Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 23

Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 23
úoiisaunu^ ÞRIÐJUDAGUR 2L DESEMBER 2004 23 Vesturland 2004 í máli og myndiim Göngin jákvæð I október var kynnt ný skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganganna. Þar kom fram að gífurlegur ávinningur er af göngununr bæði í félagslegu og hagfræðilegu tilliti. Meðal annars hefur at- vinnuöryggi aukist, matvöruverð hefur lækkað og almenning- ur á Islandi orðið jákvæðari í garð Vesturlands. Tæknivæðing Ymsar fréttir bárust á árinu af tæknivæðingu hverskonar á Vesturlandi. Meðal þess má nefna samning sem skrifað hefur verið undir um lagningu ljósleiðara í öll hús á Akranesi fýrir vorið 2006, útsendingu stafræns sjónvarps á Snæfellsnesi og í Dölum, samning sem sveitarfélög í Borgarfirði hafa gert við fýrirtækið eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbands og á- fram inætti vafalaust telja. Allt niiðar þetta að því að gera bú- setuskilyrði hagstæðari fyrir íbúa og fyrirtæki á Vesturlandi. Norsku krónprinshjónin í heimsókn Hákon krónprins Noregs, kona hans Mette Marit og dóttir þeirra Ingrid Alexandra komu í heimsókn í sumar. Ferðuðust þau um Borgarfjarðarhérað. Þau lim fýrst við hjá löndum sín- um í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga en verksmiðjan er að meirihluta í eigu norska fýrirtækisins Elkem. Eftir að hafa skoðað sig um innandyra sem utan á Grundartanga héldu norsku gestirnir, ásamt íslensku forsetahjónunum og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í Reykholt. Þar tóku heimamenn á móti þeim og fræddu um starfsemi í Reyk- holti allt frá tímum Snorra Sturlusonar til vorra daga. Norsku gestirnir sýndu því sem Reykholt hefur að geyma mikinn á- huga enda komu þau ekki að tómum kofunum hjá Sr. Geir Waage né öðrum Reykhyltingum nútímans. Jón Oddur kom heim með silfur Vel var tekið á móti íslensku Olympíuförunum er þeir sneru heim klifjaðir góðmálmum frá Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar. Fram kom í Skessuhorni að Jón Oddur Hall- dórsson frá Hellissandi náði frábærum árangri og krækti sér í tvenn silfurverðlaun fýrir spretthlaup. Meðal þeirra sem tóku á móti Jóni Oddi við komuna til landsins var Kristinn Jónas- son bæjarstjóri Snæfellsbæjar sem færði honum góðar kveðjur bæjarstjórnar. Þess má líka geta að bæjarstjórn Snæfellsbæjar ákvað að veita Jóni Oddi sérstakan afreksstyrk. A efri myndinni má sjá Jón Odd við komuna frá Aþenu. Með honum á myndinni eru Halldór Pétur Andrésson, faðir hans (t.v.) og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Óskum nemendum, starfsmönnum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.bifrost.is VIÐSKIPTAHASKOLINN BIFRÖST

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.