þegar safnaðarheimili hennar
var vígt, eftir miklar endurbæt-
ur. Svo eru stöðugar uppákom-
ur í Pakkhúsinu, bæði söngur,
jólahús á Stapanum og annað.
Þann 7. desember fengum við
til okkar sex rithöfunda til þess
að lesa uppúr verkum sínum á
Klifi við kertaljós og rjúkandi
súkkulaði, sem var mjög
skemmtilegt og vel sótt.
Tvær verslanir hér í Ólafsvík
opnuðu aftur eftir gagngerar
breytingar og stækkun, báðar
eru þær glæsilegar og með mik-
ið vöruúrval.
Hér í Snæfellsbæ eru 10
verslanir, ásamt blómabúð, apó-
teki, bakaríi og vínbúð, fjórar
hárgreiðslustofur, nuddarar og
heilsurækt, tvær bensínstöðvar
og sjoppur og margs konar
önnur þjónusta. Allt það fólk
sem rekur ofangreind fyrirtæki
snýst í kring unu okkur og vill
allt fyrir okkur gera og hefur
gert sumt hvert í marga áratugi.
Hafi það þökk fyrir.
Okkur er ekkert að vanbún-
aði til þess að halda Gleðileg
jók
Sendi ykkur mínar bestu jóla
og vinarkveðju, kæru GRANN-
AR og megi nýtt ár verða okkur
öllum gott.
Ester Gnnnarsdóttir, Olafsvtk.
Ar vaxtar og væntinga
Nú líður senn að jólum og
áramótum og annir því miklar
hjá fyrirtækjum og stofnunum
við að klára verkefni, gera upp
árið og leggja drög að því næsta.
Óhætt er að fullyrða að árið
sem er að líða hefur verið ó-
venju viðburðaríkt á sviði upp-
byggingar og eflingar Borgar-
fjarðarhéraðs. Sjaldan hefur
gefist jafhgott tilefni og nú til
að horfa fram á veginn fullur eft-
irvæntingar. Borgfirðingar eru
vissulega varfæmir að eðlisfari,
en bjartsýni einkennir engu að
síður athafnalíf í héraði. Bjart-
sýni og ffamfaratrú ýta undir
samstarfsvilja og flest stóru verk-
efhin eru unnin í góðri sam-
vinnu fyrirtækja, stofnana og
sveitarfélaganna sjálfra, enda
hlýtur efling svæðisins í heild að
varða mestu. Sveitarstjórnir
vinna þéttar saman en áður og
lítið ber á tortryggni fortíðar-
innar, sem betur fer. Fólki er æ
betur að verða ljóst að hörð og
óbilgjörn innri samkeppni veikir
svæðið í heild í þeirri miklu sam-
keppni sem ríkir við önnur at-
vinnu- og þjónustusvæði á land-
inu, t.d. Suðurland.
Á sveitarstjórnarsviðinu eru
atvinnuþróunarmálin að losna
úr viðjum hreppapólitíkur og
kapp er lagt á að nýta sóknar-
færin, hvar sem þau kunna að
vera fyrir hendi. Of langt mál
yrði að telja öll tækifærin upp,
en sem dæmi má nefna að efling
Grundartangasvæðisins hefur
margfeldisáhrif um allt Borgar-
Kveðja úr Borgarfirði
fjarðarhérað, sem sést best á
þróun íbúasvæðis á Hvanneyri, í
Borgarnesi og víðar. Þá hefur
ævintýraleg uppbygging Við-
skiptaháskólans á Bifröst, sam-
eining Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins og
efling Reykholts tryggt að til
viðbótar við öflugan landbúnað
og ferðaþjónustu verði háskóla-
starfsemi eitt af megin einkenn-
um svæðisins í framtíðinni.
Fyrir hönd Borgfirðinga óska
ég Vestlendingum og lands-
mönnum öllum gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs. Um leið
þakka ég gott samstarf á árinu
sem er að líða.
Bergur Þorgeirsson, forstöðu-
maður Sno?rastofit
og m.eðlimur í hreppsnefnd
Borgarfjarðarsveitar.
Óskum Vestlendingum
öllum gleðilegra jóla og
farsœldar á nýju ári
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
hö óskum ~£JastHen2inpum öMum
ijúeÖiúaijZa jóúa oj fiatsazlföal á mjju áli
VI-ÐSKIPTAÞJÓNUSTAN™^
AKRANESS_____________XaP
Stillholti 23, 3. hæð • Akranesi • Sími 431-3099
www.vtha.is • vtha@vtha.is
^AúliúuVi fijónustu jUftit
einstakúinga og jhftittæki