Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.03.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 Ibúðaeigendur greiða niður fráveitugjald atvinnuhúsnæðis Mikla hækkun holræsagjalds í Borgarbyggð má að hluta rekja til yfirtöku Orkuveitu Reykjavíkur á fráveitum sveitarfélagsins sam- kvæmt samningi sem er ótíma- btmdinn og verður ekki sagt upp fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2025. Þegar samningurinn var gerður var samið um ákveðnar greiðslur til Orkuveitunnar fyrir hvert hús sem tengt er fráveitunni. Gjald- skráin tekur hækkunum samkvæmt byggingavísitölu og var samning- urinn miðaður við byggingavísi- tölu í október 2005. Samkvæmt honum skal sveitarfélagið greiða 4.270,20 krónur á hverja fasteign og 164,80 krónur á hvern fermetra fasteigna. A þessu ári greiðir Borgarbyggð Orkuveitunni samkvæmt samn- ingnum í fyrsta skipti og þá skal gjaldskráin miðuð við byggingar- vísitölu í desember 2006. Hefur hún hækkað um 12,3% síðan samningurinn var gerður og skal Borgarbyggð því greiða á þessu ári 4.795,40 krónur á hverja fasteign og 185,07 krónur á hvern fermetra fermetra fasteigna. Sveitarfélagið innheimtir hins vegar íráveitugjöldin með álagn- ingu 0,3% skatts á fasteignamat eigna. Gjaldskrá sveitarfélagsins er því önnur en gjaldskrá Orkuveit- unnar. Af þessu ástæðum myndast ákveðin skekkja milli húsagerða í sveitarfélaginu. Samkvæmt lauslegum útreikn- ingi Skessuhorns innheimtir sveit- arfélagið rúmar 45 milljónir króna af fasteignaeigendum í Borgarnesi í fráveitugjöld. Sú upphæð skiptist þannig að eigendur íbúða eru að greiða ríflega 31 milljón króna en eigendur atvinnuhúsnæðis og op- inberra bygginga greiða rúmar 14 milljónir króna. Til Orkuveitunnar greiðir sveit- arfélagið hins vegar af sömu hús- um rúmar 39 milljónir króna til Orkuveitunnar eða um 6 milljón- um króna minna en innheimt er af fasteignaeigendum. Heildar- greiðslan skiptist þannig að vegna íbúðarhúsa þarf sveitarfélagið að greiða tæpar 20 milljónir og rúmar um 19 milljónir vegna annarra bygginga. Samkvæmt þessum út- reikningum er því sveitarfélagið að innheimta um 11 milljónum meira af íbúðareigendum en Orkuveit- unni er greitt og um 5 milljónum minna af öðrum eignum en greiða þarf Orkuveitunni. Með öðrum orðum má því segja að íbúðareig- endur séu að greiða niður að hluta fráveitugjöld atvinnuhúsnæðis og opinberra bygginga ef miðað er við það gjald sem greiða þarf Orkuveitunni. Páll Brynjarsson sveitarstjóri segir að þegar samningurinn við Orkuveituna var gerður á sínum tíma hafi legið fyrir að ráðast þyrfti í miklar framkvæmdir í ffá- veitumálum í sveitarfélaginu. Gjaldskrá Orkuveitunnar taki mið af því. Aðspurður hvort ekki hafi verið eðlilegra að leggja fráveitu- gjaldið beint á fasteignaeigendur samkvæmt gjaldskrá Orkuveitunn- ar segir Páll það hafa verið rætt í sveitarstjórn en niðurstaðan hafi orðið sú að halda gamla inn- heimtukerfinu með flötum skatd. Aðspurður hvort ekki sé verið að innheimta hærri gjöld en þörf er á segir Páll að í sveitarfélaginu öllu sé innheimtan um 3,6 milljónum króna hærri en greiða þarf til Orkuveitunnnar. Sá mismunur hafi skapast þar sem hækkun á fast- eignamati var meiri en ráð var fyr- ir gert þegar álagningarstuðlar voru ákveðnir. Þá segir hann að með núverandi kerfi sé erfitt að koma í veg fyrir að einhver mis- munur verði milli húsagerða og byggðarlaga en skipulag innheimt- unnar hljóti alltaf að vera í endur- skoðun. I kjölfar mikillar umræðu í sveit- arfélaginu um mikla hækkun fast- eignagjalda ákvað byggðaráð að vísa málinu til umræðu á fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður á fimmtudaginn. HJ Þýðing yfirlýsingar bæj- arstjómar könnuð? Bæjarstjórn Akraness samþykkti með níu samhljóða atkvæðtun að vísa til bæjarráðs til umfjöllunar til- lögu minnihluta bæjarstjórnar um að leitað verði til löglærðs sérffæð- ings um vinnurétt til þess að meta nokkur atriði tengd yfirlýsingu bæjarráðs frá því í fyrravor um sameiningu Starfsmannafélags Akraness og Reykjavíkurborgar. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur málið verið til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn að undanfömu og hefur tillaga frá Sveini um að teknar verði upp við- ræður við Reykjavíkurborg um samstarf í launamálum beðið af- greiðslu. A fundi bæjarstjórnar í gær kom hún til afgreiðslu og var óskað effir nafnakalli. Tillagan var felld með fimm atkvæðum Sæ- mundar Víglundssonar, Eydísar Aðalbjömsdóttur, Þórðar Þ Þórð- arsonar, Karenar Jónsdóttur og Gunnars Sigurðssonar gegn fjórum atkvæðum Sveins Kristinssonar, Hrannar Ríkharðsdóttur, Guð- mundar Páls Jónssonar og Sigurðar Mikaels Jónssonar. Að lokinni atkvæðagreiðslunni bar minnihluti bæjarstjómar upp áðumefnda tillögu um að leitað verði til sérffæðings í vinnurétti. Hann á meðal annars að meta þýð- -ingu yfirlýsingar bæjarstjórnar ffá því í vor um aðgerðir í launa- og kjaramálum, áhrif samþykkta nú- verandi meirihluta varðandi efiidir yfirlýsingarinnar, réttarfarsstöðu starfsmanna bæjarins vegna þeirra fyrirheita sem þeir töldu felast í yf- irlýsingunni og annað sem varðar málið ffá vinnuréttarlegu sjónar- miði og almennum lagaákvæðum um gildi stjórnvaldsyfirlýsinga. Gunnar Sigurðsson forseti bæj- arstjórnar lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs til umfjöll- unar og eins og áður sagði var það samþykkt samhljóða. HJ 7 Ibúum ijölgaði mest á Hvanneyri Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Hvanneyri mest í þéttbýliskjörnum á Vesturlandi eða um tæp 30%. Þeir voru 234 talsins 31. desem- ber 2005 en voru orðnir 304 31. desember 2006. Þetta kemur ffam í nýjum tölum Hagstofu Islands um mannfjölda í þéttbýliskjörnum á Islandi. Á Kleppjárnsreykjum fjölg- aði íbúum úr 50 í 52 eða um 4%, á Akranesi fjölgaði íbúum úr 5.786 í 5.976 eða um 3,28%, á Hellissandi fjölgaði íbúum úr 400 í 413 eða um 3,25% og í Borgarnesi fjölgaði íbú- um úr 1.846 í 1.891 eða um 2,44%. Ibúafjöldi í Rifi stóð í stað á milli ára og þar bjuggu 137 manns um síðustu áramót. I öðrum þéttbýliskjörnum á Vest- urlandi fækkaði íbúum á liðnu ári. Mest var fækkunin í Reykholti eða um 18,18% eða úr 33 í 27 að tölu. í Búðardal voru íbúar tom áramótin 238 en voru 258 árið áður og fækk- aði því um 7,75%. Á Bifföst fækk- aði íbúum úr 275 í 259 eða um 5,82%, í Ólafsvík fækkaði úr 1.016 í 985 eða um 3,05%, í Stykkishólmi fækkaði úr 1.166 í 1.142 eða um 2,06% og í Grundarfirði fækkaði íbúum úr 1.166 í 1.142 eða um 1,86%. Þá fækkaði íbúum í strjál- býli á Vesturlandi á síðasta ári úr 2.790 manns í 2.735 eða um 1,97%. I heildina fjölgaði íbúum á Vestur- landi á síðasta ári úr 14.877 í 15.029 eðauml,02%. HJ PISTILL GISLA Skoðunfólks Þar sem ég er afar varfær- inn að eðlisfari og upplagi hef ég ávallt á bak við eyrað þá staðreynd sem höfð var eftir einum af fyrrverandi olíuforstjórum Islands: „Fólk er fífl.“ Mér þótti vænt um að hann skyldi segja þetta á sínum tíma því það er óvíst hvort ég hefði komist að því annars. Upp frá því hef ég hinsvegar haft þetta að leiðarljósi og tek almennt ekki mark á fólki. Einfaldlega vegna þess að það er fífl! An þess að ég sé á nokkurn hátt farinn að efast um að staðhæfíngu olíubar- ónsins eigi við rök að styðj- ast þá þykir mér alltaf ánægjulegt ef örlar á örliltu vísdómsmerki hjá fólki. Síð- astliðinn sunnudag gekk það jafnvel svo langt að ég fór að velta fyrir mér hvort fólk væri kannski ekki eins mikið fífl og af er látið. A sunnudag voru nefni- lega birtar niðurstöður úr könnun sem Gallup sjálfur gerði fyrir Bændasamtökin um viðhorf þjóðarinnar, (fólks) til bænda og búaliðs. Eg tek það reyndar fram að ég tek skoðanakannanir með fyrirvara þar sem stundum er ég ekki alveg með á hreinu hvort þær lýsa skoðunum þess sem spurðir voru eða þeirra sem gerðu eða létu gera viðkomandi könnun. Engu að síður ákvað ég að trúa niðurstöð- um könnunar Gallups fyrir Bændasamtökin. Bændur eru nefnilega ekki þekktir fyrir að ljúga eða láta aðra ljúga fyrir sig. Það kom mér sumsé ánægjulega á óvart að sjá það svart á hvítu (og fleiri litum reyndar þar sem þetta var sett fram á ofsalega flottu kökuriti) að meiri- hluti þjóðarinnar hefur átt- að sig á því að það eru ekki bændur sem halda uppi háu verði á matvörum. (Þaðan af síður á gallabuxum og getnaðarvörnum). Það gladdi sömuleiðis mitt litla hjarta að fólk vill ekki fórna íslenskum landbúnaði. Fólk vill með öðrum orðum áfram hafa blómlegar sveit- ir með ær og kýr og bændur og búalið og annað sem til heyrir. Þessar umræddu niður- stöður komu mér á óvart í ljósi þess að ákveðnir aðilar, (mjög ákveðnir aðilar meira að segja), hafa staðið við það pungsveittir að fullvissa þjóðina um að íslenskir bændur séu þurfalingar og helsta ógnun við velmegun þjóðarinnar. Sem betur fer hefur það greinilega ekki tekist. Mín niðurstaða er með öðrum orðum sú að fólk er bara fínt. Gísli Einarsson, fólk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.