Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Page 21

Skessuhorn - 21.12.2004, Page 21
jn£3SUnu<~ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 21 Vesturland 2004 í máli og myndum Heiðarskóla og voru í kjölfarið haldnir borgarafundir um mál- ið þar sem menn þjöppuðu sér saman um framtíð skólans og gegn fyrirætlunum Skilmenninga. Fróðir menn segja eftir á, að þessi uppákoma hafi snúið vopnum í vil í höndum samein- ingarsinna því tveimur mánuðum seinna, þegar íbúar fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar gengu til kosninga um sam- einingu sveitarfélaganna var sameining samþykkt með miklum mun í öllum hreppunum og allt upp í 100% já-i í Innri Akra- neshreppi. Hrepparnir sameinast frá og með sveitarstjórnar- kosningum 2006. Rafskaut í Hvalfirði Skipulagsstofnun féllst í byrjun september á byggingu raf- skautaverksmiðju í Kataneslandi við Grundartanga en verk- smiðjan mun framleiða rafskaut til nota í áliðnaði. Verksmiðj- an verður þó ininni en upphaflega var áætlað þar sem Fjarða- ál mun ekki kaupa rafskaut frá henni, heldur flytja þau inn frá Noregi. Klumba brann Stórtjón varð í Olafsvík í september þegar fiskverkununarhús Klumbu brunni til kaldra kola. Hræringar í verslun Frá því var greint í Skessuhorni í haust að miklar breytingar eru að verða í matvörugeiranum í landshlutanum. Bónus opn- ar nýja verslun á nýju landfyllingunni í Borgarnesi á næsta ári, fyrirtækið opnaði einnig nýja verslun í Hólminum í haust og hyggst byggja á Akranesi innan tíðar, ef hentug lóð fæst. Sam- kaup keypti verslunarreksmr KB og hefur opnað Samkaups- verslanir á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði. Það er því ljóst að þeir stóru ætla að verða stærri á þessum markaði og samkeppni er ekki að minnka. Hús víkja fyrir nýjum Á Akranesi hafa á þessu ári verið rifin nokkur af eldri húsum bæjarins til að rýma til fyrir nýjum. Þannig mun ásýnd mið- bæjarins breytast þegar á svokölluðum Hvítanesreit rís ný verslunarmiðstöð og íbúðabygging. Fyrirhugað er einnig að reisa verslunarmiðstöð á Miðbæjarreit og tvær háreistar íbúða- blokkir einnig. Einhver seinkun verður á að þær framkvæmd- ir hefjist enda reyndist byggingaland ekki gott innan skipu- lagsins og kallar það á breytingar á deiliskipulagi. Synjað um sláturleyfi Það var reiðarslag fyrir atvinnulífið í Dölum og íbúana þegar landbúnaðarráðherra synjaði Dalalambi í Búðardal um slámr- leyfi í september sl. Fyrirhugað hafði verið að slátra um 20 þúsund lömbum í húsinu. Fjölnota íþróttahús Þeir kættust verulega áhugamenn á Akranesi um íþróttir og í- þróttaaðstöðu á árinu þegar ljóst var að þverpólitískur vilji var til byggingar fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum. Fram- kvæindir við húsið munu að öllum líkindum hefjast á næsta ári og er stefnt að þeim Ijúki 2006. Meðfylgjandi mynd er af bæj- arstjóranum Gísla Gíslasyni og Smrlaugi Smrlaugssyni for- manni IA sem saman munu taka höndum um byggingu fjöl- nota hússins, ásamt mörgu öðm góðu fólki. Snarfækkun sveitarfélaga I byrjun október vom kynntar tillögur nefndar félagsmálaráð- herra um sameiningarmál sveitarfélaga. Um nokkuð róttækar tillögur er að ræða hvað snýr að Vesturlandi og má gera ráð fyrir að sveitarfélögum fækki næstu árin jafnvel niður í 5 en þau eru 17 í dag. Sveitarfélögin verða skv. tillögunum: Akra- neskaupstaður, sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar (sem íbúar hafa þegar samþykkt), Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla með Reykhólahreppi. Stórtjón í Breiðuvík Einn mesti skaði í einum brana á bújörð hér á landi varð í október þegar hátt í 800 sláturlömb, byggingar og tæki bmnnu á bænum Knerri í Breiðuvík. Hávaðarok var á þessum slóðum þegar bruninn varð og þurftu slökkviliðsmenn á Snæ- fellsnesi að leggja sig í stórhætm við björgunarstörf. Starfsfólk Landsbanka Islands hf. óskar viöskiptavinum sínum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðjur, starfsfólk útibúa Landsbankans á Vesturlandi 11 Landsbankinn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.