Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 dal,S9Unuw Skipstjóri, veiðikló og vísindamaður: Kúnstin er að finna út hversu stíft má sækja í stofiiana -segir Viðar Karlsson, skipstjóri á Akranesi til 45 ára Heima í stofu. Á myndinni til hliðar, sem Bjarni Þór Bjarnason málaði og HB færði Viðari á 60 ára afmæli hans, eru þeir bátar sem hann hefur stýrt fyrir fyrirtækið í gegnum tíðina. Það er gamalt en sígilt mál- tæki sem segir að þeir fiska sem róa. Sjómenn og skipstjórn- endur sem hafa atvinnu af út- ræði og fiskveiðum í þeim til- gangi að færa björg í bú þjóð- arinnar eru tvímælalaust þeir menn sem skipa mikilvægustu starfsstétt okkar Islendinga. Er svo enn og verður áfram þrátt fyrir að sumir vilji tala upp ýmsar aðrar atvinnugreinar jafnvel á kostnað fiskveiða. Á herðum skipstjóra íslenskra skipa hvílir mikil ábyrgð og vafalítið meiri en við flestir landkrabbarnir gerum okkur grein fyrir. Hvað á undan er gengið, þegar drekkhlaðinn togari eða fulllestað nótaskip leggur að bryggju í heimahöfn, geta fæstir sem ekki þekkja til sjómennsku gert sér í hugar- lund. Skipstjórar þurfa stöðugt að taka fullt tillit til veðurað- stæðna til að tryggja öryggi skipverja en á sama tíma leggur útgerðin þeim á herðar þá ábyrgð að afla uppí settar veiðiheimildir, gæta að verð- mætum sem felast í skipi og veiðarfærum en færa jafnframt að landi sem verðmestan afla. En það er fleira sem góður skipstjóri þarf að kunna skil á. Hann þarf meðal annars að vera vísindamaður og bera gott skynbragð á hvernig fiskurinn í hafinu hugsar og hagar sér út frá breytingum í náttúrunni, fæðu, hitastigi, straumum og ýmsu öðru. Sá einstaklingur á sjó hér við land sem talinn er hafa hvað mesta innsýn í nóta- veiðar er Viðar Karlsson, skip- stjóri á Akranesi. Viðar hefur stundað sjómennsku frá blautu barnsbeini og ferið farsæll skipstjóri í áratugi, síðast á nótaskipinu Víkingi AK, skipi HB Granda. Viðar er nú að nálgast sjötugt og hefur frá síð- asta ári ekki verið í fullu starfi heldur leyst af á gamla skipinu sínu. Blaðamaður Skessuhorns hitti Viðar að máli part úr degi fyrir skömmu og spurði hann út í skipstjórnarstarfið og ekki hvað síst þekkinguna sem far- sæll veiðimaður þarf að búa yfir. Á sjó frá unglingsaldri Viðar er veiðimaður frá barnæsku og segist hafa haft veiðibakteríuna í sér alla tíð. „Eg var alinn upp við veiðar frá því ég var krakki hvort sem það var við bryggjuna í Vestmanna- eyjum, í Kúðafljóti þegar ég var í sveit í Álftaveri á sumrin eða á skipum þegar ég hafði aldur til að fara á sjó. Eg er veiðimaður í eðlinu og þar að auki alinn upp við veiðar.“ For- eldrar Viðars, sem nú eru bæði látin, hétu Sigríður Sóley Sveinsdóttir og Karl Oskar Guðmundsson, skipstjóri. Fyrstu 11 ár ævinnar bjó Viðar í Vestmannaeyjum á vetrum en var sendur í sveitina öll sumur frá barnæsku, með fyrstu ferð Skaftafellsins á vorin og heim með síðustu ferð á haustin. Þegar hann var 12 ára fluttust foreldrar hans í Mosfellssveit- ina og síðar til Reykjavíkur. Hann segist fljótt sem ungling- ur hafa farið að stunda sjóinn og fór fyrsta skipti á síld frá Akranesi 14 ára gamall á vél- bátnum Þorsteini. „Þorsteinn var keyrður niður síðla sumars 1949 þegar við vorum á veið- um á Þistilfirðinum. Þannig var nú byrjunin hjá mér til sjós,“ segir Viðar aðspurður um fyrstu sjómannsreynsluna. En hann lætur ekki staðar numið þrátt fýrir þá reynslu. „Eftir að ég útskrifast úr Sjó- mannaskólanum árið 1959 kem ég hingað á Akranes og var fyrst stýrimaður í þrjá mánuði hjá föður mínum sem var skip- stjóri á bát hér. Haustið sama ár er ég síðan ráðinn skipstjóri á vélbátinn Reyni sem Harald- ur Böðvarsson átti. Eg var til ársins 1968 hjá HB en þá var ég lánaður um borð í Víking á síld og var þar eitt haust, árið sem síldin hvarf af Rauða torg- inu, þannig að þeirri útgerð var sjálfhætt. Fór eftir þetta á Osk- ar Magnússon sem Þórður Oskarsson gerði út hér.“ Persónulegra áður Viðar segir að þegar hann hafi byrjað hjá Haraldi Böðv- arssyni & Co hafi það verið Sturlaugur H Böðvarsson sem réði hann. Hann hefur hlýjar minningar um Sturlaug. „Hann var einstaklega ljúfur maður og elskulegur og það var gott að koma til starfa hjá honum. Ég átti einnig mikil viðskipti við Harald Böðvars- son og reyndist það mér mjög lærdómsríkt. Þegar við urðum ósammála um eitthvað eða þegar eitthvað bjátaði á, þá var maður kallaður inn til Harald- ar. Hann hafði þá einstöku hæfileika að kunna að hlusta. Það var sest í stólana andspæn- is hvor öðrum og ég fékk alltaf tækifæri til að segja mína sögu áður en hann útskýrði málið út frá sínum sjónarhóli. Alltaf endaði hann fundi okkar á að segja; „Við finnum einhverja lausn á þessu,“ sem hann og gerði. Þetta kenndi mér meðal annars að mæta alltaf vel und- irbúinn til að skýra mál mitt, beita rökfræði og ekki æða á- fram í blindni.“ Viðar segir að á þessum tíma hafi verið hægt að nálgast fýrsta og æðsta stjórnandann í fyrirtækinu beint en slíkt sé nú að breytast. „I dag eru útgerð- arfýrirtækin svo stór að það er ekki með sama hætti hægt að komast milliliðalaust að kjarna málsins, til þeirra sem í raun ráða og taka ákvarðanir." Þarna er Viðar að dreypa á þeim breytingum sem eru að verða á íslenskum útgerðarfyrirtækj- um, hvort heldur sem er hér eða annarsstaðar; fyrirtækin stækka og eðli þeirra breytist um leið þannig að þetta per- sónulega umhverfi sem útgerð- armenn fyrri tíma, máttar- stólparnir í samfélögunum á hverjum stað sköpuðu, er að hverfa. „Eðli vinnunar er að breytast. Sjómenn eru ekki lengur eins nátengdir eigend- unum og áður og fýrr á tímum hugsuðu menn nánast í buddu útgerðarmannsins, en í dag eru allir sem pínulítill hluti af risa- stórri heild.“ Enginn trúði að síldin myndi hverfa Talið berst til veiðanna á hafi úti. Viðar segir að þegar hann hafi verið að byrja sem skip- stjóri hafi verið uppgangur á öllurn sviðum veiða og vinnslu og þá hafi verið gaman að vera þátttakandi í ævintýrinu. „Norsk-íslenska síldin var að koma til baka, hún dugði í 7-8 ár, eða til 1967 þegar hún hvarf. Þegar hún var sem mest hér við land voru síldartorfurn- ar t.d. á Rauða torginu svo stórar að þær teygðu sig 100 kílómetra langt og um voru um 15 kílómetra breiðar. Þá hélt maður að stofninn gæti ekki hrunið með öllum þessum fjölda fiska sem þarna var. Samt voru þarna um 600 skip að veiðum, að stærstum hluta Rússar. Þó kom engu að síður í ljós síðar að þarna höfðu ekki verið veidd nema 10-15% af fjöldanum úr þessum stofni. Á- stæðan fyrir hruni hans var sú að Normenn voru að veiða ör- smáa síld inni á fjörðunum hjá sér og átti það stóran þátt í að hrigningarstofninn hrundi.“ Það er greinilegt að skipstjór- inn Viðar Karlsson saknar þessa tíma sem síldin, silfur hafsins, var vaðandi í slíkum torfum hér við land og það örl- ar á söknuði þegar þessi upp- grip eru rifjuð upp. En hvað tók við eftir að Norsk-íslenski stofninn hvarf? „Við fórum til síldveiða í Norðursjónum á sumrin og fram á haust og veiddum þar Norðursjávarsíldina. Þetta reyndist vel í 7 ár en þá hvarf sá stofn einnig. Eftir það var ég í 3 ár á kolmunnaveiðum við Færeyjar eða þar til olíukrepp- an stöðvaði hagkvæmni þeirra veiða. Eftir það höfum við á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.