Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 21.12.2004, Blaðsíða 35
^utsíunu... ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 35 Víkingi verið á loðnu á sumrin og veturna en veitt síld úr Norsk-íslenska stofninum á vorin. Þannig heíúr þetta verið ágæt blanda og skapað tilbreyt- ingu í veiðunum.“ Umgangast stofhana af varfærni Nótaskipið Víkingur var smíðaður árið 1960 í Þýska- landi og er skipið 1170 brúttó- tonn; 72,5 metra langt og um 10,5 metrar á breidd. Afli skipsins er að mestu unninn í fiskimjöisverksmiðjum HB Granda á Akranesi, í Reykjavík og Þorlákshöfn en auk þess er landað fyrir austan, undanfarið m.a. mikið á Vopnafirði en út- gerðarfyrirtæki skipsins, HB Grandi, sameinaðist nýlega Tanga á Vopnafirði. Auk þess að bræða aflann í fiskimjöl er nokkurt magn unnið til mann- eldis bæði af loðnu og síld. A Víkingi hefur Viðar verið skipstjóri í aldarfjórðun en skipið er enn þann dag í dag eitt öflugasta nótaveiðiskip sem Islendingar eiga. En gott skip er lítils virði, ef „kallinn“ sem flestu ræður er ekki út- sjónarsamur og starfi sínu vax- inn. Fulltrúar útgerðarinnar sem blaðamaður ræddi við eru á einu máli um að samanlagt sé Viðar sá skipstjóri sem borið hafi hvað mestan afla íslenskra skipstjóra að landi og verið óvanalega farsæll í störfum sín- Viðar á sinum yngrí árum. um alla tíð. Aðspurður um þetta gerir Viðar lítið úr og segist ekki hafa hugmynd um það magn sem hann og menn hans hafi aflað í gegnum tíðina. Blaðamaður gefst þó ekki upp og spyr hann í framhaldinu hvaða kosti góður skipstjóri þurfi einkum að hafa? Viðar VíkingurAK 100. hugsar sig um drykklanga stund og svarar síðan gætilega, rétt eins og forðum þegar hann ræddi við útgerðarmanninn Harald: „Mikilvægast er að mínu viti að í áranna rás hefur ntaður aflað sér þekkingar á umhverfisþáttunum; hitastigi sjávar og fengið innsýn í lifn- aðarhætti til dærnis loðnunnar sem hefur verið uppistaðan í veiðurn okkar. Loðnan lifir t.d. á rauðátunni sem verður til úr þörungum sem lifa á norður- og suðurhveli jarðar. Átan berst með straumum suður með austurströnd Grænlands þangað sem loðnan, ein fiski- tegunda, er fær um að nýta hana, ásamt hvölunum. Loðn- an er þannig undirstaðan í líf- ríkinu við ísland og menn verða ætíð að gæta hófs í veið- um hennar og spyrja sig hvað stíft á að sækja í stofninn.11 Þannig ræðir Viðar urn fiskinn af virðingu enda leggur hann ríka áherslu á að umgangast þurfi auðlindir hafsins af skyn- semi og án rányrkju af neinu tagi. Hann bætir við: „Þegar maður fer að eldast sér maður í skírara ljósi hversu illa þau fara saman hugtökin græðgi fiski- mannsins og nægjusemi veiði- mannsins," skýrir Viðar út fyr- ir blaðamanni og bætir við: „Kúnstin er að finna hvar skyn- samlegast er að setja mörkin i veiðunum ef maður er í eðli sínu veiðimaður því þá getur verið erfitt að finna gullna meðalveginn og forðast rányrkju úr fiskistofnunum.“ Las Ægi til að kynnast háttum síldarinnar Sú saga er kunn að ákveðinn fiskifræðingur taki aldrei veigamiklar ákvörðunum um sókn í fiskistofna fyrr en hann hafi ráðfært sig við reynslu- boltann Viðar Karlsson áður. Hann sem skipstjóri er sagður nálgast veiðarnar ekki síður sem vísindamaður en sjómað- ur. Þessi eðlisgreind og þekk- ing á lífríki sjávar geri hann að vísindamanni sem hinir bók- lærðu vísindamenn vilji gjarn- an ráðfæra sig við, enda beri hann mikið skynbragð á hvern- ig fiskar hagi sér út frá breyt- ingum í umhverfinu. Aðspurður vill Viðar hvorki játa þessu né neita, enda hóg- vær maður og orðvar. Þó við- urkennir hann að sú þekking á fiskinum í sjónum og atferli hans og breytingar á umhverf- isþáttum, svo sem hitastigi sjávar og öðru sé reynsla sem vissulega sé einhvers virði. Þegar hann hafi verið að hefja síldveiðar hafi hann t.d. reynt að setja sig vel inn í hegðun fiskjarins t.d. út frá straumum og reynt að undirbúa sig af kostgæfni fyrir þær. „Mér gekk vel á síldinni og þakka það að ég reyndi að undirbúa mig vel og vinna ákveðna heimavinnu áður, keypti m.a. 15 árganga af Ægi og kortlagði þar hvaða veiðidagar höfðu verið góðir árin á undan og hvar síldin hafði verið að gefa sig. Þannig held ég að mér hafi tekist að kynnast því hvernig fiskurinn var að hegða sér og hvar veiði væri helst von í framhaldinu. Reglan er engin regla Viðar segir að síldar- og loðnuveiðar einkennist af því að á þeim veiðum er engin regla á hlutunum og því þrífist til lengdar einungis ákveðnar manngerðir við þær. „Túrar geta verið allt frá nokkrum klukkutímum og upp í hálfan mánuð og þannig er óvissan meiri en á togskipunum þar sem ákveða þurfi t.d. löndun með löngum fyrirvara og skipuleggja þarf allt í þaula. Við getum hinsvegar lítið skipulagt okkur á nótaveiðun- um því veiðarnar sjálfar og geymsluþol hráefnisins stýrir því hve ört er siglt að landi. Þannig eru þessar veiðar í eðli sínu mjög ólíkar og þessi óvissa hæfir alls ekki öllum. Þegar við búum við þessa reglu, að það er engin regla og ekkert fyrirfram vitað, þá eru þessar veiðar ein- faldlega þannig að þegar fiskur sést í tækjunum, þá er kastað og unnið þar til komið er nóg um borð, þá er siglt og yfirleitt flýtt sér strax til baka á miðin aftur meðan vitað er hvar fisk- urinn heldur sig. Við sem stundum slíkar veiðar verðum að læra að lifa með því að reglubundið líf og skipulagn- ing er ekki í okkar kortum, hvorki sem snýr að svefni, heimkomu eða viðveru í landi, þetta eru alltaf óreglulegir eða fyrirfram óþekktir þættir.“ En hvað með sjómenn sem starfa við slíkar aðstæður, er einhver regla t.d. varðandi landlegur um jól og stórhátíðir, þegar allir kjósa að vera í landi og njóta samvista með ættingj- um og vinum. „Eg hef verið svo heppinn að hafa einungis einu sinni verið á sjó um jól, þá unglingur á togara. Þetta var mjög sérstök reynsla. Menn urðu þöglir og fjarrænir og mjög ólíkir því sem þeir áttu að sér. Þarna sá maður meira en í annan tíma, hvernig menn sakna þess að geta ekki verið heima hjá sínu fólki á hátíð ljóss og friðar. Það var gott að kynnast þessu því oft vilja menn gleyma þessu og taka sem sjálfsögðum hlut. Við að upplifa jól á sjó, fjarri sínu fólki, lærir maður að meta það sem maður hefur og getur þannig betur sett sig í spor þess fólks sem t.d. þarf að liggja á spítölum á slíkum stundum," segir Viðar Karlsson að lokum. Vð höfum þetta ekki lengra enda biður Vðar blaðamann þess lengstra orða að fara nú ekki að skrifa neina langloku upp úr stuttu spjalli. Skips- stjóranum, aflaklónni og vís- indamanninum Viðari er að lokum þakkað fyrir móttök- urnar og fyrir að gefa lesend- um litla innsýn inn í heim skip- stjórans við Islandsstrendur í tæpa hálfa öld. MM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.